Stuðningsgrein: Hræddu mig til að kjósa Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 21. júní 2012 13:31 Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Á þessum 16 árum hefur Ólafi tekist að verða vinsæll af þeim sem hötuðu hann og hataður af þeim sem dáðu hann. Það er afrek út af fyrir sig. Vinsældirnar tóku skiljanlega dýfu þegar spilaborg fjárglæframanna hrundi og þáttur Ólafs var skoðaður. Sumir héldu að hann segði af sér en það voru aðallega þeir sem höfðu verið of mikið í útlöndum. Þar er fólk stöðugt að segja af sér út af alls konar smámunum. Ólafur er löngu búinn að útskýra þetta allt og auðvitað skrítið að sumt fólk þurfi að jagast í honum fyrir löngu liðna atburði. Hann gerði þetta fyrir okkur. Það hefur hann sagt mér í föðurlegum tón í útvarps- og sjónvarpsviðtölum síðustu vikur. Í sama tóni tilkynnti hann í áramótaræðunni að hann hyggðist sennilega hætta en samt ekki endilega. Sá tónn er líka notaður til þess að setja ofan í við helsta keppinautinn sem veit hvorki né skilur eins og Ólafur, en fyrst og fremst er hann notaður til þess að skýra út fyrir okkur sauðunum ógnina sem steðjar að þjóðinni. Ólafur er nefnilega ekki venjulegur maður. Hann er brimgarður, hann er brynvarinn skriðdreki, hann er kastali. Það er ekki aðeins að ríkisstjórnin sé að steypa okkur í glötun. Heimurinn vill traðka á okkur, sölsa okkur undir sig og sennilega sökkva okkur. Vegna þess að fólk er oft lengi að taka við sér og heldur jafnvel að aðrir frambjóðendur gætu verið brimgarðar, hefur Ólafur í sínum föðurlega kærleika bent ítrekað á að okkur stafi beinlínis hætta af fyrrnefndum frambjóðanda sem eflaust starfar í boði Illra afla hf. Það skiptir ekki máli að rök hans séu hrakin aftur og aftur. Ólafur óx nefnilega og dafnaði hvað mest á smjörklíputímabilinu og veit að ef lygar eru endurteknar nógu oft verða þær sannar. Við höfum í fyrsta skipti í 16 ár val um alvöru frambjóðendur. Allir hafa þeir kosti og galla sem við veltum fyrir okkur. Forsetinn sem vill ekki fara hefur brugðið á það ráð að hræða okkur til fylgis, en kosningarnar snúast ekki um síbreytilega flokkadrætti og pólítík. Þær snúast um val á þjóðhöfðingja sem verður andlit okkar út á við, orð hans og gerðir ættu að endurspegla íslenskt samfélag eins og það er í dag. Hann ætti að tala máli okkar allra því hann er þjóðhöfðingi okkar allra. Ég ætla ekki að eiga mitt undir geðþóttaákvörðunum gamals refs. Ég ætla ekki að láta hræða mig með samsæriskenningum skítkastarans. Ég kýs Þóru af því að í henni sé ég réttláta, vel upplýsta og yfirvegaða konu sem hefur þrátt fyrir allt tekist ótrúlega vel að sneiða hjá pólítísku þrasi og hefur einlægan áhuga á að gera sitt besta fyrir íslenska þjóð. Þannig forseta vil ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Á þessum 16 árum hefur Ólafi tekist að verða vinsæll af þeim sem hötuðu hann og hataður af þeim sem dáðu hann. Það er afrek út af fyrir sig. Vinsældirnar tóku skiljanlega dýfu þegar spilaborg fjárglæframanna hrundi og þáttur Ólafs var skoðaður. Sumir héldu að hann segði af sér en það voru aðallega þeir sem höfðu verið of mikið í útlöndum. Þar er fólk stöðugt að segja af sér út af alls konar smámunum. Ólafur er löngu búinn að útskýra þetta allt og auðvitað skrítið að sumt fólk þurfi að jagast í honum fyrir löngu liðna atburði. Hann gerði þetta fyrir okkur. Það hefur hann sagt mér í föðurlegum tón í útvarps- og sjónvarpsviðtölum síðustu vikur. Í sama tóni tilkynnti hann í áramótaræðunni að hann hyggðist sennilega hætta en samt ekki endilega. Sá tónn er líka notaður til þess að setja ofan í við helsta keppinautinn sem veit hvorki né skilur eins og Ólafur, en fyrst og fremst er hann notaður til þess að skýra út fyrir okkur sauðunum ógnina sem steðjar að þjóðinni. Ólafur er nefnilega ekki venjulegur maður. Hann er brimgarður, hann er brynvarinn skriðdreki, hann er kastali. Það er ekki aðeins að ríkisstjórnin sé að steypa okkur í glötun. Heimurinn vill traðka á okkur, sölsa okkur undir sig og sennilega sökkva okkur. Vegna þess að fólk er oft lengi að taka við sér og heldur jafnvel að aðrir frambjóðendur gætu verið brimgarðar, hefur Ólafur í sínum föðurlega kærleika bent ítrekað á að okkur stafi beinlínis hætta af fyrrnefndum frambjóðanda sem eflaust starfar í boði Illra afla hf. Það skiptir ekki máli að rök hans séu hrakin aftur og aftur. Ólafur óx nefnilega og dafnaði hvað mest á smjörklíputímabilinu og veit að ef lygar eru endurteknar nógu oft verða þær sannar. Við höfum í fyrsta skipti í 16 ár val um alvöru frambjóðendur. Allir hafa þeir kosti og galla sem við veltum fyrir okkur. Forsetinn sem vill ekki fara hefur brugðið á það ráð að hræða okkur til fylgis, en kosningarnar snúast ekki um síbreytilega flokkadrætti og pólítík. Þær snúast um val á þjóðhöfðingja sem verður andlit okkar út á við, orð hans og gerðir ættu að endurspegla íslenskt samfélag eins og það er í dag. Hann ætti að tala máli okkar allra því hann er þjóðhöfðingi okkar allra. Ég ætla ekki að eiga mitt undir geðþóttaákvörðunum gamals refs. Ég ætla ekki að láta hræða mig með samsæriskenningum skítkastarans. Ég kýs Þóru af því að í henni sé ég réttláta, vel upplýsta og yfirvegaða konu sem hefur þrátt fyrir allt tekist ótrúlega vel að sneiða hjá pólítísku þrasi og hefur einlægan áhuga á að gera sitt besta fyrir íslenska þjóð. Þannig forseta vil ég.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun