Innlent

Göngustígurinn í Dyrhólaey færður vegna slyss

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Dyrhólaey.
Dyrhólaey. mynd/ pjetur.
Göngustígurinn við Dyrhólaey, þaðan sem hollensku hjónin hrundu fyrir helgi, hefur verið færður allt að áttatíu metra frá bjargbrúninni. Teymi skriðufallasérfræðinga frá Veðurstofunni er væntanlegt austur í dag til rannsaka bergið.

Menn eru sammála um að það sé kraftaverki líkast að hjónin sem hrundu með skriðu stórgrýtis við Dyrhólaey fyrir helgi - hafi lifað hamfarirnar af. Þau hrundu um 40 metra niður og bergbrotin voru sum á stærð við sjúkrastofuna sem þau liggja nú á brotin og lemstruð á spítalanum í Fossvogi. Í viðtali við fréttastofu í gærkvöldi kvaðst maðurinn, sem er 37 ára gamall hollenskur vélaverkfræðingur, hafa talið að hans síðasta stund væri upprunninn.

Þau munu að líkindum ná sér að fullu, að eigin sögn, en litlu hefði mátt muna að konan hefði lamast fyrir lífstíð því hún gekk eftir hjálp án þess að vita af brotnum hryggjarlið í bakinu. Fréttastofa hafði nú fyrir hádegi samband við Birgi Örn Sigurðsson landvörð í Dyrhólaey þar sem hann var í miðjun klíðum að stika nýjan göngustíg á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×