
Stuðningsgrein: Kjósandi góður
Ef svo er kjóstu Þóru.
Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við?
Ef svo er kjóstu Þóru.
Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum?
Ef svo er kjóstu Þóru.
Vilt þú forseta, sem virðir hefðbundna túlkun á stjórnarskránni og er reiðubúinn að gangast undir siðareglur, sem jafnvel aðrir en hann sjálfur fá að setja embættinu?
Ef svo er kjóstu Þóru.
Vilt þú forseta, sem ekki er saurgaður af óhaminni framgöngu sinni í pólitískum hráskinnaleik og leðjuslag fyrr og nú?
Ef svo er kjóstu Þóru.
Vilt þú forseta, sem líklegur er til að veita réttkjörnum stjórnvöldum komandi ára eðlilegan vinnufrið og starfsaðstæður?
Ef svo er kjóstu Þóru.
Vilt þú forseta, sem gæti orðið tákn um bættan og siðlegri hugsunarhátt hrunþjóðarinnar?
Ef svo er kjóstu Þóru.
Vilt þú forseta með svo hriflujónasarlegt sjálfsálit að hann telji sér heimilt að tækifæristúlka stjórnarskrána og sniðganga viðteknar, óskráðar siðareglur og telji sig einan færan um að bjarga þjóð sinni úr þrengingum?
Ef svo er sittu þá heima á kjördag.
Vilt þú forseta, sem getur skipt um hugsjónir og vopnabræður líkt og nærföt?
Ef svo er sittu þá heima á kjördag.
Vilt þú að forsetinn nýti embætti sitt til að ganga erinda og ryðja braut óvönduðum fjárglæframönnum og vera klappstýra þeirra?
Ef svo er sittu þá heima á kjördag.
Vilt þú forseta, sem beitir lýðskrumi til að draga úr óvinsældum flekkaðs ferils síns með því að oftúlka mikilvægi einstakra ágreiningsefna?
Ef svo er sittu þá heima á kjördag.
Vilt þú forseta, sem hlotið hefur áfellisdóm í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir það að hafa fullur þjóðernishroka beitt blekkingum í þágu braskara?
Ef svo er sittu þá heima á kjördag og reyndu að skammast þín.
Vilt þú taka þátt í að skapa nýtt Ísland og hreinsa burt leifar þess spillta karlaveldis, er olli og tók þátt í hruninu, og yngja þannig upp ásjónu þjóðarinnar út á við?
Ef svo er kjóstu Þóru. Annars eyðirðu atkvæðinu þínu til einskis.
Skoðun

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu.
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar