Bandaríkjamaðurinn Maurice Greene, fyrrum Ólympíumeistari, Heimsmeistari og heimsmethafi í 100 metra hlaupi, hefur enga trú á því að Usain Bolt takist að setja nýtt heimsmet í 100 metrunum á Ólympíuleikunum í London.
„Ég er viss um að hann bætir ekki heimsmetið sitt í London. Hann er ekki í sama formi og hann var fyrir fjórum árum og hefur verið í vandræðum í byrjun hlaupa sinna," sagði Maurice Greene.
Usain Bolt sló heimsmetið í 100 og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bætti þau síðan bæði á HM í Berlín ári seinna. Heimsmetið í 100 metra hlaupi er 9.58 sekúndur og hefur nú staðið í að verða þrjú ár.
Maurice Greene vann 100 metrana á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og tók síðan bronsið í Aþenu fjórum árum síðar. Hann hljóp 100 metrana hraðast á 9.79 sekúndum sem var heimsmet frá 16. júní 1999 til 14. sepetmber 2002.
Greene hefur enga trú á því að Bolt setji heimsmet á ÓL í London
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



