McLaren treystir á Button þrátt fyrir vonbrigði Birgir Þór Harðarson skrifar 12. júní 2012 06:00 Button hefur átt í vandræðum með að finna jafnvægi í McLaren-bílnum. Pirelli-dekkin eru gríðarlega viðkvæm og hafa mikil áhrif á gengi hans. nordicphotos/afp Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, er full fær um að snúa við blaðinu eftir fjögur léleg úrslit úr síðustu mótum, að mati yfirmanna McLaren liðsins. Button hefur aðeins skorað eitt stig í síðustu fjórum mótum fyrir McLaren-liðið og er áttundi í heimsmeistarabaráttunni. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, er efstur á blaði eftir sigurinn um helgina. Button hefur sagst vera hissa á slöku gengi í síðustu mótum eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem hann vann í Ástralíu og varð annar í Kína. "Við höfum ekki langtíma áhyggur af gengi Buttons," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, við veftímaritið Autosport. "Þessu fylgir bara pirringur og vonbrigði." "Jenson er frábær ökumaður og okkur tókst ekki að þjónusta hann nógu vel í Kanada. En við vitum að hann er sterkur andlega og lætur svona hluti ekki á sig fá. Hann mun halda haus og gæti vel orðið sá ökumaður sem vinnur fyrstur tvö mót í sumar." Button hefur átt í erfiðleikum með að finna jafnvægi í McLaren MP4-27 bílnum. Hann er vanalega sá ökuþór sem hefur besta stjórn á dekkjunum og fer vel með þau undir venjulegum kringumstæðum. Vandræði hans hafa þó gríðarleg áhrif á dekkin og í Kanada féll hann aftarlega í röðina vegna ofhitunar afturdekkjanna. Formúla Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, er full fær um að snúa við blaðinu eftir fjögur léleg úrslit úr síðustu mótum, að mati yfirmanna McLaren liðsins. Button hefur aðeins skorað eitt stig í síðustu fjórum mótum fyrir McLaren-liðið og er áttundi í heimsmeistarabaráttunni. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, er efstur á blaði eftir sigurinn um helgina. Button hefur sagst vera hissa á slöku gengi í síðustu mótum eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem hann vann í Ástralíu og varð annar í Kína. "Við höfum ekki langtíma áhyggur af gengi Buttons," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, við veftímaritið Autosport. "Þessu fylgir bara pirringur og vonbrigði." "Jenson er frábær ökumaður og okkur tókst ekki að þjónusta hann nógu vel í Kanada. En við vitum að hann er sterkur andlega og lætur svona hluti ekki á sig fá. Hann mun halda haus og gæti vel orðið sá ökumaður sem vinnur fyrstur tvö mót í sumar." Button hefur átt í erfiðleikum með að finna jafnvægi í McLaren MP4-27 bílnum. Hann er vanalega sá ökuþór sem hefur besta stjórn á dekkjunum og fer vel með þau undir venjulegum kringumstæðum. Vandræði hans hafa þó gríðarleg áhrif á dekkin og í Kanada féll hann aftarlega í röðina vegna ofhitunar afturdekkjanna.
Formúla Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira