Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Grindavík 2-0 Benedikt Bóas Hinriksson á Kópavogsvelli skrifar 15. júní 2012 10:31 Það þarf svo sem ekki að eyða of miklum orðum í þennan leik. Hann var alls ekki góður, sendingar lélegar, tæklingar fáar og lítið um baráttu. Þó voru Blikar alltaf aðeins á undan. Eftir að Ólafur henti sínum varamönnum inná, Guðmundi Péturssyni, Rafn Andra Haraldssyni og Jökli Elísabetarsyni inná varð takturinn meiri og betri. Þeir vildu þrjú stig og fengu þau. Fyrst skoraði Rafn Andri með sinni fyrstu snertingu. Fékk þá góða sendingu frá Kristni Jónssyni og Rafn kláraði vel. Skömmu síðar gulltryggði Guðmundur sigurinn með góðu marki eftir undirbúning Rafn Andra. Grindavíkurliðið var eitthvað bitlaust og andlaust. Margir að biðja um skiptingu í hitanum og margir sem einfaldlega lögðu lítið á sig til að ná í stigin. Þá hélt liðið boltanum aldrei og slíkt er erfitt. Annað. Áhorfendur voru 456. 456 takk fyrir. Það er skelfilegt. Aðstæður voru flottar, gott veður og sól í heiði. Það er skelfilegt hjá Kópavogsbúum að fjölmenna ekki til að styðja sitt lið. Grindvíkingar mættu nokkrir og öskruðu aðeins en betur má ef duga skal. Leikdagar um helgi er greinilega ekki málið - því miður. Ólafur Kristjánsson: Gummi góður„Gummi er góður og hann nýtti þesar 30 mínútur vel," sagði sáttur þjálfari Breiðabliks, Ólafur Kristjánsson eftir leikinn og var þar að tala um Guðmund Pétursson framherja liðsins. „Það þurfti þolinmæði til að klára þennan leik, oft sem þannig dugar við svona tilefni. Mér fannst við stjórna leiknum allan tímann. Það kom smá kafli um miðbik hálfleiks þar sem við misstum smá tökin en heilt yfir held ég að ég hafi talið tvö skot á markið frá Grindavík en öllu fleiri hjá okkur." Ólafur sagði að þetta væri spurning um smekk, hvort leikurinn hafi verið leiðinlegur á að horfa. Ítalskur bragur sagði hann og glotti. „Ég er búinn að lesa um marga leiki frá íþróttafréttamönnum þar sem leikirnir okkar eru sagði hrútleiðinlegir. Að sjálfsögðu var barátta. Liðin voru neðarlega í deildinni og vildu fá þrjú stig. Maður fer ekki úr glansfótbolta í baráttu. Þú ferð úr baráttu og vinnusemi yfir í að spila það sem mönnum finnst skemmtilegt. Mér fannst leikurinn góður af okkar hálfu. Við héldum boltanum ágætlega og vantaði oft herslumuninn að klára færið." Um áhorfendur sagði Ólafur. „Ég hrósa öllum þeim sem mættu." Guðjón Þórðarsson: Grátbáðu um skiptingu leið og illa gekk„Þetta eru mikil vonbrigði því við ætluðum okkur að fá eitthvað út úr þessum leik. Það er búin að vera stígandi í okkar leik undanfarið en hér í dag vorum við aldrei í takt og það vantaði ákefð í okkar menn - því fór sem fór," sagði Guðjón Þórðarsson þjálfari Grindavíkur en hann var brúnaþungur í leikslok. Ekki sáttur við framlag sinna leikmanna og alls ekki við hugarfarið. „Ég veit ekki hvort að menn hafi verið að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina, einhver annar tæki af skarið.Það var alltaf verið að bíða og horfa á manninn með boltann. Blikarnir voru að spila og færa og það var stanslaus hreyfing á þeim. Hjá okkur héldum við boltanum aldrei". „Í dag erum við í færi þegar Ondo fékk dauðafæri og McShane í síðari hálfleik. Annað var ekki eins alvarlegt. Menn verða að leggja sig meira fram og við sjáum muninn á viljanum hjá okkur og Blikunum. Það eru menn að biðja um skiptingu, nánast um leið og illa gengur. Það segir sitt um hugarfarið."Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var í landsfrægu fjólubláu peysunni í dag.DaníelGuðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur.Daníel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Það þarf svo sem ekki að eyða of miklum orðum í þennan leik. Hann var alls ekki góður, sendingar lélegar, tæklingar fáar og lítið um baráttu. Þó voru Blikar alltaf aðeins á undan. Eftir að Ólafur henti sínum varamönnum inná, Guðmundi Péturssyni, Rafn Andra Haraldssyni og Jökli Elísabetarsyni inná varð takturinn meiri og betri. Þeir vildu þrjú stig og fengu þau. Fyrst skoraði Rafn Andri með sinni fyrstu snertingu. Fékk þá góða sendingu frá Kristni Jónssyni og Rafn kláraði vel. Skömmu síðar gulltryggði Guðmundur sigurinn með góðu marki eftir undirbúning Rafn Andra. Grindavíkurliðið var eitthvað bitlaust og andlaust. Margir að biðja um skiptingu í hitanum og margir sem einfaldlega lögðu lítið á sig til að ná í stigin. Þá hélt liðið boltanum aldrei og slíkt er erfitt. Annað. Áhorfendur voru 456. 456 takk fyrir. Það er skelfilegt. Aðstæður voru flottar, gott veður og sól í heiði. Það er skelfilegt hjá Kópavogsbúum að fjölmenna ekki til að styðja sitt lið. Grindvíkingar mættu nokkrir og öskruðu aðeins en betur má ef duga skal. Leikdagar um helgi er greinilega ekki málið - því miður. Ólafur Kristjánsson: Gummi góður„Gummi er góður og hann nýtti þesar 30 mínútur vel," sagði sáttur þjálfari Breiðabliks, Ólafur Kristjánsson eftir leikinn og var þar að tala um Guðmund Pétursson framherja liðsins. „Það þurfti þolinmæði til að klára þennan leik, oft sem þannig dugar við svona tilefni. Mér fannst við stjórna leiknum allan tímann. Það kom smá kafli um miðbik hálfleiks þar sem við misstum smá tökin en heilt yfir held ég að ég hafi talið tvö skot á markið frá Grindavík en öllu fleiri hjá okkur." Ólafur sagði að þetta væri spurning um smekk, hvort leikurinn hafi verið leiðinlegur á að horfa. Ítalskur bragur sagði hann og glotti. „Ég er búinn að lesa um marga leiki frá íþróttafréttamönnum þar sem leikirnir okkar eru sagði hrútleiðinlegir. Að sjálfsögðu var barátta. Liðin voru neðarlega í deildinni og vildu fá þrjú stig. Maður fer ekki úr glansfótbolta í baráttu. Þú ferð úr baráttu og vinnusemi yfir í að spila það sem mönnum finnst skemmtilegt. Mér fannst leikurinn góður af okkar hálfu. Við héldum boltanum ágætlega og vantaði oft herslumuninn að klára færið." Um áhorfendur sagði Ólafur. „Ég hrósa öllum þeim sem mættu." Guðjón Þórðarsson: Grátbáðu um skiptingu leið og illa gekk„Þetta eru mikil vonbrigði því við ætluðum okkur að fá eitthvað út úr þessum leik. Það er búin að vera stígandi í okkar leik undanfarið en hér í dag vorum við aldrei í takt og það vantaði ákefð í okkar menn - því fór sem fór," sagði Guðjón Þórðarsson þjálfari Grindavíkur en hann var brúnaþungur í leikslok. Ekki sáttur við framlag sinna leikmanna og alls ekki við hugarfarið. „Ég veit ekki hvort að menn hafi verið að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina, einhver annar tæki af skarið.Það var alltaf verið að bíða og horfa á manninn með boltann. Blikarnir voru að spila og færa og það var stanslaus hreyfing á þeim. Hjá okkur héldum við boltanum aldrei". „Í dag erum við í færi þegar Ondo fékk dauðafæri og McShane í síðari hálfleik. Annað var ekki eins alvarlegt. Menn verða að leggja sig meira fram og við sjáum muninn á viljanum hjá okkur og Blikunum. Það eru menn að biðja um skiptingu, nánast um leið og illa gengur. Það segir sitt um hugarfarið."Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var í landsfrægu fjólubláu peysunni í dag.DaníelGuðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur.Daníel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira