Innlent

Par reyndi að ræna apótek á Akureyri

Ekki hefur enn verið hægt að yfirheyra karl og konu á þrítugsaldri, sem handtekinn voru eftir ránstilraun í apóteki á Akureyri í gær, þar sem fíkniefnavíma er ekki runnin af þeim.

Þau fóru grímuklædd inn um bakdyr, vopnuð kúbeini, og slógu apótekarann með því í höfuðið. Hann hlaut aðeins skrámur, og snérist til varna. Tókst honum ásamt tveimur öðrum að yfirbuga fólkið og halda því þartil löregla kom á vettvang og handtók það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×