Innlent

Varaformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir forsetann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Bylgjunni í morgun á facebooksíðu sinni. Þar spyr hann hvort Ólafur telji, eftir sextán ár í embætti, að nú þurfi að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð Oddssyni og sparka í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Dagur spyr hvort til of mikils sé ætlast að Íslendingar geti átt eitt embætti sem sameini þjóðina.

Orðrétt sagði Dagur:

„nú missti ég greinilega af einhverju... Er upplegg Ólafs Ragnars eftir 16 ár í embætti að nú þurfi forseta til að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð og sparka í Jóhönnu og tala um mikilvægi þess að forsetaembættið sé í miðpunkti pólitískra deilumála á hverjum tíma? Er sumsé til of mikils mælst að við getum fengið að eiga eitthvað embætti sem sameinar þjóðina, einhverjar kosningar sem eru sæmilega málefnalegar og já, að frambjóðendur beiti sér fyrir umræðu um það sem sameinar okkur til framtíðar, í stað þess að bjóða sig fram undir slagorðunum: Meira sundurlyndi, meira karp?"

Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×