Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2012 19:15 Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. Eyþór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir í viðtali á Stöð 2 að þetta sé vistvænt og grænt og verið sé að byggja upp atvinnu á svæði þar sem atvinnuleysi hafi verið mikið. 25 manna hópur frá verktakanum Jáverki byrjaði fyrir páska að smíða 75 þúsund fermetra fiskeldisstöð þar sem ala á Senegal-flúru. Í fyrsta áfanga 500 tonn og í seinni áfanga fer magnið upp í 2.000 tonn á ári af verðmætum matfiski. Eyþór segir þetta hlýsjávarfisk, sem lifi við strendur Afríku og norður til Frakklandsstranda. "Þetta er vinsæll fiskur, ekki bara í Evrópu heldur um allan heim," segir Eyþór, og verðið út úr búð er um og yfir 3.000 krónur kílóið. Hér ætla menn að vinna rösklega. Fyrstu seiðin eiga að fara í kerin næsta vor og síðan er áformað að hefja slátrun í ársbyrjun 2014. Þeir hjá Stolt Sea Farm fagna því sérstaklega hversu hratt og vel hefur gengið að koma verkefninu af stað. Eyþór segir samstarfið við HS Orku hafa verið mjög gott. Þeir hafi skýra sýn á hvernig þeir geti nýtt auðlindina sem best. Einnig hafi samstarfið verið gott við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun og aðra sem að málinu koma. "Þetta er fagfólk og hefur sýnt málinu skilning og unnið verkið vel með okkur," segir Eyþór. Nokkurra milljarða erlend fjárfesting skapar þarna kærkomin störf á Suðurnesjum. Í fyrsta áfanga eru áætluð 30-34 störf og 70-75 störf þegar öðrum áfanga er lokið. "Allt í allt, með óbeinum störfum, þá eru þetta 150 störf," segir Eyþór. Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. Eyþór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir í viðtali á Stöð 2 að þetta sé vistvænt og grænt og verið sé að byggja upp atvinnu á svæði þar sem atvinnuleysi hafi verið mikið. 25 manna hópur frá verktakanum Jáverki byrjaði fyrir páska að smíða 75 þúsund fermetra fiskeldisstöð þar sem ala á Senegal-flúru. Í fyrsta áfanga 500 tonn og í seinni áfanga fer magnið upp í 2.000 tonn á ári af verðmætum matfiski. Eyþór segir þetta hlýsjávarfisk, sem lifi við strendur Afríku og norður til Frakklandsstranda. "Þetta er vinsæll fiskur, ekki bara í Evrópu heldur um allan heim," segir Eyþór, og verðið út úr búð er um og yfir 3.000 krónur kílóið. Hér ætla menn að vinna rösklega. Fyrstu seiðin eiga að fara í kerin næsta vor og síðan er áformað að hefja slátrun í ársbyrjun 2014. Þeir hjá Stolt Sea Farm fagna því sérstaklega hversu hratt og vel hefur gengið að koma verkefninu af stað. Eyþór segir samstarfið við HS Orku hafa verið mjög gott. Þeir hafi skýra sýn á hvernig þeir geti nýtt auðlindina sem best. Einnig hafi samstarfið verið gott við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun og aðra sem að málinu koma. "Þetta er fagfólk og hefur sýnt málinu skilning og unnið verkið vel með okkur," segir Eyþór. Nokkurra milljarða erlend fjárfesting skapar þarna kærkomin störf á Suðurnesjum. Í fyrsta áfanga eru áætluð 30-34 störf og 70-75 störf þegar öðrum áfanga er lokið. "Allt í allt, með óbeinum störfum, þá eru þetta 150 störf," segir Eyþór.
Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira