Innlent

Aðgangur að Dyrhólaey takmarkaður

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að takmarka umferð um Dyrhólaey frá og með deginum í dag til 12. maí næstkomandi. Er þetta gert til að vernda fuglalíf á eyjunni.

Undanfarin ár hafa verið miklar deilur vegna Dyrahólaeyjar þar sem ólík sjónarmið eru uppi um hvort og hversu lengi eigi að loka svæðinu. Á síðasta ári voru meðal annars unnin skemmdarverk á hliðum á svæðinu.

Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að mikilvægt sé fyrir fólk að virða þær ákvarðanir sem teknar eru til verndar náttúru og dýralífi jafn sem þeim sem tryggja almannarétt og umgengni á svæðinu.

En Dyrhólaey verður þó ekki með öllu lokuð í sumar því á tímabilinu 13. maí til 25. júní verður opið inn á Lágey Dyrhólaeyjar - Háey verður þó lokuð fyrir akandi umferð. Friðlandið verður þó lokað á kvöldin og á nóttunni. Frá 25. júní verður svæðið opið allan sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×