Hoffenheim vill að Gylfi tryggi framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2012 16:09 Nordicphotos/Getty Knattspyrnumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni hefur verið gefið frí frá æfingum með Hoffenheim út mánuðinn. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Hoffenheim vilji að Gylfa takist að tryggja framtíð sína í enska boltanum. „Gylfi Sigurdsson missir af upphafi undirbúningstímabilsins með TSG 1899 Hoffenheim. Frí hans hefur verið lengt til 30. júní að hans ósk," segir í yfirlýsingunni frá þýska félaginu. Aðrir leikmenn félagsins mæta til æfinga næstkomandi mánudag. „Félagið vill að leikmanninum 22 ára takist að tryggja framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Ýmislegt bendir til þess að Gylfi gangi til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Brendan Rodgers, nýr knattstpyrnustjóri Liverpool, fékk Gylfa til Englands á síðustu leiktíð að láni frá þýska félaginu. Þá stýrði Rodgers Swansea þar sem óhætt er að segja að Gylfi hafi farið á kostum. Flest benti til þess að Gylfi yrði áfram í herbúðum Swansea en við brottför Rodgers til Liverpool breyttust aðstæður. Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim sem á sínum tíma spilaði með Liverpool, segir best fyrir alla að Gylfi reyni að ganga frá sínum málum á Englandi. „Gylfi vill vera áfram á Englandi og á í samningaviðræðum þar," segir Babbel að því er fram kemur á vefsíðunni Liverpoolecho.co.uk. Gangi samningar ekki eftir á Gylfi að mæta til æfinga hjá Hoffenheim um mánaðarmótin. Þýski boltinn Tengdar fréttir Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09 Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30 BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Knattspyrnumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni hefur verið gefið frí frá æfingum með Hoffenheim út mánuðinn. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Hoffenheim vilji að Gylfa takist að tryggja framtíð sína í enska boltanum. „Gylfi Sigurdsson missir af upphafi undirbúningstímabilsins með TSG 1899 Hoffenheim. Frí hans hefur verið lengt til 30. júní að hans ósk," segir í yfirlýsingunni frá þýska félaginu. Aðrir leikmenn félagsins mæta til æfinga næstkomandi mánudag. „Félagið vill að leikmanninum 22 ára takist að tryggja framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Ýmislegt bendir til þess að Gylfi gangi til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Brendan Rodgers, nýr knattstpyrnustjóri Liverpool, fékk Gylfa til Englands á síðustu leiktíð að láni frá þýska félaginu. Þá stýrði Rodgers Swansea þar sem óhætt er að segja að Gylfi hafi farið á kostum. Flest benti til þess að Gylfi yrði áfram í herbúðum Swansea en við brottför Rodgers til Liverpool breyttust aðstæður. Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim sem á sínum tíma spilaði með Liverpool, segir best fyrir alla að Gylfi reyni að ganga frá sínum málum á Englandi. „Gylfi vill vera áfram á Englandi og á í samningaviðræðum þar," segir Babbel að því er fram kemur á vefsíðunni Liverpoolecho.co.uk. Gangi samningar ekki eftir á Gylfi að mæta til æfinga hjá Hoffenheim um mánaðarmótin.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09 Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30 BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09
Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30
BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45