Viðurkenna að engin sé ríkisábyrgðin en gera samt óbeint kröfu um hana Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. maí 2012 12:00 Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Lögmaður í málflutningsteymi Íslands í Icesave-málinu segir að ESB viðurkenni í raun að engin ríkisábyrgð sé á tilskipun um innistæðutryggingar, en samt virðist sambandið gera þá kröfu að ríkið hafi átt að styðja við íslenska tryggingarsjóðinn. Það standist ekki. Málflutningur í Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum verður hinn 18. september næstkomandi. Skriflegum hluta málflutningsins verður þá lokið, en þriðja og síðasta umferð hans fer nú fram með innleggi þriðju aðila, eins og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú skilað greinargerð en sambandið tekur í grófum dráttum undir málflutning Eftirlitsstofnunar EFTA. Framkvæmdastjórnin, sem stefndi sér til meðalgöngu inn í málið, heldur því meðal annars fram í greinargerð að alltaf hafi verið ljóst að í mjög víðtækum bankakrísum þyrftu stjórnvöld að grípa inn í innistæðutryggingar. Orðalag tilskipunar 94/19 sé skýrt og það sé enginn vafi á því að íslenska ríkið hafi brotið gegn svokallaðri árangursskyldu (e. obligation of result) með því að innistæðueigendur fengu ekki greitt innan þess frests sem tilskipunin kveður á um. Kerfið væri þýðingarlaust ef stjórnvöldum nægði að setja upp tóma tryggingarsjóði. Ríkin hafa engar skyldur til að leggja kerfunum til fjármuni Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður er í málflutningsteymi Íslands. Er ekki lykilatriði hér hvort það hafi verið ríkisábyrgð á þessari tilskipun, en hún er ekki til staðar? „Framkvæmdastjórn ESB tekur undir að það sé ekki nein bein ríkisábyrgð á innistæðutryggingum. Það er alveg orðið skýrt í málinu að ríkin hafa engar skyldur til að leggja kerfunum til fjármuni. Þau mega gera það ef þau vilja, en þeim er það ekki skylt. En þeir taka undir með ESA í því að ríkjunum beri skylda til að setja upp innistæðutryggingarkerfi og það sé ekki nóg bara að setja það upp heldur þurfi, með einhverjum ráðum, að tryggja að það virki og brot Íslands felist í því að það hafi ekki virkað á Íslandi. Deilan í sjálfu sér snýst um það hver sé árangursskyldan hjá ríkinu. Það deilir enginn um það lengur að það sé ekki nein bein ríkisábyrgð og ekki skylda á ríkjunum að leggja (sjóðunum) til peninga. Heldur er spurningin, hvað gerist ef kerfin virka ekki. Hver beri ábyrgð á því," segir Jóhannes Karl Sveinsson. En hvað er þá verið að leggja til? Og innleiddi ríkið ekki tilskipunina réttilega? Það var niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að svo hafi verið. „Í samræmi við framangreint er það mat rannsóknarnefndarinnar að ekki verði staðhæft að íslensk stjórnvöld eða Alþingi hafi sýnt af sér vanrækslu eða mistök við innleiðingu á tilskipun 94/19/EB sem slíkri," segir í skýrslu RNA. Draga má þá ályktun að framkvæmdastjórn ESB sé í reynd að leggja til að ríkið hafi þurft að hlaupa undir bagga, þótt engin sé ríkisábyrgðin.EFTA-þjóðirnar samstíga „Við teljum okkur hafa sýnt fram á að það myndi gerast í öllum ríkjum, sem lentu í einhverju hruni í líkingu við það sem varð á Íslandi, þá yrði engum innistæðutryggingarsjóði viðbjargandi nema með ríkisframlagi. Það er tómt mál að tala um að það sé, eins og þú segir, ekki verið að tala um ríkisábyrgð því fjárhæðirnar eru slíkar. Þegar 50 prósent í bankakerfi fer á hliðina þá bjargar sér enginn tryggingarsjóður á eigin spýtur. Bankakerfið ræður ekkert við slíkt aðhald og þá er ekki nema einn eftir og það er ríkið. Við erum að segja að slík skylda verður ekki lesin úr tilskipuninni, það stendur ekkert um svo víðtæka skyldu. Undir það hafa frændur okkar Norðmenn og hertogadæmið Liechtenstein tekið. Það standi ekki í tilskipuninni. EFTA-þjóðirnar eru þá einhuga um þetta," segir Jóhannes Karl Sveinsson. Framkvæmdastjórnin svarar einnig röksemdum Íslands um óviðráðanlegar ytri aðstæður (Force Majeure) meðal annars með tilvitnunum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í þeim kafla segir að í umfjöllun um meinta vanrækslu stjórnvalda í aðdraganda hrunsins í skýrslunni komi fram að stjórnvöld hefðu getað hamlað útrás bankanna löngu áður en alþjóðleg kreppa felldi þá. Þarna er verið að gefa í skyn að Ísland geti alls ekki borið fyrir sig að ekki hafi verið hægt að sjá fyrir hrun bankanna eða sporna við því. Ísland hafi ekki sýnt þá varkárni sem gera mátti kröfu um. Jóhannes Karl segir að þessar vangaveltur framkvæmdastjórnarinnar hafi enga þýðingu í málinu. „Málið snýst ekkert um bankaeftirlit eða hvernig menn fylgdust með bönkunum hérna á árunum fyrir hrun. Það snýst um allt aðra þætti. Það má segja að það komi á óvart að það sé verið að blanda saman ályktunum í rannsóknarskýrslunni um skort á eftirliti inn í þetta mál, því samningsbrotamálið snýst ekkert um þau atriði. Þess vegna myndi maður telja að sú umfjöllun ætti alls ekkert heima inni í málinu," segir Jóhannes Karl.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lögmaður í málflutningsteymi Íslands í Icesave-málinu segir að ESB viðurkenni í raun að engin ríkisábyrgð sé á tilskipun um innistæðutryggingar, en samt virðist sambandið gera þá kröfu að ríkið hafi átt að styðja við íslenska tryggingarsjóðinn. Það standist ekki. Málflutningur í Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum verður hinn 18. september næstkomandi. Skriflegum hluta málflutningsins verður þá lokið, en þriðja og síðasta umferð hans fer nú fram með innleggi þriðju aðila, eins og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú skilað greinargerð en sambandið tekur í grófum dráttum undir málflutning Eftirlitsstofnunar EFTA. Framkvæmdastjórnin, sem stefndi sér til meðalgöngu inn í málið, heldur því meðal annars fram í greinargerð að alltaf hafi verið ljóst að í mjög víðtækum bankakrísum þyrftu stjórnvöld að grípa inn í innistæðutryggingar. Orðalag tilskipunar 94/19 sé skýrt og það sé enginn vafi á því að íslenska ríkið hafi brotið gegn svokallaðri árangursskyldu (e. obligation of result) með því að innistæðueigendur fengu ekki greitt innan þess frests sem tilskipunin kveður á um. Kerfið væri þýðingarlaust ef stjórnvöldum nægði að setja upp tóma tryggingarsjóði. Ríkin hafa engar skyldur til að leggja kerfunum til fjármuni Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður er í málflutningsteymi Íslands. Er ekki lykilatriði hér hvort það hafi verið ríkisábyrgð á þessari tilskipun, en hún er ekki til staðar? „Framkvæmdastjórn ESB tekur undir að það sé ekki nein bein ríkisábyrgð á innistæðutryggingum. Það er alveg orðið skýrt í málinu að ríkin hafa engar skyldur til að leggja kerfunum til fjármuni. Þau mega gera það ef þau vilja, en þeim er það ekki skylt. En þeir taka undir með ESA í því að ríkjunum beri skylda til að setja upp innistæðutryggingarkerfi og það sé ekki nóg bara að setja það upp heldur þurfi, með einhverjum ráðum, að tryggja að það virki og brot Íslands felist í því að það hafi ekki virkað á Íslandi. Deilan í sjálfu sér snýst um það hver sé árangursskyldan hjá ríkinu. Það deilir enginn um það lengur að það sé ekki nein bein ríkisábyrgð og ekki skylda á ríkjunum að leggja (sjóðunum) til peninga. Heldur er spurningin, hvað gerist ef kerfin virka ekki. Hver beri ábyrgð á því," segir Jóhannes Karl Sveinsson. En hvað er þá verið að leggja til? Og innleiddi ríkið ekki tilskipunina réttilega? Það var niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að svo hafi verið. „Í samræmi við framangreint er það mat rannsóknarnefndarinnar að ekki verði staðhæft að íslensk stjórnvöld eða Alþingi hafi sýnt af sér vanrækslu eða mistök við innleiðingu á tilskipun 94/19/EB sem slíkri," segir í skýrslu RNA. Draga má þá ályktun að framkvæmdastjórn ESB sé í reynd að leggja til að ríkið hafi þurft að hlaupa undir bagga, þótt engin sé ríkisábyrgðin.EFTA-þjóðirnar samstíga „Við teljum okkur hafa sýnt fram á að það myndi gerast í öllum ríkjum, sem lentu í einhverju hruni í líkingu við það sem varð á Íslandi, þá yrði engum innistæðutryggingarsjóði viðbjargandi nema með ríkisframlagi. Það er tómt mál að tala um að það sé, eins og þú segir, ekki verið að tala um ríkisábyrgð því fjárhæðirnar eru slíkar. Þegar 50 prósent í bankakerfi fer á hliðina þá bjargar sér enginn tryggingarsjóður á eigin spýtur. Bankakerfið ræður ekkert við slíkt aðhald og þá er ekki nema einn eftir og það er ríkið. Við erum að segja að slík skylda verður ekki lesin úr tilskipuninni, það stendur ekkert um svo víðtæka skyldu. Undir það hafa frændur okkar Norðmenn og hertogadæmið Liechtenstein tekið. Það standi ekki í tilskipuninni. EFTA-þjóðirnar eru þá einhuga um þetta," segir Jóhannes Karl Sveinsson. Framkvæmdastjórnin svarar einnig röksemdum Íslands um óviðráðanlegar ytri aðstæður (Force Majeure) meðal annars með tilvitnunum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í þeim kafla segir að í umfjöllun um meinta vanrækslu stjórnvalda í aðdraganda hrunsins í skýrslunni komi fram að stjórnvöld hefðu getað hamlað útrás bankanna löngu áður en alþjóðleg kreppa felldi þá. Þarna er verið að gefa í skyn að Ísland geti alls ekki borið fyrir sig að ekki hafi verið hægt að sjá fyrir hrun bankanna eða sporna við því. Ísland hafi ekki sýnt þá varkárni sem gera mátti kröfu um. Jóhannes Karl segir að þessar vangaveltur framkvæmdastjórnarinnar hafi enga þýðingu í málinu. „Málið snýst ekkert um bankaeftirlit eða hvernig menn fylgdust með bönkunum hérna á árunum fyrir hrun. Það snýst um allt aðra þætti. Það má segja að það komi á óvart að það sé verið að blanda saman ályktunum í rannsóknarskýrslunni um skort á eftirliti inn í þetta mál, því samningsbrotamálið snýst ekkert um þau atriði. Þess vegna myndi maður telja að sú umfjöllun ætti alls ekkert heima inni í málinu," segir Jóhannes Karl.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira