„Það að Ingvar framlengi sinn samning við okkur er algjörlega frábært enda teljum við hann vera besta markmanninn í Bestu deildinni. Hann hefur heldur betur stigið upp þegar við höfum þurft á honum að halda og ég er hrikalega ánægður með að hann verði hér næstu 2 tímabil hið minnsta“ er haft eftir Kára á heimasíðu Víkings.
Kæru Víkingar! Ingvar Jónsson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Víkings út árið 2026 ❤️🖤 Sjá nánar hér : https://t.co/owEoWAz8Ve pic.twitter.com/x7avnBupYY
— Víkingur (@vikingurfc) March 24, 2025
Ingvar hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og þrisvar orðið bikarmeistari með Víkingum. Hann hlaut Gullhanskann árið 2023 þegar Víkingur varð Íslandsmeistari, en missti hann til Antons Ara hjá Breiðabliki á síðasta tímabili.
Alls hefur hann spilað 146 leiki fyrir Víking og haldið 50 sinnum hreinu. Ingvar á einnig að baki átta A-landsleiki fyrir Ísland.
Varaskeifa hans, Pálmi Rafn Arinbjörnsson, er með samning sem gildir út tímabilið 2027.