Stuðningsgrein: Að hafa áhrif á samfélag sitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2012 16:00 Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna. Sumir gera þetta í gegnum flokkspólitísk félög. Það er ekkert skrítið við að það fólk sem vill hafa áhrif á samfélag sitt sé áberandi í kringum frambjóðendur til forseta, jafnvel fólk sem hefur reynslu af að starfa í kringum framboð og kosningar, fólk sem nú eða áður hefur tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Það er þó ekki hægt að segja að það sé einslitt landslag af fólki sem starfar með tilteknum frambjóðendum, allir frambjóðendur leita leynt og ljóst til fólks með reynslu, eðlilega. Sumir hafa eigin reynslu af framboði á öðrum vettvangi, svo sem innan frjálsra félagasamtaka og einn frambjóðandi reynslu af forsetaframboði. Að stimpla eitt framboð fremur en annað með flokksstimpli þegar þar má finna fólk úr öllum flokkum er ósanngjarnt. Engum dettur í hug að stimpla framboðið foreldrafélagi tiltekins skóla sem ég starfa með, þó ég sé stuðningskona þess. Sem betur fer á forseti Íslands ekki að standa í kappræðum um pólitísk þrætumál. Það er ekki merki um skoðanaleysi að hafa ekki gert upp hug sinn varðandi ESB þegar enginn samningur liggur fyrir. Og það ber vott um virðingu fyrir lýðræði að gefa ekki upp skoðanir á flokkspólitískum málum, heldur benda á hvað sameinar þjóðina. Kappræður eru ekki rétti vettvangurinn að velja forseta útfrá, þó það kunni að vera eðlilegt þegar valið er milli pólitískra frambjóðenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Betra er að hlýða á ávörp, lesa ræður og velja útfrá því. Forseti þarf ekki að hugsa hratt heldur yfirvegað. Þess vegna skipta gildi og nærvera meira máli en snjallasta svarið, að tala mest, grípa framí fyrir öðrum og taka yfir stjórn umræðuþátta. Ég vel minn forsetaframbjóðanda með því að athuga með hverjum finn ég samhljóm en ekki hvaða frambjóðandi skýtur fastast að öðrum frambjóðendum og spælir flesta. Sumt fólk kallar eftir sterkum leiðtoga. Til hvers? Svo við þurfum ekki að hugsa sjálf? Taka gagnrýnislítið við leiðbeiningum frá öðrum? Gerðum við ekki nóg af því í aðdraganda hrunsins og sitjum sjálf uppi með greiðslur af óráðsíu sterkra leiðtoga á sviði viðskipta og stjórnmála? Sem varði sparifé í bönkum en ekki sparifé í íbúðaeignum, svo að fámennur hluti eignafólks hélt sínu en megin þorrinn situr uppi með stökkbreytt húsnæðislán. Þá höfðum við sterka leiðtoga. Ég hef ekki efni á fleiri slíkum skellum í bráð. Ég ber ábyrgð á þeim sem ég kaus til alþingis þá, nú og bráðum. Það verða alþingiskosningar innan 10 mánaða frá því að nýtt kjörtímabil forseta hefst. Ég treysti mér og öðrum til að kjósa til alþingis fólk sem við treystum og ég þarf ekki að kjósa forseta sem passar mig fyrir fólkinu sem ég kýs til alþingis, þá ábyrgð verð ég að bera sjálf. Það erum við hin sömu sem kjósum hvoru tveggja, forseta og alþingi. Ég vil forseta sem ég tel getað samsamað sig fólki og aðstæðum þess. Ég vil forseta sem þykir vænt um fólk. Ég vel Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna. Sumir gera þetta í gegnum flokkspólitísk félög. Það er ekkert skrítið við að það fólk sem vill hafa áhrif á samfélag sitt sé áberandi í kringum frambjóðendur til forseta, jafnvel fólk sem hefur reynslu af að starfa í kringum framboð og kosningar, fólk sem nú eða áður hefur tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Það er þó ekki hægt að segja að það sé einslitt landslag af fólki sem starfar með tilteknum frambjóðendum, allir frambjóðendur leita leynt og ljóst til fólks með reynslu, eðlilega. Sumir hafa eigin reynslu af framboði á öðrum vettvangi, svo sem innan frjálsra félagasamtaka og einn frambjóðandi reynslu af forsetaframboði. Að stimpla eitt framboð fremur en annað með flokksstimpli þegar þar má finna fólk úr öllum flokkum er ósanngjarnt. Engum dettur í hug að stimpla framboðið foreldrafélagi tiltekins skóla sem ég starfa með, þó ég sé stuðningskona þess. Sem betur fer á forseti Íslands ekki að standa í kappræðum um pólitísk þrætumál. Það er ekki merki um skoðanaleysi að hafa ekki gert upp hug sinn varðandi ESB þegar enginn samningur liggur fyrir. Og það ber vott um virðingu fyrir lýðræði að gefa ekki upp skoðanir á flokkspólitískum málum, heldur benda á hvað sameinar þjóðina. Kappræður eru ekki rétti vettvangurinn að velja forseta útfrá, þó það kunni að vera eðlilegt þegar valið er milli pólitískra frambjóðenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Betra er að hlýða á ávörp, lesa ræður og velja útfrá því. Forseti þarf ekki að hugsa hratt heldur yfirvegað. Þess vegna skipta gildi og nærvera meira máli en snjallasta svarið, að tala mest, grípa framí fyrir öðrum og taka yfir stjórn umræðuþátta. Ég vel minn forsetaframbjóðanda með því að athuga með hverjum finn ég samhljóm en ekki hvaða frambjóðandi skýtur fastast að öðrum frambjóðendum og spælir flesta. Sumt fólk kallar eftir sterkum leiðtoga. Til hvers? Svo við þurfum ekki að hugsa sjálf? Taka gagnrýnislítið við leiðbeiningum frá öðrum? Gerðum við ekki nóg af því í aðdraganda hrunsins og sitjum sjálf uppi með greiðslur af óráðsíu sterkra leiðtoga á sviði viðskipta og stjórnmála? Sem varði sparifé í bönkum en ekki sparifé í íbúðaeignum, svo að fámennur hluti eignafólks hélt sínu en megin þorrinn situr uppi með stökkbreytt húsnæðislán. Þá höfðum við sterka leiðtoga. Ég hef ekki efni á fleiri slíkum skellum í bráð. Ég ber ábyrgð á þeim sem ég kaus til alþingis þá, nú og bráðum. Það verða alþingiskosningar innan 10 mánaða frá því að nýtt kjörtímabil forseta hefst. Ég treysti mér og öðrum til að kjósa til alþingis fólk sem við treystum og ég þarf ekki að kjósa forseta sem passar mig fyrir fólkinu sem ég kýs til alþingis, þá ábyrgð verð ég að bera sjálf. Það erum við hin sömu sem kjósum hvoru tveggja, forseta og alþingi. Ég vil forseta sem ég tel getað samsamað sig fólki og aðstæðum þess. Ég vil forseta sem þykir vænt um fólk. Ég vel Þóru.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun