Fótbolti

Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Árnason.
Þorvaldur Árnason. Mynd/Daníel
Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Leikurinn fer fram í San Marínó og Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari verður svo Erlendur Eiríksson.Leikið verður í Serravalle og fer leikurinn fram þriðjudaginn 10. júlí.

Þetta er í fyrsta sinn sem Þorvaldur Árnason dæmir í Meistaradeild UEFA en hann dæmdi í leik í Evrópudeild UEFA í fyrrasumar en það var leikur á milli Banga frá Litháen og Qarabag frá Aserbaídsjan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×