Innlent

"Samþykki er sexí — Hættið að nauðga!"

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Vel mætt í Druslugönguna.
Vel mætt í Druslugönguna. myn/fréttastofa
Hundruð tóku þátt í Druslugöngunni sem hófst klukkan tvö í Reykjavík í dag. Gengið var frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi.

Mikil stemning var á Skólavörðustígnum. Margir báru skilti og hrópuðu slagorð.

„Samþykki er sexí — Hættið að nauðga," hrópaði fjöldinn.

Þetta er í annað sinn sem gangan er farin en nokkrar breytingar voru á göngunni í ár.

Yfirskrift hennar að þessu sinni er Meint-Drusluganga en það er gert til að þess að vekja fólk til umhugsunar um þá stöðu sem þolendur upplifa þegar fyrirvari er settur á frásagnir þeirra.

Tilgangur Druslugöngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunum og yfir á gerendur.

Hægt er að nálgast upplýsingar um gönguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×