Frábær akstur hjá Rosberg en ólánið elti Schumacher Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 16:42 Rosberg ásamt Bastian Schweinsteiger en þýska knattspyrnulandsliðið fylgdist með í Mónakó. Nordic Photos / Getty Liðsfélagarnir og Þjóðverjarnir Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes áttu ólíku gengi að fagna í Mónakó-kappakstrinum í dag. Rosberg var annar á ráspól og keyrði því sem næst óaðfinnanlega. Rosberg andaði ofan í hálsmálið á forystusauðinum Mark Webber allt til loka en fann aldrei leiðina framhjá Ástralanum. „Það er frábær tilfinning að komast á verðlaunapall á heimavelli hér í Mónakó fyrir framan fjölskyldu mína og vini," sagði Rosberg sem hrósaði teymi Mercedes-liðsins. „Teymið stóð sig frábærlega að koma bílnum í frábært ástand fyrir keppnina. Við töldum alltaf að brautin myndi henta bifreiðinni vel en það gekk enn betur en við þorðum að vona," sagði Rosberg. Félagi Rosberg, Þjóðverjinn Michael Schumacher, þurfti að draga sig úr keppni þegar 13 hringjum var ólokið vegna bilunar. Schumacher, sem náði bestum tíma í tímatökunni í gær, hóf keppnina í 6. sæti sökum refsingar sem hann hlaut eftir árekstur í Spánarkappakstrinum. Schumacher tapaði mörgum sætum strax í ræsingunni þegar árekstur varð í brautinni. Honum tókst þó að vinna sig upp listann og stefndi í að hann myndi skila stigum í hús þegar bíllinn bilaði. „Ég hélt því fyrir mig en ég stefndi á að komast á verðlaunapall í dag," sagði Schumacher sem stefnir á góðan árangur í næstu keppni eftir tvæ vikur í Kanada. „Brautin ætti að henta okkur vel og ég vonast til þess að geta ekið eðlilega og án áfalla í þeirri keppni," sagði Schumacher. Formúla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Liðsfélagarnir og Þjóðverjarnir Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes áttu ólíku gengi að fagna í Mónakó-kappakstrinum í dag. Rosberg var annar á ráspól og keyrði því sem næst óaðfinnanlega. Rosberg andaði ofan í hálsmálið á forystusauðinum Mark Webber allt til loka en fann aldrei leiðina framhjá Ástralanum. „Það er frábær tilfinning að komast á verðlaunapall á heimavelli hér í Mónakó fyrir framan fjölskyldu mína og vini," sagði Rosberg sem hrósaði teymi Mercedes-liðsins. „Teymið stóð sig frábærlega að koma bílnum í frábært ástand fyrir keppnina. Við töldum alltaf að brautin myndi henta bifreiðinni vel en það gekk enn betur en við þorðum að vona," sagði Rosberg. Félagi Rosberg, Þjóðverjinn Michael Schumacher, þurfti að draga sig úr keppni þegar 13 hringjum var ólokið vegna bilunar. Schumacher, sem náði bestum tíma í tímatökunni í gær, hóf keppnina í 6. sæti sökum refsingar sem hann hlaut eftir árekstur í Spánarkappakstrinum. Schumacher tapaði mörgum sætum strax í ræsingunni þegar árekstur varð í brautinni. Honum tókst þó að vinna sig upp listann og stefndi í að hann myndi skila stigum í hús þegar bíllinn bilaði. „Ég hélt því fyrir mig en ég stefndi á að komast á verðlaunapall í dag," sagði Schumacher sem stefnir á góðan árangur í næstu keppni eftir tvæ vikur í Kanada. „Brautin ætti að henta okkur vel og ég vonast til þess að geta ekið eðlilega og án áfalla í þeirri keppni," sagði Schumacher.
Formúla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti