Rannsökuðu gjaldþol Milestone 24. maí 2012 19:15 Rannsóknir lögreglumannanna tveggja sem kærðir hafa verið ríkissaksóknara, fyrir brot á þagnarskyldu, tóku til margvíslegra þátta í starfsemi Milestone. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Mennirnir tveir, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræði, unnu að rannsóknum sem tengdust fjárfestingafélaginu Milestone. Þó þeir hafi formlega hætt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um síðustu áramót, þá héldu þeir áfram störfum fyrir embættið í verktakavinnu við yfirheyrslur fram í febrúar á þessu ári. Í janúar tóku þeir að sér verkefni fyrir þrotabú Milestone sem snérist að því að kanna gjaldþol félagsins frá 2007 og fram á árið 2008. Þessi vinna skilaði sér í skýrslu, en fyrir vinnu sína þáðu þeir tæplega 30 milljónir króna. Í skýrslu sinni leitast Guðmundur Haukur og Jón Óttar við að svara þremur rannsóknarspurningum. Í fyrsta lagi með hvað hætti Milestone hafi greitt skuldir sem voru á gjalddaga frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í öðru lagi hvort vísbendingar væru um lögbrot hafi verið framin? Og síðan í þriðja lagi hvort starfsmenn, stjórnendur og eigendur, þar stærstir Karl og Steingrímur Wernerssynir, hafi talið félagið ógjaldfært einhvern tímann frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í skýrslunni gefa þeir til kynna að mörg lögbrot kynnu að hafa verið framin, og hafa riftunarmál þrotabússins meðal annars verið undirbyggð með þessum gögnum. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúss Milestone, sendi frá sér yfirlýsingu í seinnipartinn í dag þar sem hann harmar mjög að vinna mannanna hafi leitt til kæru, en ítrekar að gjaldþrotalögum hafi verið framfylgt í hvívetna hjá þrotabúi Milestone, og rannsóknin beinist ekki að því. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki líta svo að vinna mannanna fyrir embættið, og notkun þeirra á rannsóknargögnum fyrir þriðja aðila, grafi undan rannsóknum sem þeir hafi sinnt. Þar muni fyrst og síðast ráða för, hvort aðgerðir sem til rannsóknar séu hafi falið í sér brot á lögum eða ekki. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Rannsóknir lögreglumannanna tveggja sem kærðir hafa verið ríkissaksóknara, fyrir brot á þagnarskyldu, tóku til margvíslegra þátta í starfsemi Milestone. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Mennirnir tveir, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræði, unnu að rannsóknum sem tengdust fjárfestingafélaginu Milestone. Þó þeir hafi formlega hætt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um síðustu áramót, þá héldu þeir áfram störfum fyrir embættið í verktakavinnu við yfirheyrslur fram í febrúar á þessu ári. Í janúar tóku þeir að sér verkefni fyrir þrotabú Milestone sem snérist að því að kanna gjaldþol félagsins frá 2007 og fram á árið 2008. Þessi vinna skilaði sér í skýrslu, en fyrir vinnu sína þáðu þeir tæplega 30 milljónir króna. Í skýrslu sinni leitast Guðmundur Haukur og Jón Óttar við að svara þremur rannsóknarspurningum. Í fyrsta lagi með hvað hætti Milestone hafi greitt skuldir sem voru á gjalddaga frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í öðru lagi hvort vísbendingar væru um lögbrot hafi verið framin? Og síðan í þriðja lagi hvort starfsmenn, stjórnendur og eigendur, þar stærstir Karl og Steingrímur Wernerssynir, hafi talið félagið ógjaldfært einhvern tímann frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í skýrslunni gefa þeir til kynna að mörg lögbrot kynnu að hafa verið framin, og hafa riftunarmál þrotabússins meðal annars verið undirbyggð með þessum gögnum. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúss Milestone, sendi frá sér yfirlýsingu í seinnipartinn í dag þar sem hann harmar mjög að vinna mannanna hafi leitt til kæru, en ítrekar að gjaldþrotalögum hafi verið framfylgt í hvívetna hjá þrotabúi Milestone, og rannsóknin beinist ekki að því. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki líta svo að vinna mannanna fyrir embættið, og notkun þeirra á rannsóknargögnum fyrir þriðja aðila, grafi undan rannsóknum sem þeir hafi sinnt. Þar muni fyrst og síðast ráða för, hvort aðgerðir sem til rannsóknar séu hafi falið í sér brot á lögum eða ekki.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira