Innlent

Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi

Aung San Suu Kyi.
Aung San Suu Kyi.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar).

Ávarpið flutti forseti ASÍ fyrir hönd Norrænu verkalýðshreyfingarinnar á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) í Genf.

Gylfi þakkaði Aung San Suu Kyi fórnfúsa baráttu hennar fyrir mannréttindum og ekki síður baráttu hennar fyrir réttindum launafólks í heimalandi sínu. Suu Kyi tekur nú við friðarverðlaunum Nóbels, 21 ári eftir að hún hlaut verðlaunin, en hún hefur setið í stofufangelsi í heimalandi sínu í áratugi.

Hægt er að lesa ræðu Gylfa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×