Sæstrengur til skoðunar af fullri alvöru hjá báðum ríkjum Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2012 20:30 Heimsókn orkumálaráðherra Bretlands til Íslands staðfestir að sæstrengur milli landanna er kominn til skoðunar fyrir alvöru. Ráðherrann átti viðræður við utanríkisráðherra og Landsvirkjun um málið í dag. Breski orkumálaráðherrann, Charles Hendry, hóf daginn á ráðstefnu í höfuðstöðvum Arion banka. Þar sagði hann gríðarleg tækifæri felast í sæstreng milli landanna en forsendan væri sú að báðir aðilar sæju sér hag í verkefninu. „Frumkvæðið verður að koma frá framleiðslulandinu," sagði ráðherrann í viðtali við Stöð 2. „Það verður að ákveða að það vilji taka þátt í ferlinu og að það hagnist efnahagslega á því," sagði Hendry og bætti við að með sæstreng fengju báðar þjóðir betra orkuöryggi og hagstæð viðskipti. Í erindum á ráðstefnunni kom fram að sæstrengur myndi kosta yfir 300 milljarða króna og yrði í fyrsta lagi kominn eftir átta ár. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, leggur áherslu á að það sé aðeins verið að skoða verkefnið og það muni taka minnst tvö ár að meta kostina fyrir Íslendinga og Breta. Það sé hins vegar full alvara hjá báðum að skoða málið. Íslandsheimsókn breska ráðherrans undirstrikar þann þunga sem stjórnvöld beggja landa leggja nú í málið en eftir fund með Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra í gær ræddi Charles Hendry við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag, sem og við ráðamenn Landsvirkjunar, sem segja forsenduna að breið sátt ríki um sæstreng. „Þetta er það stórt verkefni og tekur það langan tíma og á margan hátt breytir það íslenskum orkumarkaði. Það er að okkar mati óráð að fara í verkefnið nema um það sé breið samstaða," segir forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Heimsókn orkumálaráðherra Bretlands til Íslands staðfestir að sæstrengur milli landanna er kominn til skoðunar fyrir alvöru. Ráðherrann átti viðræður við utanríkisráðherra og Landsvirkjun um málið í dag. Breski orkumálaráðherrann, Charles Hendry, hóf daginn á ráðstefnu í höfuðstöðvum Arion banka. Þar sagði hann gríðarleg tækifæri felast í sæstreng milli landanna en forsendan væri sú að báðir aðilar sæju sér hag í verkefninu. „Frumkvæðið verður að koma frá framleiðslulandinu," sagði ráðherrann í viðtali við Stöð 2. „Það verður að ákveða að það vilji taka þátt í ferlinu og að það hagnist efnahagslega á því," sagði Hendry og bætti við að með sæstreng fengju báðar þjóðir betra orkuöryggi og hagstæð viðskipti. Í erindum á ráðstefnunni kom fram að sæstrengur myndi kosta yfir 300 milljarða króna og yrði í fyrsta lagi kominn eftir átta ár. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, leggur áherslu á að það sé aðeins verið að skoða verkefnið og það muni taka minnst tvö ár að meta kostina fyrir Íslendinga og Breta. Það sé hins vegar full alvara hjá báðum að skoða málið. Íslandsheimsókn breska ráðherrans undirstrikar þann þunga sem stjórnvöld beggja landa leggja nú í málið en eftir fund með Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra í gær ræddi Charles Hendry við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag, sem og við ráðamenn Landsvirkjunar, sem segja forsenduna að breið sátt ríki um sæstreng. „Þetta er það stórt verkefni og tekur það langan tíma og á margan hátt breytir það íslenskum orkumarkaði. Það er að okkar mati óráð að fara í verkefnið nema um það sé breið samstaða," segir forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30