Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 3-0 | Bikarmeistararnir áfram Kristján Óli Sigurðsson á KR-velli skrifar 26. júní 2012 15:51 Mynd/Anton KR-ingar unnu góðan sigur á Breiðabliki í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Sjálfsmark Kristins Jónssonar í fyrri hálfleik ásamt tveimur mörkum frá Kjartani Henry Finnbogasyni og Þorsteini Má Ragnarssyni á lokamínútum leiksins tryggðu ríkjandi bikarmeisturum farseðil í 8-liða úrslitin. Blikar byrjuðu leikinn af krafti án þess þó að skapa sér teljandi marktækifæri. Það var þeim mikið áfall að fá á sig slysalegt sjálfsmark þar sem Kristinn Jónsson setti boltann í eigið net eftir misskilning við Ingvar Þór Kale markmann Breiðabliks á 18. mínútu Eftir markið einkennist það sem eftir lifði af fyrri hálfleik af mikilli baráttu. Leikmenn létu finna vel fyrir sér og lét dómari leiksins Þóroddur Hjaltalín menn komast upp með skrautlegar tæklingar og að rífa kjaft af villd. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri þar sem Blikarnir stjónuðu leiknum en fundu fáar glufur á vörn KR-inga. Fyrsta alvöru færi þeirra í leiknum kom eftir rúmlega klukkutíma leik þegar besti maður gestanna, Gísli Páll Helgason, prjónaði sig í gegnum vörn KR en skot hans fór hárfínt yfir markið. Þrátt fyrir að fjölga í sókninni náðu Blikarnir ekki að jafna leikinn. KR-ingar gerðu út um leikinn á síðustu mínútunum með tveimur mörkum. Fyrst skoraði Kjartan Henry Finnbogason eftir laglegan undirbúning Þorsteins Más Ragnarsson. Þorsteinn innsiglaði svo sigur ríkjandi bikarmeistara í uppbótartíma þegar hann fylgdi eftir stangarskoti varamannsins Dofra Snorrasonar. Í millitíðinni var Ingvar Þór Kale sendur í sturtu með sitt annað gula spjald fyrir að handleika knöttinn fyrir utan teig. Ansi vafasamur dómur hjá Þóroddi Hjaltalín sem átti alls ekki sinn besta leik á flautunni í kvöld. Bikardraumur Breiðabliks er því úr sögunni í ár. Það verða KR-ingar sem verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á morgun. Þeir urðu þó fyrir áfalli í leiknum í kvöld þar sem Bjarni Guðjónsson fyrirliði þeirra þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik meiddur í baki. Rúnar : Allt annað að sjá til leikmanna en í síðasta leikRúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur í leikslok. „Ég er gríðarlega sáttur við sigurinn. Þeir héldu boltanum betur en við án þess að reyna mikið á Hannes. Hann þurfti ekki að verja fyrr en í uppbótartíma þegar þeir voru orðnir einum færri. Mér fannst við fá fullt af tækifærum til að keyra skyndisóknir á þá en náðum ekki að nýta þau nægjanlega vel." Aðspurður um meisli Bjarna Guðjónssonar sagði Rúnar að hann sé búinn að vera tæpur í baki og það leiði niður í læri en vonaðist til þess að meiðslin væru ekki alvarleg. Ólafur: Vorum langt frá því sem við getumÓlafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var svekktur með að detta úr út bikarnum í kvöld. „Við vorum langt frá því sem við höfum verið að sýna og við getum.Við hættum eftir korter að spila og fórum að reyna of langar og erfiðar sendingar því fór sem fór.Við vorum bara ekki nógu sterkir fyrir þessa hindrun. Við reyndum ekki mikið á Hannes en við fengum fullt af möguleikum á fyrirgjöfum og gegnumbrotum sem við nýttum ekki." Ólafur var ekki sáttur við dómgæsluna og getur undirritaður skilið það. „Hann hafði ekki góð tök á leiknum og lét menn inná vellinum stjórna sér allverulega en við töpuðum leiknum ekki útaf því," sagði Ólafur Kristjánsson. Ingvar Kale. Væri óskandi að það væri hægt að áfrýja spjöldumIngvar Kale markvörður Breiðabliks var sendur í bað eftir að hafa fengið 2 gul spjöld. „Þetta var aldrei rautt og þið sjálið það betur í sjónvarpinu. Ég las Kjartan eins og opna bók og hann viðurkenndi það sjálfur eftir leikinn og það er grátlegt að geta ekki áfrýjað svona spjöldum eins og í útlöndum. Það er hrikalega sárt að detta út úr bikar svona því við fengum færi til að jafna í stöðunni 1–0," sagði Ingvar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
KR-ingar unnu góðan sigur á Breiðabliki í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Sjálfsmark Kristins Jónssonar í fyrri hálfleik ásamt tveimur mörkum frá Kjartani Henry Finnbogasyni og Þorsteini Má Ragnarssyni á lokamínútum leiksins tryggðu ríkjandi bikarmeisturum farseðil í 8-liða úrslitin. Blikar byrjuðu leikinn af krafti án þess þó að skapa sér teljandi marktækifæri. Það var þeim mikið áfall að fá á sig slysalegt sjálfsmark þar sem Kristinn Jónsson setti boltann í eigið net eftir misskilning við Ingvar Þór Kale markmann Breiðabliks á 18. mínútu Eftir markið einkennist það sem eftir lifði af fyrri hálfleik af mikilli baráttu. Leikmenn létu finna vel fyrir sér og lét dómari leiksins Þóroddur Hjaltalín menn komast upp með skrautlegar tæklingar og að rífa kjaft af villd. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri þar sem Blikarnir stjónuðu leiknum en fundu fáar glufur á vörn KR-inga. Fyrsta alvöru færi þeirra í leiknum kom eftir rúmlega klukkutíma leik þegar besti maður gestanna, Gísli Páll Helgason, prjónaði sig í gegnum vörn KR en skot hans fór hárfínt yfir markið. Þrátt fyrir að fjölga í sókninni náðu Blikarnir ekki að jafna leikinn. KR-ingar gerðu út um leikinn á síðustu mínútunum með tveimur mörkum. Fyrst skoraði Kjartan Henry Finnbogason eftir laglegan undirbúning Þorsteins Más Ragnarsson. Þorsteinn innsiglaði svo sigur ríkjandi bikarmeistara í uppbótartíma þegar hann fylgdi eftir stangarskoti varamannsins Dofra Snorrasonar. Í millitíðinni var Ingvar Þór Kale sendur í sturtu með sitt annað gula spjald fyrir að handleika knöttinn fyrir utan teig. Ansi vafasamur dómur hjá Þóroddi Hjaltalín sem átti alls ekki sinn besta leik á flautunni í kvöld. Bikardraumur Breiðabliks er því úr sögunni í ár. Það verða KR-ingar sem verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á morgun. Þeir urðu þó fyrir áfalli í leiknum í kvöld þar sem Bjarni Guðjónsson fyrirliði þeirra þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik meiddur í baki. Rúnar : Allt annað að sjá til leikmanna en í síðasta leikRúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur í leikslok. „Ég er gríðarlega sáttur við sigurinn. Þeir héldu boltanum betur en við án þess að reyna mikið á Hannes. Hann þurfti ekki að verja fyrr en í uppbótartíma þegar þeir voru orðnir einum færri. Mér fannst við fá fullt af tækifærum til að keyra skyndisóknir á þá en náðum ekki að nýta þau nægjanlega vel." Aðspurður um meisli Bjarna Guðjónssonar sagði Rúnar að hann sé búinn að vera tæpur í baki og það leiði niður í læri en vonaðist til þess að meiðslin væru ekki alvarleg. Ólafur: Vorum langt frá því sem við getumÓlafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var svekktur með að detta úr út bikarnum í kvöld. „Við vorum langt frá því sem við höfum verið að sýna og við getum.Við hættum eftir korter að spila og fórum að reyna of langar og erfiðar sendingar því fór sem fór.Við vorum bara ekki nógu sterkir fyrir þessa hindrun. Við reyndum ekki mikið á Hannes en við fengum fullt af möguleikum á fyrirgjöfum og gegnumbrotum sem við nýttum ekki." Ólafur var ekki sáttur við dómgæsluna og getur undirritaður skilið það. „Hann hafði ekki góð tök á leiknum og lét menn inná vellinum stjórna sér allverulega en við töpuðum leiknum ekki útaf því," sagði Ólafur Kristjánsson. Ingvar Kale. Væri óskandi að það væri hægt að áfrýja spjöldumIngvar Kale markvörður Breiðabliks var sendur í bað eftir að hafa fengið 2 gul spjöld. „Þetta var aldrei rautt og þið sjálið það betur í sjónvarpinu. Ég las Kjartan eins og opna bók og hann viðurkenndi það sjálfur eftir leikinn og það er grátlegt að geta ekki áfrýjað svona spjöldum eins og í útlöndum. Það er hrikalega sárt að detta út úr bikar svona því við fengum færi til að jafna í stöðunni 1–0," sagði Ingvar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira