Sport

Árni Már komst ekki í undanúrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni Már ásamt Erlu Dögg Haraldsdóttir en þau synda bæði fyrir ÍRB.
Árni Már ásamt Erlu Dögg Haraldsdóttir en þau synda bæði fyrir ÍRB. Mynd / Vilhelm
Árni Már Árnason úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar hafnaði i 24. sæti af 48 keppendum í undanrásum í 50 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun.

Árni Már synti á 22,91 sekúndum en hefði þurft að synda á 22,79 sekúndum til að komast í úrslitin.

Íslandsmet Árna Más í greininni frá því á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 er 22,81 sekúndur. OQT lágmarkið í greininni 22,11 sekúndur en Árni Már hefur þegar náð OST lágmarkinu fyrir leikana.

Árni Már fær annað tækifæri til þess að ná OQT lágmarkinu á Mare Nostrum mótaröðinni í júní þar sem keppt verður á Spáni og í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×