Hoffenheim vill að Gylfi tryggi framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2012 16:09 Nordicphotos/Getty Knattspyrnumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni hefur verið gefið frí frá æfingum með Hoffenheim út mánuðinn. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Hoffenheim vilji að Gylfa takist að tryggja framtíð sína í enska boltanum. „Gylfi Sigurdsson missir af upphafi undirbúningstímabilsins með TSG 1899 Hoffenheim. Frí hans hefur verið lengt til 30. júní að hans ósk," segir í yfirlýsingunni frá þýska félaginu. Aðrir leikmenn félagsins mæta til æfinga næstkomandi mánudag. „Félagið vill að leikmanninum 22 ára takist að tryggja framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Ýmislegt bendir til þess að Gylfi gangi til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Brendan Rodgers, nýr knattstpyrnustjóri Liverpool, fékk Gylfa til Englands á síðustu leiktíð að láni frá þýska félaginu. Þá stýrði Rodgers Swansea þar sem óhætt er að segja að Gylfi hafi farið á kostum. Flest benti til þess að Gylfi yrði áfram í herbúðum Swansea en við brottför Rodgers til Liverpool breyttust aðstæður. Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim sem á sínum tíma spilaði með Liverpool, segir best fyrir alla að Gylfi reyni að ganga frá sínum málum á Englandi. „Gylfi vill vera áfram á Englandi og á í samningaviðræðum þar," segir Babbel að því er fram kemur á vefsíðunni Liverpoolecho.co.uk. Gangi samningar ekki eftir á Gylfi að mæta til æfinga hjá Hoffenheim um mánaðarmótin. Þýski boltinn Tengdar fréttir Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09 Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30 BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira
Knattspyrnumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni hefur verið gefið frí frá æfingum með Hoffenheim út mánuðinn. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Hoffenheim vilji að Gylfa takist að tryggja framtíð sína í enska boltanum. „Gylfi Sigurdsson missir af upphafi undirbúningstímabilsins með TSG 1899 Hoffenheim. Frí hans hefur verið lengt til 30. júní að hans ósk," segir í yfirlýsingunni frá þýska félaginu. Aðrir leikmenn félagsins mæta til æfinga næstkomandi mánudag. „Félagið vill að leikmanninum 22 ára takist að tryggja framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Ýmislegt bendir til þess að Gylfi gangi til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Brendan Rodgers, nýr knattstpyrnustjóri Liverpool, fékk Gylfa til Englands á síðustu leiktíð að láni frá þýska félaginu. Þá stýrði Rodgers Swansea þar sem óhætt er að segja að Gylfi hafi farið á kostum. Flest benti til þess að Gylfi yrði áfram í herbúðum Swansea en við brottför Rodgers til Liverpool breyttust aðstæður. Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim sem á sínum tíma spilaði með Liverpool, segir best fyrir alla að Gylfi reyni að ganga frá sínum málum á Englandi. „Gylfi vill vera áfram á Englandi og á í samningaviðræðum þar," segir Babbel að því er fram kemur á vefsíðunni Liverpoolecho.co.uk. Gangi samningar ekki eftir á Gylfi að mæta til æfinga hjá Hoffenheim um mánaðarmótin.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09 Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30 BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira
Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09
Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30
BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45