Aðsendur pistill: Þjóðaríþrótt Íslendinga Kristinn Björgúlfsson skrifar 7. júní 2012 18:00 Úr einvígi Fram og Vals í N1-deild kvenna í vetur. Mynd / Stefán Tvær góðar greinar hafa komið fram undanfarnar vikur, báðar um kvennahandbolta.Fjölluðu þær um hvernig hægt að bæta boltann og hvað beri að gera í því sambandi. Það ber að fagna þegar fólk kemur hugmyndum og umræðu af stað varðandi þjóðarsportið. Jón Gunnlaugur, þjálfari mfl kvenna hjá FH, kom með nokkrar góðar tillögur í sinni grein. Íris Ásta Pétusdóttir hjá Viborg kom svo með sína hlið á grein Jón Gunnlaugs. Báðar greinar vel skrifaðar og áhugaverðir punktar eins og áður sagði. Ég hef að sjálfsöðgu mínar skoðanir á hvernig mætti bæta íslenskan handbolta og langar mig að koma þeim á framfæri. Ég vil koma með hugmyndir frá yngri flokkum og upp í meistaraflokka. Ætla ég að hafa til hliðsjónar greinar þeirra Jóns Gunnlaugs og Írisar Ástu.Yngri flokka starfið Að mínu mati þarf að byrja á að skoða hvernig við getum bætt yngriflokkastarfið. Þar er mikill fjöldi iðkenda sem er frábært. Brottföll leikmanna verða alltaf og það er verkefni félagana að koma í veg fyrir það með góðum og menntuðum þjálfurum. Mörg félög geta lagað þann hlut en þó má ekki gleyma að mörg félög hafa í sínum röðum góða og menntaða þjálfara. Mínar hugmyndir eru annars þessar: Í 7. og 8. flokki á íþróttin aðeins að snúast um að hafa gaman. Kynna íþróttina á sem skemmtilegastan hátt og koma handbolta inn sem skemmtilegustu íþrótt sem hægt er að stunda. Mótin í þessum flokkum gefa krökkunum gríðarlega mikið og er alltaf jafn gaman að sjá þessi mót. 5 og 6. flokkur eru einnig gríðarlega skemmtilegir. Stundum er alveg ótrúlegt að sjá hvað ungir krakkar geta gert með bolta. Í seinni tíð hefur mér fundist sá galli vera að þjálfarar leggja of mikla áherslu á að vinna alla leiki og öll mót. Sjálfur þjálfaði ég þessa flokka og vildi þá alltaf vinna allt. Í seinni tíð hefur þetta snúist við hjá mér. Ég er kominn á þá skoðun að þjálfarar og ekki síst foreldrar eigi að leggja meiri vinnu í kennslu og lærdóm um sigur eða tap. Vissulega vilja allir vinna en það er ekki það sem mér finnst skipta máli í þessum flokkum. Það er ekkert mál að vera með klassa A-lið en svo slök B og C lið. Er ekki betra að vera með gott A lið, B lið og C lið? Með þessu er ég ekki að segja að það eigi að hætta að afhenda verðlaun, krýna Íslandsmeistara, besta leikmann mótsins, besta markmann, varnar- og sóknarmann. Það er þrátt fyrir allt mikilvægur hluti af boltanum og hvetur áfram þá sem að vinna til verðlauna.„Við erum bara að æfa okkur" Á einu 5. flokks móti sem að ég þjálfaði á spjallaði ég við þjálfara Fylkis sem að var með A-lið sitt úr 6 flokki á mótinu. Í spjalli okkar spurði ég hann hvort að það væri skynsamlegt þar sem að hann myndi tapa öllum sínum leikjum og tapa þeim stórt. Hann svaraði mér á afar skemmtilegan hátt og ég hugsa ennþá um þetta í dag, 12-13 árum seinna. Svar hans var nefnilega: „Það eina sem að ég segi við strákana inn í klefa er: „Strákar, úrslitin skipta engu máli. Við erum bara að æfa okkur"". Hrikalega góð söluræða hjá þjálfaranum, því hún svínvirkaði. Litlu Fylkisstrákarnir sem ekki áttu séns í nokkurt lið, börðust eins og ljón í öllum sínum leikjum og aldrei kom neikvætt orð frá þjálfara eða leikmanni. Ótrúlega vel gert. Fylkisliðið tapaði öllum sínum leikjum, en það skipti þá engu máli. Þeir voru bara að æfa sig fyrir næsta 6. flokks mót. Þetta er bara eitt dæmi hvernig á að þjálfa í 5 og 6 flokki. Það er mín skoðun að alvaran eigi að byrja í 4 flokki. Þá eru leikmenn orðnir 15-16 ára og vilja vinna leikina. Ekki verður keppnin minni í 3. og 2. flokki. Því eldri sem maður verður, því mikilvægara verður að vinna. Kennslunni er þó langt frá því að vera lokið. Það er óskynsamlegt að afskrifa leikmann sem ekki er bestur í 4. eða 3. flokki. Hann gæti orðið aðalmaðurinn í 2. flokki (eða unglingaflokki kvenna). Sumir taka út sinn þroska síðar en aðrir og springa síðan allt í einu út. Hugmyndir mínar eiga eflaust eftir að virka á suma eins og ég viti ekkert hvað ég er að tala um. Ef svo er skal ég rökstyðja mínar hugmyndir. Óska ég aðeins eftir því að þið hugsið út í þær í smá stund. Ég ætla ekki að fara út í neinar breytingar á 8.-5. flokk en minni á það sem ég skrifaði hér að ofan.Banna skiptingu milli varnar og sóknar Frá 4. flokki og upp í 2. flokk/unglingaflokk kvenna myndi ég vilja sá eftirfarandi breytingar: 1. Banna skiptingu á milli varnar og sóknar þar til komið er upp í mfl karla eða kvenna. Með því að gera það, verður leikmaður að geta spilað báðum megin á vellinum. Staðreyndin er sú að handbolti er að verða sífellt hraðari íþrótt og fáir þjálfarar vilja skipta á milli varnar og sóknar. Leikmenn verða því að leggja meira á sig varnarlega ef að þeir eru slakir þar til að fá að spila. Það sama á um slakan sóknarmann. Hér reynir líka á þjálfara að „búa" til sóknarmann úr „varnarmanni" og öfugt. Ef skipta skal þarf liðið að vera með boltann sem vill skipta. Að sjálfsögðu undantekning ef að leikmaður meiðist. 2. Öll lið þurfa að spila fleiri en eitt varnarafbrigði í hverjum leik. Það væri t.d. hægt að spila 6-0 í einum hálfleik og 5-1, 3-2-1, 4-2, 5+1 í seinnihálfleik. Með þessu þá læra leikmenn fleiri varnarafbrigði og verða betur undirbúnir fyrir mfl. karla eða kvenna. 3. Banna að taka úr umferð í öllum yngri flokkum. Það hjálpar engum leikmanni að vera tekinn úr umferð og standa á miðjunni allan leikinn. Hann/hún missir af sóknarleik og sá/sú sem tekur úr umferð missir allan varnarleik. Bendi hér á punkt 2. Leikmenn þurfa að læra að spila á móti góðum leikmönnum og tel ég það of einfalda lausn að bara taka úr umferð. Frekar myndi ég breyta mínu liði í 5+1 vörn til að „skerma" á leikmanninn.Frekar spila mikið í lakara liði Þar kem ég að meistaraflokki. Jón Gunnlaugur kom inn á það í sinni grein að Fram og Valur „sópi" til sín öllum ungum og efnilegum kvenleikmönnum á Íslandi. Þar með einoki liðin markaðinn á vissan hátt. Hann bendir á að það séu að sjálfsögðu leikmennirnir sem velji að fara í Fram eða Val. Það er eitthvað sem að hann skilur ekki og ég sjálfur ekki heldur. Frekar myndi ég vilja spila á fullu og vera í lykilhlutverki og reyna ár eftir ár að vinna titil, í stað þess að sitja á bekknum og vinna titil eftir titil og eiga „lítinn þátt" í að tryggja titilinn eða titlana. Íris Ásta skrifar í svari sínu til Jóns Gunnlaugs að hún hafi nú spilað í nokkrum liðum og umgjörðin sé allt önnur hjá þessum liðum. Hjá báðum félögum er mikill metnaður og mun betra að æfa með góðu liði í góðri aðstöðu en að spila á fullu í slöku liði með ekki eins góða aðstöðu. Það er vel hægt að taka undir með þeim báðum. Undirritaður þekkir til hjá Larvik í Noregi. Larvik er með langbesta liðið, langbestu leikmennina og lang bestu umgjörðina. Afar fáir leikmenn sem að fara í Larvik fara í önnur lið í Noregi. Hver er ástæðan? Umgjörðin er ekki sú sama. Það væri hægt að skrifa um þetta í marga daga. Íris Ásta er nefnilega ekki að tala tóma þvælu. Jón Gunnlaugur kemur inn á tvo mjög góða punkta í sinni grein. 1. Fækka í 12 á skýrslu til að „þvinga" leikmenn sem fá lítið að spila í önnur lið. 2. Að lið „fóstri" hvort annað. Staðreyndin er sú að Ísland er ekki stórasta land í heimi eins og ein kona sagði. En það eru varla fréttir. Þessari hugmynd, að hafa 12 á skýrslu, hef ég talað fyrir í nokkur ár. Öll liðin eru að berjast um bestu bitana og ég skil vel að lið eins og Fram og Valur kvennamegin og Haukar og Valur karlamegin hafi oftar en ekki vinningin þegar horft er til aðstöðu. Verði fækkað niður í 12 á skýrslu þá þyrfti einhver fjöldi leikmanna að finna sér önnur lið til að fá að spila. Þegar komið er upp í meistaraflokk eru afar fáir í þessu til að æfa 10 tíma á viku og sitja svo á bekknum þegar að því skemmtilegasta kemur. Ég er reyndar alveg til í að skoða að hafa 14 á skýrslu, svo fremi sem tveir leikmenn úr 3. flokki séu karla megin og tveir leikmenn úr unglingaflokki séu kvenna megin. Rúlla á þessum leikmönnum, gefa þeim tækifæri til að sjá hvernig þetta er, fara í rútu norður, sitja á bekknum allan tíman, þurfa að sjá um boltana o.s.frv.. Þegar tækifæri gefast fá þessir ungu leikmenn 5 mínútur hér og þar. Fósturshugmynd Jóns finnst mér líka vera góð. Þetta er þekkt fyrirbæri í Þýskalandi, þ.e.a.s að ákveðnir leikmenn (undir 21 árs held ég) hafi tvöfaldan „leikmannapassa". Gefum okkur að Fannar sem að spilar í Haukum fái afar lítið að spila í N1-deildinni. Þjálfarinn telji hann ekki tilbúinn og hann fær nánast ekkert að spila. Þjálfari Víkings í 1.deildinni telur sig hins vegar getað notað Fannar til að styrkja sitt lið og hjálpa félaginu að komast upp. Fannar gæti því notað þennan tvöfalda „passa" og spilað með báðum liðum. Hér græða allir. Haukar og Víkingur komast að samkomulagi um hvernig það verður með Fannar. Hvenær hann getur spilað með Víkingi og hvenar hann getur spilað með Haukum. Fannar fær fleiri leiki og jafnvel fleiri mínútur inni á vellinum. Fannar þarf heldur ekki að yfirgefa sitt félag. Það er ekki gott að segja hvernig best er að framkvæma þessa hugmynd en mér finnst þetta vera hugmynd sem þörf er á að ræða. Hvort hún sé möguleg og hvernig er þá best að útfæra hana. Eigum við að afmarka þetta við X aldur? Við töpum litlu á því að prófa þetta. Þrátt fyrir að ég tali hér karlamegin, meina ég að sjálfsögðu kvennamegin líka. Fyrir mér er það þannig að þjóðaríþróttin sé alltaf að slást við sjálfa sig. Við berjumst um bestu bitana, allir berjast um sömu peningana, meira að segja sum félög berjast um sömu æfingatíma og setja jafnvel æfingatíma hjá t.d. 5. flokki karla í handbolta og fótbolta á sama tíma. Hér er margt sem þarf að laga.Kvennahandboltinn Kvennahandbolti á Íslandi hefur verið í gríðarlegri sókn undanfarin ár. Stelpurnar komust inn á EM og eftir það inn á HM og stóðu sig frábærlega. Kannski komast þær aftur inn á EM í Hollandi þó það yrði enginn heimsendir takist það ekki. Kvennahandboltinn hefur ekki fengið þá athygli sem að hann hefur átt skilið. Þeir sem að stjórna í Efstaleiti virðast ekki hafa gert sér grein fyrir þeim árángri sem náðst hefur. Það toppaði sig algjörlega þegar ekki var sýnt frá fyrsta leik Vals og Fram í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn nú í vor. Ekki var sýnt úr öðrum leiknum. Það var einkarekin internetstöð, Sporttv.is sem var eini fjölmiðillinn sem að sá sér fært um að sýna frá síðari hálfleik. Vel gert Sporttv-menn! Þó svo karlaboltinnn sé númer eitt mega stelpurnar alls ekki sitja á hakanum. Gríðarlega mikilvægt er að klúbbar haldi úti mfl. karla og kvenna. Ungdómurinn þarf að hafa eitthvað til að líta upp til.Mistök í Breiðholtinu Minn góði klúbbur ÍR gerði á sínum tíma stór mistök. ÍR átti lið í 3. flokki kvenna sem var frábær. Þessi flokkur spilaði og vann allt i 3. flokki og stóð sig mjög vel í 2. flokki líka. Leikmennirnir sem að voru í þessum flokki voru á meðal annars: Dagný Skúladóttir, Drífa Skúladóttir, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir og Þórdís Brynjólfsdóttir. Þjálfari liðsins var Karl Erlingsson. Hann vildi að stofnaður yrði meistaraflokkur kvenna hjá ÍR. Það vildi ÍR ekki. Hvort sem að það var vegna þess að þeir töldu stúlkurnar of ungar eða hvort ekki var til nægt fjármagn veit ég ekki. Úr varð að þessar stelpur yfirgáfu félagið, fóru flestar ef ekki allar í FH og spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn sama ár. Spiluðu þær allar lykilhlutverk. Ekki löngu seinna kemur upp sama staða. ÍR á aftur frábæran flokk, sem innihélt meðal annars Jónu Margréti Ragnarsdóttur, Sólveigu Láru Kjærnested og Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfaðar af Aðalsteini Eyjólfssyni. Þær yfirgáfu líka allar uppeldisfélagið og fóru í Stjörnuna. Enn einn efnilegur leikmaðurinn sem hefur yfirgefið ÍR er Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem fór í Fram. Einnig er hægt að nefna, Rebekku Skúladóttur, Hönnu Lóu Skúladóttur, Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur, Tinnu Björk Halldórsdóttiu. Lilju Hauksdóttir og Bjarneyju Bjarnadóttir. Að ógleymdri drottningu Breiðholts, Hrafnhildi Skúladóttur sem fór til útlanda. Allar þær stelpur sem ég hef talið hér upp hafa spilað fyrir Íslands hönd en því miður er ekki ein einasta af þeim sem að spilar fyrir uppeldisfélagið, ÍR. Ég er 100% viss um að ef þessar stelpur væru í ÍR í dag, og það væri lagður sá metnaður í starfið eins og Íris Ásta segir að sé í Val og Fram, þá væri hvorki Íslands eða bikarmeistaratitillinn uppi í hillu í Vodafonehöllinni. Báðar dollurnar væru í ÍR-heimilinu. Og væru búnar að vera lengi. Þessi „dæmisaga" ætti að vera öllum klúbbum til varnaðar. Það er alveg á hreinu að allir ÍR-ingar sjá á eftir þessum stelpum og ekki einn einasti sem myndi ekki gera hlutina öðruvísi en þeir voru gerðir á sínum tíma. En þetta er jú fyrir all löngu síðan. Þessi „dæmisaga" sýnir hins vegar hversu mikilvægt það er að hafa mfl. karla og kvenna.Kitlar að spila í Evrópukeppni Fram og Val skil ég mjög vel. Auðvitað vilja þau hafa bestu leikmennina innan síns liðs, berjast um alla þá titla sem í boði eru og reyna jafnvel að komast langt í Evrópukeppni. Það vita allir sem að hafa spilað þjóðaríþróttina að Evrópukeppni kítlar alltaf og þrátt fyrir að maður detti út, fara þessar Evrópuferðir seint úr minningunni. Hér kemur að punktinum sem að Íris Ásta talaði um. Metnaðurinn hjá Val er meiri en hjá öðrum félugum. Valur er einnig með langbestu aðstöðu landsins. Það er enginn sem að toppar Vodafonehöllina. Íris Ásta óskaði eftir meiri metnaði, betri aðstöðu, betri umgjörð og betri þjálfurum hjá öðrum félögum. Hún hefur nokkuð til síns máls að ég held. Ég er viss um að félögin geri sitt allra besta, ef það er hins vegar hægt að gera betur en gert er í dag, þá þarf að breyta því og gera það betur. Það sem Íris Ásta á við, gildir að sjálfsögðu líka um karlaboltann.Dómararnir Ekki er hægt að spila handbolta án þess að hafa tvo menn (eða konur). En hvar eru konurnar? Ég gæti skrifað jafn langan pistil um flautuleikarana. Hins vegar hef ég ákveðið að gera það ekki. Þetta ætla ég þó að segja. Komið ykkur í form! Æfið á tímabilinu. Jafnvel allir saman þrisvar í viku. Það er ekki að ástæðulausu að báðir þjálfararnir eru yfirleitt brjálaðir út í dómgæsluna eftir hvern leik. Dómar fjölmiðla segja sitt líka. Þið getið betur! Mun, mun betur!Samningamál íslenskra leikmanna Í lokin langar mig að minnast á samningamál. Oftar en ekki heyrist af því að félög standi ekki við gerða samninga. Þetta félag hafi ekki borgað krónu til leikmanna allt árið, og að þetta félag skuldi þetta og hitt. Það skal tekið fram að þetta eru aðeins sögusagnir sem að heyrast. Hins vegar, vil ég benda öllum á að þegar skrifað hefur verið undir samninga, skiptir þá engu hvort að leikmaður eigi að fá 20 þúsund eða 900 þúsund fyrir tímabilið, þá skal það standa. Staðreyndin er sú, að félög reyna oft að sleppa við að borga ef að þau geta. Gildir einu hvort félögin eru íslensk eða útlensk. FH var t.d. dæmt til að greiða skaðabætur til leikmanna fyrir 1-2 árum síðan. Undirritaður vann um daginn dómsmál í Noregi eftir ólöglega uppsögn vegna „fjárhagsvandræða" Afar fáir fá háar greiðslur fyrir að stunda handbolta á Íslandi. Allir fá eitthvað, og þrátt fyrir að um okkar áhugamál sé að ræða, þá er þetta líka vinna. Hér þurfa bæði félögin og leikmennirnir að athuga undir hvað er verið að skrifa.Skortir leikmannasamtök Einnig finnst mér ótrúlegt að ekki séu til almennileg leikmannasamtök á Íslandi. Fyrir alla íþróttamenn og konur. Undirritaður hefur þó í hyggju að stofna eitt slíkt, með hagsmuni, leikmanna og þjálfara í huga. Þessi pistill verður vonandi til þess að fólk staldri aðeins við og hugsi sig um. Ég er ekki að biðja um þið verðið sammála mér í einu eða öllu. Langt í frá. En ef við ætlum að vera í topp átta í heiminum þurfum við að halda uppi umræðum, vera sammála eða ósammála og gera allt sem að við getum til að halda sem mestum gæðum í þjóðaríþróttinni. Íslenski handboltinn Pistillinn Tengdar fréttir Ég hafði val Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn "Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. 23. maí 2012 16:50 Pistillinn: Hver er þróun kvennahandboltans? Eftir að hafa fylgst með undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik hugsar maður hvert kvennahandknattleikurinn á Íslandi stefnir. 16. maí 2012 08:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Tvær góðar greinar hafa komið fram undanfarnar vikur, báðar um kvennahandbolta.Fjölluðu þær um hvernig hægt að bæta boltann og hvað beri að gera í því sambandi. Það ber að fagna þegar fólk kemur hugmyndum og umræðu af stað varðandi þjóðarsportið. Jón Gunnlaugur, þjálfari mfl kvenna hjá FH, kom með nokkrar góðar tillögur í sinni grein. Íris Ásta Pétusdóttir hjá Viborg kom svo með sína hlið á grein Jón Gunnlaugs. Báðar greinar vel skrifaðar og áhugaverðir punktar eins og áður sagði. Ég hef að sjálfsöðgu mínar skoðanir á hvernig mætti bæta íslenskan handbolta og langar mig að koma þeim á framfæri. Ég vil koma með hugmyndir frá yngri flokkum og upp í meistaraflokka. Ætla ég að hafa til hliðsjónar greinar þeirra Jóns Gunnlaugs og Írisar Ástu.Yngri flokka starfið Að mínu mati þarf að byrja á að skoða hvernig við getum bætt yngriflokkastarfið. Þar er mikill fjöldi iðkenda sem er frábært. Brottföll leikmanna verða alltaf og það er verkefni félagana að koma í veg fyrir það með góðum og menntuðum þjálfurum. Mörg félög geta lagað þann hlut en þó má ekki gleyma að mörg félög hafa í sínum röðum góða og menntaða þjálfara. Mínar hugmyndir eru annars þessar: Í 7. og 8. flokki á íþróttin aðeins að snúast um að hafa gaman. Kynna íþróttina á sem skemmtilegastan hátt og koma handbolta inn sem skemmtilegustu íþrótt sem hægt er að stunda. Mótin í þessum flokkum gefa krökkunum gríðarlega mikið og er alltaf jafn gaman að sjá þessi mót. 5 og 6. flokkur eru einnig gríðarlega skemmtilegir. Stundum er alveg ótrúlegt að sjá hvað ungir krakkar geta gert með bolta. Í seinni tíð hefur mér fundist sá galli vera að þjálfarar leggja of mikla áherslu á að vinna alla leiki og öll mót. Sjálfur þjálfaði ég þessa flokka og vildi þá alltaf vinna allt. Í seinni tíð hefur þetta snúist við hjá mér. Ég er kominn á þá skoðun að þjálfarar og ekki síst foreldrar eigi að leggja meiri vinnu í kennslu og lærdóm um sigur eða tap. Vissulega vilja allir vinna en það er ekki það sem mér finnst skipta máli í þessum flokkum. Það er ekkert mál að vera með klassa A-lið en svo slök B og C lið. Er ekki betra að vera með gott A lið, B lið og C lið? Með þessu er ég ekki að segja að það eigi að hætta að afhenda verðlaun, krýna Íslandsmeistara, besta leikmann mótsins, besta markmann, varnar- og sóknarmann. Það er þrátt fyrir allt mikilvægur hluti af boltanum og hvetur áfram þá sem að vinna til verðlauna.„Við erum bara að æfa okkur" Á einu 5. flokks móti sem að ég þjálfaði á spjallaði ég við þjálfara Fylkis sem að var með A-lið sitt úr 6 flokki á mótinu. Í spjalli okkar spurði ég hann hvort að það væri skynsamlegt þar sem að hann myndi tapa öllum sínum leikjum og tapa þeim stórt. Hann svaraði mér á afar skemmtilegan hátt og ég hugsa ennþá um þetta í dag, 12-13 árum seinna. Svar hans var nefnilega: „Það eina sem að ég segi við strákana inn í klefa er: „Strákar, úrslitin skipta engu máli. Við erum bara að æfa okkur"". Hrikalega góð söluræða hjá þjálfaranum, því hún svínvirkaði. Litlu Fylkisstrákarnir sem ekki áttu séns í nokkurt lið, börðust eins og ljón í öllum sínum leikjum og aldrei kom neikvætt orð frá þjálfara eða leikmanni. Ótrúlega vel gert. Fylkisliðið tapaði öllum sínum leikjum, en það skipti þá engu máli. Þeir voru bara að æfa sig fyrir næsta 6. flokks mót. Þetta er bara eitt dæmi hvernig á að þjálfa í 5 og 6 flokki. Það er mín skoðun að alvaran eigi að byrja í 4 flokki. Þá eru leikmenn orðnir 15-16 ára og vilja vinna leikina. Ekki verður keppnin minni í 3. og 2. flokki. Því eldri sem maður verður, því mikilvægara verður að vinna. Kennslunni er þó langt frá því að vera lokið. Það er óskynsamlegt að afskrifa leikmann sem ekki er bestur í 4. eða 3. flokki. Hann gæti orðið aðalmaðurinn í 2. flokki (eða unglingaflokki kvenna). Sumir taka út sinn þroska síðar en aðrir og springa síðan allt í einu út. Hugmyndir mínar eiga eflaust eftir að virka á suma eins og ég viti ekkert hvað ég er að tala um. Ef svo er skal ég rökstyðja mínar hugmyndir. Óska ég aðeins eftir því að þið hugsið út í þær í smá stund. Ég ætla ekki að fara út í neinar breytingar á 8.-5. flokk en minni á það sem ég skrifaði hér að ofan.Banna skiptingu milli varnar og sóknar Frá 4. flokki og upp í 2. flokk/unglingaflokk kvenna myndi ég vilja sá eftirfarandi breytingar: 1. Banna skiptingu á milli varnar og sóknar þar til komið er upp í mfl karla eða kvenna. Með því að gera það, verður leikmaður að geta spilað báðum megin á vellinum. Staðreyndin er sú að handbolti er að verða sífellt hraðari íþrótt og fáir þjálfarar vilja skipta á milli varnar og sóknar. Leikmenn verða því að leggja meira á sig varnarlega ef að þeir eru slakir þar til að fá að spila. Það sama á um slakan sóknarmann. Hér reynir líka á þjálfara að „búa" til sóknarmann úr „varnarmanni" og öfugt. Ef skipta skal þarf liðið að vera með boltann sem vill skipta. Að sjálfsögðu undantekning ef að leikmaður meiðist. 2. Öll lið þurfa að spila fleiri en eitt varnarafbrigði í hverjum leik. Það væri t.d. hægt að spila 6-0 í einum hálfleik og 5-1, 3-2-1, 4-2, 5+1 í seinnihálfleik. Með þessu þá læra leikmenn fleiri varnarafbrigði og verða betur undirbúnir fyrir mfl. karla eða kvenna. 3. Banna að taka úr umferð í öllum yngri flokkum. Það hjálpar engum leikmanni að vera tekinn úr umferð og standa á miðjunni allan leikinn. Hann/hún missir af sóknarleik og sá/sú sem tekur úr umferð missir allan varnarleik. Bendi hér á punkt 2. Leikmenn þurfa að læra að spila á móti góðum leikmönnum og tel ég það of einfalda lausn að bara taka úr umferð. Frekar myndi ég breyta mínu liði í 5+1 vörn til að „skerma" á leikmanninn.Frekar spila mikið í lakara liði Þar kem ég að meistaraflokki. Jón Gunnlaugur kom inn á það í sinni grein að Fram og Valur „sópi" til sín öllum ungum og efnilegum kvenleikmönnum á Íslandi. Þar með einoki liðin markaðinn á vissan hátt. Hann bendir á að það séu að sjálfsögðu leikmennirnir sem velji að fara í Fram eða Val. Það er eitthvað sem að hann skilur ekki og ég sjálfur ekki heldur. Frekar myndi ég vilja spila á fullu og vera í lykilhlutverki og reyna ár eftir ár að vinna titil, í stað þess að sitja á bekknum og vinna titil eftir titil og eiga „lítinn þátt" í að tryggja titilinn eða titlana. Íris Ásta skrifar í svari sínu til Jóns Gunnlaugs að hún hafi nú spilað í nokkrum liðum og umgjörðin sé allt önnur hjá þessum liðum. Hjá báðum félögum er mikill metnaður og mun betra að æfa með góðu liði í góðri aðstöðu en að spila á fullu í slöku liði með ekki eins góða aðstöðu. Það er vel hægt að taka undir með þeim báðum. Undirritaður þekkir til hjá Larvik í Noregi. Larvik er með langbesta liðið, langbestu leikmennina og lang bestu umgjörðina. Afar fáir leikmenn sem að fara í Larvik fara í önnur lið í Noregi. Hver er ástæðan? Umgjörðin er ekki sú sama. Það væri hægt að skrifa um þetta í marga daga. Íris Ásta er nefnilega ekki að tala tóma þvælu. Jón Gunnlaugur kemur inn á tvo mjög góða punkta í sinni grein. 1. Fækka í 12 á skýrslu til að „þvinga" leikmenn sem fá lítið að spila í önnur lið. 2. Að lið „fóstri" hvort annað. Staðreyndin er sú að Ísland er ekki stórasta land í heimi eins og ein kona sagði. En það eru varla fréttir. Þessari hugmynd, að hafa 12 á skýrslu, hef ég talað fyrir í nokkur ár. Öll liðin eru að berjast um bestu bitana og ég skil vel að lið eins og Fram og Valur kvennamegin og Haukar og Valur karlamegin hafi oftar en ekki vinningin þegar horft er til aðstöðu. Verði fækkað niður í 12 á skýrslu þá þyrfti einhver fjöldi leikmanna að finna sér önnur lið til að fá að spila. Þegar komið er upp í meistaraflokk eru afar fáir í þessu til að æfa 10 tíma á viku og sitja svo á bekknum þegar að því skemmtilegasta kemur. Ég er reyndar alveg til í að skoða að hafa 14 á skýrslu, svo fremi sem tveir leikmenn úr 3. flokki séu karla megin og tveir leikmenn úr unglingaflokki séu kvenna megin. Rúlla á þessum leikmönnum, gefa þeim tækifæri til að sjá hvernig þetta er, fara í rútu norður, sitja á bekknum allan tíman, þurfa að sjá um boltana o.s.frv.. Þegar tækifæri gefast fá þessir ungu leikmenn 5 mínútur hér og þar. Fósturshugmynd Jóns finnst mér líka vera góð. Þetta er þekkt fyrirbæri í Þýskalandi, þ.e.a.s að ákveðnir leikmenn (undir 21 árs held ég) hafi tvöfaldan „leikmannapassa". Gefum okkur að Fannar sem að spilar í Haukum fái afar lítið að spila í N1-deildinni. Þjálfarinn telji hann ekki tilbúinn og hann fær nánast ekkert að spila. Þjálfari Víkings í 1.deildinni telur sig hins vegar getað notað Fannar til að styrkja sitt lið og hjálpa félaginu að komast upp. Fannar gæti því notað þennan tvöfalda „passa" og spilað með báðum liðum. Hér græða allir. Haukar og Víkingur komast að samkomulagi um hvernig það verður með Fannar. Hvenær hann getur spilað með Víkingi og hvenar hann getur spilað með Haukum. Fannar fær fleiri leiki og jafnvel fleiri mínútur inni á vellinum. Fannar þarf heldur ekki að yfirgefa sitt félag. Það er ekki gott að segja hvernig best er að framkvæma þessa hugmynd en mér finnst þetta vera hugmynd sem þörf er á að ræða. Hvort hún sé möguleg og hvernig er þá best að útfæra hana. Eigum við að afmarka þetta við X aldur? Við töpum litlu á því að prófa þetta. Þrátt fyrir að ég tali hér karlamegin, meina ég að sjálfsögðu kvennamegin líka. Fyrir mér er það þannig að þjóðaríþróttin sé alltaf að slást við sjálfa sig. Við berjumst um bestu bitana, allir berjast um sömu peningana, meira að segja sum félög berjast um sömu æfingatíma og setja jafnvel æfingatíma hjá t.d. 5. flokki karla í handbolta og fótbolta á sama tíma. Hér er margt sem þarf að laga.Kvennahandboltinn Kvennahandbolti á Íslandi hefur verið í gríðarlegri sókn undanfarin ár. Stelpurnar komust inn á EM og eftir það inn á HM og stóðu sig frábærlega. Kannski komast þær aftur inn á EM í Hollandi þó það yrði enginn heimsendir takist það ekki. Kvennahandboltinn hefur ekki fengið þá athygli sem að hann hefur átt skilið. Þeir sem að stjórna í Efstaleiti virðast ekki hafa gert sér grein fyrir þeim árángri sem náðst hefur. Það toppaði sig algjörlega þegar ekki var sýnt frá fyrsta leik Vals og Fram í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn nú í vor. Ekki var sýnt úr öðrum leiknum. Það var einkarekin internetstöð, Sporttv.is sem var eini fjölmiðillinn sem að sá sér fært um að sýna frá síðari hálfleik. Vel gert Sporttv-menn! Þó svo karlaboltinnn sé númer eitt mega stelpurnar alls ekki sitja á hakanum. Gríðarlega mikilvægt er að klúbbar haldi úti mfl. karla og kvenna. Ungdómurinn þarf að hafa eitthvað til að líta upp til.Mistök í Breiðholtinu Minn góði klúbbur ÍR gerði á sínum tíma stór mistök. ÍR átti lið í 3. flokki kvenna sem var frábær. Þessi flokkur spilaði og vann allt i 3. flokki og stóð sig mjög vel í 2. flokki líka. Leikmennirnir sem að voru í þessum flokki voru á meðal annars: Dagný Skúladóttir, Drífa Skúladóttir, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir og Þórdís Brynjólfsdóttir. Þjálfari liðsins var Karl Erlingsson. Hann vildi að stofnaður yrði meistaraflokkur kvenna hjá ÍR. Það vildi ÍR ekki. Hvort sem að það var vegna þess að þeir töldu stúlkurnar of ungar eða hvort ekki var til nægt fjármagn veit ég ekki. Úr varð að þessar stelpur yfirgáfu félagið, fóru flestar ef ekki allar í FH og spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn sama ár. Spiluðu þær allar lykilhlutverk. Ekki löngu seinna kemur upp sama staða. ÍR á aftur frábæran flokk, sem innihélt meðal annars Jónu Margréti Ragnarsdóttur, Sólveigu Láru Kjærnested og Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfaðar af Aðalsteini Eyjólfssyni. Þær yfirgáfu líka allar uppeldisfélagið og fóru í Stjörnuna. Enn einn efnilegur leikmaðurinn sem hefur yfirgefið ÍR er Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem fór í Fram. Einnig er hægt að nefna, Rebekku Skúladóttur, Hönnu Lóu Skúladóttur, Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur, Tinnu Björk Halldórsdóttiu. Lilju Hauksdóttir og Bjarneyju Bjarnadóttir. Að ógleymdri drottningu Breiðholts, Hrafnhildi Skúladóttur sem fór til útlanda. Allar þær stelpur sem ég hef talið hér upp hafa spilað fyrir Íslands hönd en því miður er ekki ein einasta af þeim sem að spilar fyrir uppeldisfélagið, ÍR. Ég er 100% viss um að ef þessar stelpur væru í ÍR í dag, og það væri lagður sá metnaður í starfið eins og Íris Ásta segir að sé í Val og Fram, þá væri hvorki Íslands eða bikarmeistaratitillinn uppi í hillu í Vodafonehöllinni. Báðar dollurnar væru í ÍR-heimilinu. Og væru búnar að vera lengi. Þessi „dæmisaga" ætti að vera öllum klúbbum til varnaðar. Það er alveg á hreinu að allir ÍR-ingar sjá á eftir þessum stelpum og ekki einn einasti sem myndi ekki gera hlutina öðruvísi en þeir voru gerðir á sínum tíma. En þetta er jú fyrir all löngu síðan. Þessi „dæmisaga" sýnir hins vegar hversu mikilvægt það er að hafa mfl. karla og kvenna.Kitlar að spila í Evrópukeppni Fram og Val skil ég mjög vel. Auðvitað vilja þau hafa bestu leikmennina innan síns liðs, berjast um alla þá titla sem í boði eru og reyna jafnvel að komast langt í Evrópukeppni. Það vita allir sem að hafa spilað þjóðaríþróttina að Evrópukeppni kítlar alltaf og þrátt fyrir að maður detti út, fara þessar Evrópuferðir seint úr minningunni. Hér kemur að punktinum sem að Íris Ásta talaði um. Metnaðurinn hjá Val er meiri en hjá öðrum félugum. Valur er einnig með langbestu aðstöðu landsins. Það er enginn sem að toppar Vodafonehöllina. Íris Ásta óskaði eftir meiri metnaði, betri aðstöðu, betri umgjörð og betri þjálfurum hjá öðrum félögum. Hún hefur nokkuð til síns máls að ég held. Ég er viss um að félögin geri sitt allra besta, ef það er hins vegar hægt að gera betur en gert er í dag, þá þarf að breyta því og gera það betur. Það sem Íris Ásta á við, gildir að sjálfsögðu líka um karlaboltann.Dómararnir Ekki er hægt að spila handbolta án þess að hafa tvo menn (eða konur). En hvar eru konurnar? Ég gæti skrifað jafn langan pistil um flautuleikarana. Hins vegar hef ég ákveðið að gera það ekki. Þetta ætla ég þó að segja. Komið ykkur í form! Æfið á tímabilinu. Jafnvel allir saman þrisvar í viku. Það er ekki að ástæðulausu að báðir þjálfararnir eru yfirleitt brjálaðir út í dómgæsluna eftir hvern leik. Dómar fjölmiðla segja sitt líka. Þið getið betur! Mun, mun betur!Samningamál íslenskra leikmanna Í lokin langar mig að minnast á samningamál. Oftar en ekki heyrist af því að félög standi ekki við gerða samninga. Þetta félag hafi ekki borgað krónu til leikmanna allt árið, og að þetta félag skuldi þetta og hitt. Það skal tekið fram að þetta eru aðeins sögusagnir sem að heyrast. Hins vegar, vil ég benda öllum á að þegar skrifað hefur verið undir samninga, skiptir þá engu hvort að leikmaður eigi að fá 20 þúsund eða 900 þúsund fyrir tímabilið, þá skal það standa. Staðreyndin er sú, að félög reyna oft að sleppa við að borga ef að þau geta. Gildir einu hvort félögin eru íslensk eða útlensk. FH var t.d. dæmt til að greiða skaðabætur til leikmanna fyrir 1-2 árum síðan. Undirritaður vann um daginn dómsmál í Noregi eftir ólöglega uppsögn vegna „fjárhagsvandræða" Afar fáir fá háar greiðslur fyrir að stunda handbolta á Íslandi. Allir fá eitthvað, og þrátt fyrir að um okkar áhugamál sé að ræða, þá er þetta líka vinna. Hér þurfa bæði félögin og leikmennirnir að athuga undir hvað er verið að skrifa.Skortir leikmannasamtök Einnig finnst mér ótrúlegt að ekki séu til almennileg leikmannasamtök á Íslandi. Fyrir alla íþróttamenn og konur. Undirritaður hefur þó í hyggju að stofna eitt slíkt, með hagsmuni, leikmanna og þjálfara í huga. Þessi pistill verður vonandi til þess að fólk staldri aðeins við og hugsi sig um. Ég er ekki að biðja um þið verðið sammála mér í einu eða öllu. Langt í frá. En ef við ætlum að vera í topp átta í heiminum þurfum við að halda uppi umræðum, vera sammála eða ósammála og gera allt sem að við getum til að halda sem mestum gæðum í þjóðaríþróttinni.
Íslenski handboltinn Pistillinn Tengdar fréttir Ég hafði val Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn "Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. 23. maí 2012 16:50 Pistillinn: Hver er þróun kvennahandboltans? Eftir að hafa fylgst með undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik hugsar maður hvert kvennahandknattleikurinn á Íslandi stefnir. 16. maí 2012 08:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Ég hafði val Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn "Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. 23. maí 2012 16:50
Pistillinn: Hver er þróun kvennahandboltans? Eftir að hafa fylgst með undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik hugsar maður hvert kvennahandknattleikurinn á Íslandi stefnir. 16. maí 2012 08:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti