Möguleikar Pastor Maldonado á sigri í Mónakó-kappakstrinum í Formúlu 1 snarminnkuðu í morgun. Aganefndin ákvað að refsa Maldonado vegna áreksturs sem hann olli á lokaæfingunni í Mónakó í morgun.
Maldonado, sem vann sigur í síðustu Formúlu 1 keppni á Spáni, var talinn hafa getað afstýrt því þegar bifreið hans ók í veg fyrir Sergio Perez á Williams-bifreið.
Refsingin er sú að Maldonado færist aftur um tíu sæti óháð árangri hans í tímatökunum sem fram fara síðar í dag.
Nico Rosberg á Mercedes setti besta tímann á lokaæfingunni í morgun en í humátt á eftir komu Felipe Massa á Ferrari og Sebastian Vettel á Red Bull.
Formúla 1