Ólafía Þórunn: Sátt við sigurinn | Tekur tíma að komast í íslenska gírinn 27. maí 2012 17:48 Anna Sólveig Kristinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ. Mynd / Seth „Ég er sátt við sigurinn og sérstaklega þar sem ég var með 36 pútt, ég hefði viljað hafa þau færri. Ég er búinn að jafna þetta vallarmet tvisvar og ég var aðeins farin að velta því fyrir mér að reyna að bæta það eftir að hafa verið þrjá undir pari eftir 9 holur," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eftir sigurinn á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu tímabili. Ólafía lék á 69 höggum í dag á Hólmsvelli í Leiru eða þremur höggum undir pari – og jafnaði hún vallarmet Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili. „Það tekur alltaf tíma að koma sér í íslenska „gírinn" eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í vetur. Það munar bara svona 20 gráðum í hitastiginu," sagði Ólafía. Hún stundar nám við Wake Forest háskólann og á hún tvö ár eftir af náminu. „Ég er aðeins farin að velta því fyrir mér hvað tekur við eftir námið. Ég ætla bara að æfa vel eins og ég hef gert undanfarin ár. Atvinnumennskan er að sjálfsögðu heillandi en ég er ekki farin að velta því mikið fyrir mér núna," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún var samtals á 1 höggi yfir pari að loknum 36 holum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili varð önnur, fjórum höggumá eftir Ólafíu en hún lék fínt golf í dag þar sem hún var á 70 höggum eða -2. Þórdís Geirsdóttir og Anna Sólvegi Kristinsdóttir, báðar úr Keili, deildu þriðja sætinu á 12 höggum yfir pari vallar samtals. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Ég er sátt við sigurinn og sérstaklega þar sem ég var með 36 pútt, ég hefði viljað hafa þau færri. Ég er búinn að jafna þetta vallarmet tvisvar og ég var aðeins farin að velta því fyrir mér að reyna að bæta það eftir að hafa verið þrjá undir pari eftir 9 holur," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eftir sigurinn á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu tímabili. Ólafía lék á 69 höggum í dag á Hólmsvelli í Leiru eða þremur höggum undir pari – og jafnaði hún vallarmet Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili. „Það tekur alltaf tíma að koma sér í íslenska „gírinn" eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í vetur. Það munar bara svona 20 gráðum í hitastiginu," sagði Ólafía. Hún stundar nám við Wake Forest háskólann og á hún tvö ár eftir af náminu. „Ég er aðeins farin að velta því fyrir mér hvað tekur við eftir námið. Ég ætla bara að æfa vel eins og ég hef gert undanfarin ár. Atvinnumennskan er að sjálfsögðu heillandi en ég er ekki farin að velta því mikið fyrir mér núna," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún var samtals á 1 höggi yfir pari að loknum 36 holum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili varð önnur, fjórum höggumá eftir Ólafíu en hún lék fínt golf í dag þar sem hún var á 70 höggum eða -2. Þórdís Geirsdóttir og Anna Sólvegi Kristinsdóttir, báðar úr Keili, deildu þriðja sætinu á 12 höggum yfir pari vallar samtals.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira