ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði fyrri dag tugþrautarkeppninnar á Evrópumótinu í frjálsum með því að ná góðu 400 metra hlaupi. Einar Daði hljóp 400 metrana á 49.07 sekúndum og er í 9. sæti eftir fyrri daginn.
Einar Daði hefur náð í 4097 stig eftir fyrstu fimm greinarnar en hann var með 4130 stig eftir fyrri dag í sinni bestu þraut í Tékklandi fyrr í þessum mánuði. Einar gerði betur í hlaupunum (100 og 400 metrum) en gekk ekki eins vel í stökkunum (Lang- og hástökk) og í kúlunni.
Einar var í áttunda sæti eftir greinar tvö, þrjú og fjögur en datt niður um eitt sæti eftir lokagrein dagsins. Hann fékk flest stig í dag fyrir að stökkva 7,33 metra í langstökki.
Einar Daði er 13 stigum á eftir Rússanum Ilya Shkurenyov sem er í 8. sætinu og 61 stigi á undan Hvít-Rússanum Mikalai Shubianiok sem er í 10. sæti. Úkraínumaðurinn Oleksiy Kasyanov er efstur með 3446 stig eða 207 stigum meira en Einar.
Samanburður á árangri Einars Daða á síðustu þremur mótum:
100 metra hlaup
Á EM í Helsinki - 11,11 sek 836 stig
Í Kladno - 11,23 sek 810 stig
Á Ítalíu - 11.24 sek 808 stig
Langstökk
Á EM í Helsinki - 7,33 metrar 893 stig
Í Kladno - 7,35 metrar 898 stig
Á Ítalíu - 7,16 metrar 852 stig
Kúluvarp
Á EM í Helsinki - 13,65 metrar 707 stig
Í Kladno - 13,99 metrar 728 stig
Á Ítalíu - 13.50 metrar 698 stig
Hástökk
Á EM í Helsinki - 2,00 metrar 803 stig
Í Kladno - 2,04 metrar 840 stig
Á Ítalíu - 1,98 metrar 785 stig
400 metra hlaup
Á EM í Helsinki - 49,07 sekúndur 858 stig
Í Kladno - 49,16 sekúndur 854 stig
Á Ítalíu - 49,55 sekúndur 835 stig
Samtals eftir fyrri dag
Á EM í Helsinki - 4097 stig
Í Kladno - 4130 stig
Á Ítalíu - 3978 stig
Sport