Haraldur Franklín: Hlynur er búinn með bensínið Sigurður Elvar Þórólfsson á Leirdalsvelli skrifar 24. júní 2012 12:08 Haraldur Franklín. Haraldur Franklín Magnús úr GR er að leika í fyrsta sinn í úrslitum á Íslandsmótin í holukeppni en hann sigraði Rúnar Arnórsson úr Keili 1/0 í undanúrslitum í morgun á Leirdalsvelli. Haraldur lék gríðarlega vel í morgun og fékk 5 fugla. Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss verður mótherji Haraldar í úrslitaleiknum. „Ég hef tvívegis leikið til úrslita á Íslandsmóti unglinga í holukeppni, unnið einu sinni og tapað einu sinni. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir og spennandi hringir fram til þessa. Og ég á alveg nóg eftir en líklega er Hlynur Geir er búinn með bensínið en ég á aðeins meira eftir en hann," sagði Haraldur og brosti en hann er 21 árs gamall en Hlynur Geir er töluvert eldri og reyndari. Haraldur sigraði Andra Þór Björnsson úr GR í átta manna úrslitum í gær og réðust úrslitin ekki fyrr en á 21. holu í bráðabana. „Rúnar byrjaði rosalega vel gegn mér í dag, hann fékk þrjá fugla í röð, og átti tvær eftir þrjár holur. Ég náði að jafna á 13. holu. Völlurinn er fínn eins og hann er í dag en þegar hann er „grjótharður" þá finnst mér hann hundleiðinlegur," sagði Haraldur en félagi hans Bjarni Rúnar Jónasson er aðstoðarmaður hans á þessu móti. „Hann er stórkylfingur og mjög góður í golfi," bætti Haraldur við. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús úr GR er að leika í fyrsta sinn í úrslitum á Íslandsmótin í holukeppni en hann sigraði Rúnar Arnórsson úr Keili 1/0 í undanúrslitum í morgun á Leirdalsvelli. Haraldur lék gríðarlega vel í morgun og fékk 5 fugla. Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss verður mótherji Haraldar í úrslitaleiknum. „Ég hef tvívegis leikið til úrslita á Íslandsmóti unglinga í holukeppni, unnið einu sinni og tapað einu sinni. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir og spennandi hringir fram til þessa. Og ég á alveg nóg eftir en líklega er Hlynur Geir er búinn með bensínið en ég á aðeins meira eftir en hann," sagði Haraldur og brosti en hann er 21 árs gamall en Hlynur Geir er töluvert eldri og reyndari. Haraldur sigraði Andra Þór Björnsson úr GR í átta manna úrslitum í gær og réðust úrslitin ekki fyrr en á 21. holu í bráðabana. „Rúnar byrjaði rosalega vel gegn mér í dag, hann fékk þrjá fugla í röð, og átti tvær eftir þrjár holur. Ég náði að jafna á 13. holu. Völlurinn er fínn eins og hann er í dag en þegar hann er „grjótharður" þá finnst mér hann hundleiðinlegur," sagði Haraldur en félagi hans Bjarni Rúnar Jónasson er aðstoðarmaður hans á þessu móti. „Hann er stórkylfingur og mjög góður í golfi," bætti Haraldur við.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira