Peningamálin eiga að vera „fyrsta og síðasta mál allra funda“ Magnús Halldórsson skrifar 7. júní 2012 14:30 Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. Illugi segir stjórnmálamenn hafa í reynd brugðist þegar kemur að umræðu um peningamálastefnuna eftir hrunið, ekki síst stjórnarflokkarnir, þar sem þeir virðist leggja allt sitt traust á Seðlabanka Íslands þegar að þessari vinnu kemur. Reyndin sé sú að peningamálastefnan sé verkefni sem stjórnmálamenn þurfi að móta og ná víðtækri sátt um. Þar þurfi allir flokkar að vera tilbúnir að gefa eitthvað eftir til þess að ná niðurstöðu sem ásættanleg sé. Sjálfur segist hann þess fullviss að mögulegt sé að halda í krónuna sem gjaldmiðil, ef stefna í opinberum fjármálaum sé stokkuð upp, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Þá segir hann að umræða um þessi mál verði að skoðast í alþjóðlegu samhengi. Erfiðleikarnir í Evrópu, ekki síst, snúist um sjálfbærni. Þar þurfi stjórnmálamenn í reynd „að fórna ferli sínum" til þess að kalla fram nauðsynlegar breytingar. Stjórnmálamenn geti ekki reiknað með því að kjósendur styðji við stórfelldan niðurskurð útgjalda og fleiri sársaukafullar ákvarðanir. Allir valkostir sem í boði eru séu erfiðir. Þá segir Illugi að það ár sem nú sé til næstu þingkosninga verði vafalítið afdrifaríkt þegar kemur að pólitísku landslagi og stefnu í efnahagsmálum. Mikil óvissa sé í spilunum um hvernig ríkisstjórn geti verið samsett þannig að hún hafi traustan meirihluta eftir að talið hefur verið upp úr kössunum. Ekki sé ólíklegt að ný framboð muni hafa töluverð áhrif á stöðu mála. Þá geti deilur um auðlindanýtingu orðið harðar, enda stefna flokkanna ólík í þeim málum. Sjá má viðtalið við Illuga í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. Illugi segir stjórnmálamenn hafa í reynd brugðist þegar kemur að umræðu um peningamálastefnuna eftir hrunið, ekki síst stjórnarflokkarnir, þar sem þeir virðist leggja allt sitt traust á Seðlabanka Íslands þegar að þessari vinnu kemur. Reyndin sé sú að peningamálastefnan sé verkefni sem stjórnmálamenn þurfi að móta og ná víðtækri sátt um. Þar þurfi allir flokkar að vera tilbúnir að gefa eitthvað eftir til þess að ná niðurstöðu sem ásættanleg sé. Sjálfur segist hann þess fullviss að mögulegt sé að halda í krónuna sem gjaldmiðil, ef stefna í opinberum fjármálaum sé stokkuð upp, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Þá segir hann að umræða um þessi mál verði að skoðast í alþjóðlegu samhengi. Erfiðleikarnir í Evrópu, ekki síst, snúist um sjálfbærni. Þar þurfi stjórnmálamenn í reynd „að fórna ferli sínum" til þess að kalla fram nauðsynlegar breytingar. Stjórnmálamenn geti ekki reiknað með því að kjósendur styðji við stórfelldan niðurskurð útgjalda og fleiri sársaukafullar ákvarðanir. Allir valkostir sem í boði eru séu erfiðir. Þá segir Illugi að það ár sem nú sé til næstu þingkosninga verði vafalítið afdrifaríkt þegar kemur að pólitísku landslagi og stefnu í efnahagsmálum. Mikil óvissa sé í spilunum um hvernig ríkisstjórn geti verið samsett þannig að hún hafi traustan meirihluta eftir að talið hefur verið upp úr kössunum. Ekki sé ólíklegt að ný framboð muni hafa töluverð áhrif á stöðu mála. Þá geti deilur um auðlindanýtingu orðið harðar, enda stefna flokkanna ólík í þeim málum. Sjá má viðtalið við Illuga í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira