Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Höskuldur Kári Schram skrifar 27. maí 2012 20:30 Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. Það ríkti mikil eftirvænting hjá flugstjórunum fyrrverandi þegar þeir fengu að fara um borð í flugbátinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helst mátti líkja þessu við endurfund gamalla vina en allir flugu þeir Catalina vélum þegar þær voru notaðar í farþegaflug hér á landi á árunum eftir stríð. Þessar vélar tóku tuttugu og tvo farþega og maður getur ímyndað sér að hér hafi oft verið þröngt á þingi. Hávaðinn er nokkuð mikill en ekki óbærilegur. Það er ekki mikið rými um borð en útsýnið engu að síður rosalegt. Voru farþegar oft að kvarta yfir plássleysi? „Nei, þeir kvörtuðu aldrei enda voru okkar vélar notaðar fyrir farþegaflug og það var mikið betri innrétting í þeim," segir Gylfi Jónsson, fyrrverandi flugstjóri. „Það var snyrtilegra og ekki eins og þetta, þetta er hernaðar útgáfan." Var þjónusta um borð? „Já, já, flugvélstjórinn bjó í þessu hólfi fyrir aftan mig og hann var flugfreyjan. Hann sá um að ganga um og gefa brjóstsykurinn - það var alltaf gefin brjóstsykur. Það var ekkert verið að drekka, ekki nema það sem farþegarnir komu með sjálfir." Og í ferðinni rifjuðust upp gamlar minningar. ég var strákunum áðan að þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá próf á þessa vél, þá horfði ég á þetta og sagði Guð minn góður ég á aldrei aftur eftir að fljúga svona stóru skipi „Ég var með strákunum, þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá að prófa þessa vél," segir Tómas. „Ég horfði á þetta og sagði „Guð minn góður, ég á aldrei eftir að fljúga svona stóru skipi."" Það var ekki að finna í flugferðinni, sem tók rétt tæpar tuttugu mínútur, að vélin væri komin til ára sinna. Hvernig líður þér eftir þessa ferð? „Bara mjög vel, þetta endurnýjar gamla tímann," segir Magnús Norðdahl en hann flaug í tvö ár fyrir Loftleiðir. Þig hefur væntanlega dauðlangað að taka í stýrið áðan? „Já, en það fékkst ekki. Maður verður víst að taka því og þetta duga." Smári Karlsson flaug með fyrsta Catalina flugbátinn til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1944. Ferðin tók tuttugu klukkustundir. Hvernig leið þér áðan í flugferðinni? „Það var dálítið einkennileg, notaleg tilfinning að sitja þarna," segir Smári. „Nema að það heyrðist ekkert mikið meira í hinum vélunum eftir að það var búið að innrétta þær." Hvernig flugvélar voru þetta, voru þetta góðar vélar? „Þetta voru magnaðar flugvélar. Ég segi alltaf að þetta voru einhverjar mögnuðustu flugvélar sem maður hefur tekið í." Almenningi gefst svo kostur á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli á morgun - á flugsýningu flugmálafélagsins. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. Það ríkti mikil eftirvænting hjá flugstjórunum fyrrverandi þegar þeir fengu að fara um borð í flugbátinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helst mátti líkja þessu við endurfund gamalla vina en allir flugu þeir Catalina vélum þegar þær voru notaðar í farþegaflug hér á landi á árunum eftir stríð. Þessar vélar tóku tuttugu og tvo farþega og maður getur ímyndað sér að hér hafi oft verið þröngt á þingi. Hávaðinn er nokkuð mikill en ekki óbærilegur. Það er ekki mikið rými um borð en útsýnið engu að síður rosalegt. Voru farþegar oft að kvarta yfir plássleysi? „Nei, þeir kvörtuðu aldrei enda voru okkar vélar notaðar fyrir farþegaflug og það var mikið betri innrétting í þeim," segir Gylfi Jónsson, fyrrverandi flugstjóri. „Það var snyrtilegra og ekki eins og þetta, þetta er hernaðar útgáfan." Var þjónusta um borð? „Já, já, flugvélstjórinn bjó í þessu hólfi fyrir aftan mig og hann var flugfreyjan. Hann sá um að ganga um og gefa brjóstsykurinn - það var alltaf gefin brjóstsykur. Það var ekkert verið að drekka, ekki nema það sem farþegarnir komu með sjálfir." Og í ferðinni rifjuðust upp gamlar minningar. ég var strákunum áðan að þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá próf á þessa vél, þá horfði ég á þetta og sagði Guð minn góður ég á aldrei aftur eftir að fljúga svona stóru skipi „Ég var með strákunum, þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá að prófa þessa vél," segir Tómas. „Ég horfði á þetta og sagði „Guð minn góður, ég á aldrei eftir að fljúga svona stóru skipi."" Það var ekki að finna í flugferðinni, sem tók rétt tæpar tuttugu mínútur, að vélin væri komin til ára sinna. Hvernig líður þér eftir þessa ferð? „Bara mjög vel, þetta endurnýjar gamla tímann," segir Magnús Norðdahl en hann flaug í tvö ár fyrir Loftleiðir. Þig hefur væntanlega dauðlangað að taka í stýrið áðan? „Já, en það fékkst ekki. Maður verður víst að taka því og þetta duga." Smári Karlsson flaug með fyrsta Catalina flugbátinn til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1944. Ferðin tók tuttugu klukkustundir. Hvernig leið þér áðan í flugferðinni? „Það var dálítið einkennileg, notaleg tilfinning að sitja þarna," segir Smári. „Nema að það heyrðist ekkert mikið meira í hinum vélunum eftir að það var búið að innrétta þær." Hvernig flugvélar voru þetta, voru þetta góðar vélar? „Þetta voru magnaðar flugvélar. Ég segi alltaf að þetta voru einhverjar mögnuðustu flugvélar sem maður hefur tekið í." Almenningi gefst svo kostur á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli á morgun - á flugsýningu flugmálafélagsins.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira