Fótbolti

Cristiano Ronaldo: Mourinho er betri en Sir Alex

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho.
Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cristiano Ronaldo heldur því fram að Jose Mourinho sé besti þjálfarinn í heimi. Ronaldo hefur farið lofsamlegum orðum um Mourinho eftir að Real Madrid endaði þriggja ára sigurgöngu Barcelona í spænsku deildinni.

„Ég er að spila fyrir besta þjálfarann í heimi. Ég er í liði með frábærum leikmönnum og það er alltaf auðveldara þegar þú spilar með góðum mönnum," sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við Sky Sports en Ronaldi skoraði 60 mörk í 55 leikjum á tímabilinu.

Ronaldo viðurkennir þó að hann eigi Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, mikið að þakka. „Í byrjun var Sir Alex eins og annar faðir fyrir mig því hann kenndi mér mjög margt. Ég var aðeins 18 ára og í framandi landi. Ég er þakklátur fyrir það og nýti mér það á mínum ferili og í mínu lífi," sagði Ronaldo sem var líka spurður út í lokadaginn í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég sá mörkin sem Manchester City skoraði í lokin og þetta kom sér illa því var búinn að veðja á það að United myndi vinna. Ég tapaði því veðmáli.Ég er líka vonsvikinn því Manchester United á sinn stað í mínu hjarta," sagði Cristiano Ronaldo.

„City er með frábært lið en Manchester United verða áfram kóngarnir í Englandi," sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×