Innlent

Meirihluti Íslendinga hlynntur staðgöngumæðrun

Andri Ólafsson skrifar
Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði leyfð hér á landi. Andstaðan er mest hjá kjósendum Vinstri Grænna en minnst hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Stöð 2 og Fréttablaðið létu gera. Spurt var: á að leyfa staðgöngumæðrun á Íslandi?

Niðurstöðurnar eru nokkuð afgerandi.

Þannig sögðust 87,3 % þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi staðgöngumæðrun en 12,7 % voru á móti.

27,5% vilja leyfa staðgöngumæðrun án skilyrða en tæp 60 prósent vilja leyfa staðgöngumæðrun, en ekki í hagnaðarskyni, heldur eingöngu sem velgjörð.

Ekki er marktækur munur á afstöðu fólks eftir kyni, en þó eru hægt að sjá marktækan mun eftir stjórnamálaskoðunum.

Þannig er andstaða við staðgöngumæðrun mest hjá kjósendum VG. 34% þeirra eru á móti en 66% fylgjandi. Andstaðan við málið er hins vegar minnst hjá Sjálfstæðismönnum en aðeins 8% kjósenda þeirra eru á móti á meðan 92 eru fylgjandi.

Nánari upplýsingar um þessa skoðankönnun, þáttöku viðbrögð og fleira má sjá á myndunum hér til hliðar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×