Egils Gull mótið tafðist vegna veðurs - stefnt á að klára 36 holur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 15:27 Ragnar Már Garðarssson að slá á 9 flöt. Mynd/Golfsamband Íslands/Stefán Egils Gull mótið sem er annað stigamót ársins á Eimskipamótaröðinni hófst í morgun klukkan tíu í Vestmannaeyjum en vegna veðurs frestaði mótstjórn ræsingu um tvo og hálfan tíma. Alls eru 84 keppendur mættir til leiks og mótið er því fullskipað en áætlað var að leika 36 holur í dag og 18 á morgun. Þó að aðstæður hafi lagast talsvert er enn töluverður vindur og eru aðstæður því erfiðar fyrir kylfingana. Hægt er að fylgjast með skori keppenda með því að fara inn á www.golf.is/skor og m.golf.is/skor. Meðal keppenda eru þeir Stefán Már Stefánsson GR og Þórður Rafn Gissurarson en þeir luku leik á fimmtudaginn á Land Fleesensee Classic mótinu sem fram fór í Þýskalandi. Báðir léku þeir lokahringinn í mótinu á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Mótið er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni. Þórður Rafn varð í 24. sæti í mótinu á samtals tveimur höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum í dag. Árangurinn hjá Þórði er hans besti á mótaröðinni í ár. Stefán Már varð í 36. sæti á samtals einu höggi yfir pari og lyfti sér upp töfluna með hring dagsins. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Egils Gull mótið sem er annað stigamót ársins á Eimskipamótaröðinni hófst í morgun klukkan tíu í Vestmannaeyjum en vegna veðurs frestaði mótstjórn ræsingu um tvo og hálfan tíma. Alls eru 84 keppendur mættir til leiks og mótið er því fullskipað en áætlað var að leika 36 holur í dag og 18 á morgun. Þó að aðstæður hafi lagast talsvert er enn töluverður vindur og eru aðstæður því erfiðar fyrir kylfingana. Hægt er að fylgjast með skori keppenda með því að fara inn á www.golf.is/skor og m.golf.is/skor. Meðal keppenda eru þeir Stefán Már Stefánsson GR og Þórður Rafn Gissurarson en þeir luku leik á fimmtudaginn á Land Fleesensee Classic mótinu sem fram fór í Þýskalandi. Báðir léku þeir lokahringinn í mótinu á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Mótið er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni. Þórður Rafn varð í 24. sæti í mótinu á samtals tveimur höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum í dag. Árangurinn hjá Þórði er hans besti á mótaröðinni í ár. Stefán Már varð í 36. sæti á samtals einu höggi yfir pari og lyfti sér upp töfluna með hring dagsins.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira