Enski boltinn

Del Piero að horfa til Englands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alessandro Del Piero varð ítalskur meistari í áttunda sinn á dögunum.
Alessandro Del Piero varð ítalskur meistari í áttunda sinn á dögunum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Juventus-maðurinn Alessandro Del Piero hefur áhuga á því að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni þegar samningur hans við Juve rennur út í sumar. Del Piero, sem er orðinn 37 ára, hefur verið í 19 ára hjá Juventus en fær ekki nýjan samning hjá félaginu.

Alessandro Del Piero spilar sinn síðasta leik með Juventus um helgina þegar liðið mætir Napoli í bikarúrslitaleiknum. Hann ætlar ekki að leggja skóna á hilluna og vill finna sér annað félag.

„England er staður þar sem fótboltinn er mjög góður. Ég hef samt ekki gert neitt samkomulag við félag þar," sagði Alessandro Del Piero. Hann hefur verið orðaður við félög eins og Arsenal, Tottenham og Queens Park Rangers.

Del Piero hefur verið með Juve frá árinu 1993 og hefur skorað 209 mörk í 513 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 2008 en skoraði 27 mörk í 91 leik fyrir ítalska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×