Innlent

Á­kærðir fyrir að ræna Michelsen úr­smið

JHH skrifar
mynd/ vilhelm.

Tveir pólskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að rán í úra- og skartgripaverslun Michelsen að Laugavegi, þar sem þeir tóku 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen að verðmæti 50 milljónir króna. Samkvæmt ákæru var þetta allt gert eftir fyrirfram gerði áætlun mannanna og tveggja samverkamanna þeirra.



Í ákærunni kemur fram að mennirnir ruddust með ógnandi framkomu inn í úraverslunina og beindu að þremur starfsmönnum eftirlíkingum af skotvopnum og skipa þeim að leggjast á gólfið þar sem þeir síðan brutu upp hirslur og höfðu á brott sér fyrrgreind armbandsúr og fóru með að Vegamótastíg þaðan sem þeir óku á brott á bíl í heimildarleysi að Smáragötu, þar sem þeir skildu bifreiðina eftir og héldu för sinni áfram í heimildarleysi á fyrrnefndri bifreið sem fannst síðar við Sundlaug Kópavogs.



Starfsmenn úraverslunarinnar sem ógnað var í ráninu krefjast samtals 27 milljóna króna í miskabóta af mönnunum.



Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á ellefta tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×