Formúla 1

McLaren-bíllinn fær andlitsliftingu fyrir Spán

Birgir Þór Harðarson skrifar
McLaren ætlar að notast við öðruvísi framenda á bílum sínum á Spáni.
McLaren ætlar að notast við öðruvísi framenda á bílum sínum á Spáni. nordicphotos/afp
Liðstjóri McLaren-liðsins, Martin Whitmarsh, segir liðið hafa endurhannað framenda bílsins og ætla að notast við hærra nef í kappakstrinum á Spáni um komandi helgi.

Upprunalega hönnunin hafði mjög lágt nef, raunar furðu lágt miðað við keppnauta liðsins sem allir ákváðu að notast við "tröppu" til að mæta nýjum reglum um hæð framenda bílanna.

Liðið prufukeyrði nýju breytinguna á æfingum keppnisliða í Mugello í síðustu viku og hefur hún greinilega reynst vel. Breytingin er aðallega miðuð að því að bæta loftflæðið um afturenda bílsins.

"Klassísku fræðin segja að við eigum að takmarka loftmótsstöðuna og auka niðurtogið. Í nútímanum eru þessar breytingar örsmáar," sagði Whitmarsh. "Nefið stjórnar loftflæðinu um restina af bílnum svo þar byrjum við til að bæta okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×