Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2012 19:30 Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í hópi ráðherra og olíuforstjóra. Hægra megin við hana standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs. Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra var þar í hópi gesta og flutti erindi. Þar lýsti hún áformum Íslendinga á Drekasvæðinu og sagði íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að gera þurfi strangar öryggiskröfur til olíuborunar á heimskautasvæðinu. Hans Henrik Ramm segir að mikilvægasti gestur fundarins hafi þó verið innanríkisráðherra Bandaríkjanna, hinn valdamikli Ken Salazar, en undir hann heyra olíumál vestra. Ríkisstjórnir Rússlands, Kanada, Bretlands, Ástralíu sem og allra Norðurlandanna voru meðal þeirra sem sendu fulltrúa sína. Forystumenn stærstu olíufélaga heims tóku einnig þátt í ráðstefnunni; ExxonMobil, Shell, BP, Statoil, ConocoPhillips og Cazprom. Olíumálaráðherra Íslands. Fyrir aftan standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs og ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og Norðurslóða.Greinarhöfundur hrósar norska olíumálaráðherranum fyrir skýra framtíðarsýn til norðurs og fyrir stjórnkænsku. Hann hafi notað tækifærið til að kynna 22. olíuleitarútboð Noregs sem muni setja olíuvinnslu í Barentshafi virkilega á fulla ferð. Þar er meðal annars opnað á olíuleit norðan 74. breiddargráðu. Jafnframt hafi ráðherrann viðrað þá langtímasýn að olíuvinnsla færðist ennþá nær Norðurpólnum á næstu 25-30 árum og alla leið að hafísröndinni í Norður-Íshafinu, að því tilskyldu að öryggi væri tryggt og tækni leyfði. Engin ástæða væri til að stöðva í suðurhluta Barentshafs. Hans Henrik Ramm segir að ekki muni skorta mótmæli frá grænum þrýstihópum en segir að þeir muni tala fyrir daufum eyrum enda með tapað spil nú þegar. Tengdar fréttir Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17 Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02 Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra var þar í hópi gesta og flutti erindi. Þar lýsti hún áformum Íslendinga á Drekasvæðinu og sagði íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að gera þurfi strangar öryggiskröfur til olíuborunar á heimskautasvæðinu. Hans Henrik Ramm segir að mikilvægasti gestur fundarins hafi þó verið innanríkisráðherra Bandaríkjanna, hinn valdamikli Ken Salazar, en undir hann heyra olíumál vestra. Ríkisstjórnir Rússlands, Kanada, Bretlands, Ástralíu sem og allra Norðurlandanna voru meðal þeirra sem sendu fulltrúa sína. Forystumenn stærstu olíufélaga heims tóku einnig þátt í ráðstefnunni; ExxonMobil, Shell, BP, Statoil, ConocoPhillips og Cazprom. Olíumálaráðherra Íslands. Fyrir aftan standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs og ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og Norðurslóða.Greinarhöfundur hrósar norska olíumálaráðherranum fyrir skýra framtíðarsýn til norðurs og fyrir stjórnkænsku. Hann hafi notað tækifærið til að kynna 22. olíuleitarútboð Noregs sem muni setja olíuvinnslu í Barentshafi virkilega á fulla ferð. Þar er meðal annars opnað á olíuleit norðan 74. breiddargráðu. Jafnframt hafi ráðherrann viðrað þá langtímasýn að olíuvinnsla færðist ennþá nær Norðurpólnum á næstu 25-30 árum og alla leið að hafísröndinni í Norður-Íshafinu, að því tilskyldu að öryggi væri tryggt og tækni leyfði. Engin ástæða væri til að stöðva í suðurhluta Barentshafs. Hans Henrik Ramm segir að ekki muni skorta mótmæli frá grænum þrýstihópum en segir að þeir muni tala fyrir daufum eyrum enda með tapað spil nú þegar.
Tengdar fréttir Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17 Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02 Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17
Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02
Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30