Stuðningsgrein: Frá fortíð til framtíðar Guðný Gústafsdóttir skrifar 25. júní 2012 21:00 Fyrir rúmlega þremur áratugum urðu skil í Íslandssögunni þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta. Í kosningabaráttunni áttu sér stað átök sem fólust í því að sögulegar hefðir tókust á við nýjungar. Aldrei fyrr hafði kona boðið sig fram til forseta á Íslandi. Háværar raddir þeirra sem töluðu gegn kosningu Vigdísar tíunduðu óspart sögulegt fordæmisleysi framboðsins. Þá þótti það heldur ekki sæma að einstæð móðir sæti á Bessastöðum. Fjölmiðlar kepptust við að spyrja forsetaefnið út í það hvernig í ósköpunum hún ætlaði að halda veislur og bjóða höfðingjum heim, einsömul manneskjan. Þá þótti hún ekki nógu frambærileg. Hún færi vel í sjónvarpi að kenna frönsku en lengra út í almannarýmið átti ekki að hleypa henni. Þau sem tóku þátt í meginstraums-orðræðunni í þá tíð, sem beindist gegn kosningu Vigdísar Finnbogadóttur, tóku þátt í að ríghalda í fortíðina, viðhalda úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna og sporna gegn framþróun. Þann 29. júní 1980 báru hinsvegar þau sigur úr býtum sem kusu ný sjónarmið, ný viðhorf og nýja ímynd til handa Íslandi. Í kosningabaráttunni í dag kveður við gamalkunna tóna. Í dag snýst baráttan aftur um gömul gildi og ný, fortíð og framtíð. Aftur þenur stór hluti þjóðarinnar raddböndin á móti breytingum. Í dag á konan í fararbroddi mann. Hún á bara ekki „réttan“ mann; hann á fortíð og er ekki heilagur. Aftur setur fólk spurningamerki við færni konunnar. Aftur telst hún fara vel í sjónvarpi að stýra spurningakeppni en það þykir ekki víst að henni farnist sem bústýra á Bessastöðum. Hún ætti að einbeita sér að eigin búi og börnum segja þau sem hunsa sameiginlega umsjá foreldra með börnum sínum og tala gegn raunverulegu jafnrétti kynjanna. Enn og aftur skal konunni ekki treyst fyrir æðsta embætti þjóðarinnar úti í hinu alþjóðlega rými. Með fullri virðingu fyrir öllum frambjóðendum þá stendur lokaslagurinn milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur. Karls sem er kominn á eftirlaun og konu í blóma lífsins. Ólafi Ragnari nægir þó ekki að vísa í eigið kyn til að halda völdum eins og talið var nægja fyrir þrjátíuogtveimur árum. Hann vísar til annarra og máttugri afla; óvissu og óstöðugleika. Ólafur talar beint inn í aldagamla hefð karllægs forræðis sem á úrslitastundu grípur til örþrifaráða í þeim tilgangi að ná eða halda völdum. Spurningin er ágæta þjóð hvort við viljum láta halda okkur á óttamottunni og í fortíðinni eða horfa til framtíðar. Hvort við viljum láta gamla drauga vofa yfir landinu eða kjósa nýja ímynd út á við. Ég kýs Þóru af því að hún er einfaldlega hæfasti frambjóðandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmlega þremur áratugum urðu skil í Íslandssögunni þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta. Í kosningabaráttunni áttu sér stað átök sem fólust í því að sögulegar hefðir tókust á við nýjungar. Aldrei fyrr hafði kona boðið sig fram til forseta á Íslandi. Háværar raddir þeirra sem töluðu gegn kosningu Vigdísar tíunduðu óspart sögulegt fordæmisleysi framboðsins. Þá þótti það heldur ekki sæma að einstæð móðir sæti á Bessastöðum. Fjölmiðlar kepptust við að spyrja forsetaefnið út í það hvernig í ósköpunum hún ætlaði að halda veislur og bjóða höfðingjum heim, einsömul manneskjan. Þá þótti hún ekki nógu frambærileg. Hún færi vel í sjónvarpi að kenna frönsku en lengra út í almannarýmið átti ekki að hleypa henni. Þau sem tóku þátt í meginstraums-orðræðunni í þá tíð, sem beindist gegn kosningu Vigdísar Finnbogadóttur, tóku þátt í að ríghalda í fortíðina, viðhalda úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna og sporna gegn framþróun. Þann 29. júní 1980 báru hinsvegar þau sigur úr býtum sem kusu ný sjónarmið, ný viðhorf og nýja ímynd til handa Íslandi. Í kosningabaráttunni í dag kveður við gamalkunna tóna. Í dag snýst baráttan aftur um gömul gildi og ný, fortíð og framtíð. Aftur þenur stór hluti þjóðarinnar raddböndin á móti breytingum. Í dag á konan í fararbroddi mann. Hún á bara ekki „réttan“ mann; hann á fortíð og er ekki heilagur. Aftur setur fólk spurningamerki við færni konunnar. Aftur telst hún fara vel í sjónvarpi að stýra spurningakeppni en það þykir ekki víst að henni farnist sem bústýra á Bessastöðum. Hún ætti að einbeita sér að eigin búi og börnum segja þau sem hunsa sameiginlega umsjá foreldra með börnum sínum og tala gegn raunverulegu jafnrétti kynjanna. Enn og aftur skal konunni ekki treyst fyrir æðsta embætti þjóðarinnar úti í hinu alþjóðlega rými. Með fullri virðingu fyrir öllum frambjóðendum þá stendur lokaslagurinn milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur. Karls sem er kominn á eftirlaun og konu í blóma lífsins. Ólafi Ragnari nægir þó ekki að vísa í eigið kyn til að halda völdum eins og talið var nægja fyrir þrjátíuogtveimur árum. Hann vísar til annarra og máttugri afla; óvissu og óstöðugleika. Ólafur talar beint inn í aldagamla hefð karllægs forræðis sem á úrslitastundu grípur til örþrifaráða í þeim tilgangi að ná eða halda völdum. Spurningin er ágæta þjóð hvort við viljum láta halda okkur á óttamottunni og í fortíðinni eða horfa til framtíðar. Hvort við viljum láta gamla drauga vofa yfir landinu eða kjósa nýja ímynd út á við. Ég kýs Þóru af því að hún er einfaldlega hæfasti frambjóðandinn.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun