Innlent

Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Ólína efast um þennan rökstuðning Vinnslustöðvarinnar.
Ólína efast um þennan rökstuðning Vinnslustöðvarinnar. Fréttablaðið/Hari
„Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Greint hefur verið frá því að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hafi ákveðið að segja upp 41 starfsmanni. Þá verður uppsjávarveiðiskipið Gandí VE sett á söluskrá.

Í fréttatilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að ekki ætti að koma á óvart að til slíkra tíðinda drægi: „Allra síst stjórnvöldum landsins og alþingismönnum sem samþykktu nú síðast stórhækkun veiðigjalda þvert á viðvaranir úr öllum áttum," segir í tilkynningunni.

Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar.
Ólína efast um þennan rökstuðning Vinnslustöðvarinnar. Þá telur hún að félagið beini spjótum sínum að breytingu á veiðigjöldum til að færa rök fyrir niðurskurði í starfsrekstri.

Þá hafi kaup fyrirtækisins á uppsjávarveiðiskipinu Gandí VE ekki skilað þeim árangri sem stjórnendur fyrirtækisins hafi vænst enda hafi forsendur breyst í uppsjávarveiðum. „Nú þurfa þeir að draga saman seglin og endurskoða þessa ákvörðun," segir Ólína.

„Þetta er fyrirtæki sem greiddi sér og eigendum sínum veglegan arð á síðustu árum, meir að segja á tímum þegar framlegð í sjávarútvegi var lítil."

„Ég held að við megum búast við fréttum af þessu tagi," segir Ólína. „Þegar menn fara að leiðrétta eigin rekstrarákvarðanir og beita síðan fyrir sig veiðigjaldinu sem skýringu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×