Gömul Hitlers-vél í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2012 19:15 Þriggja hreyfla þýsk Junkers-flugvél frá stríðsárunum, samskonar og Hitler notaði sem einkavél, lenti á Reykjavíkurflugvelli undir kvöld í sögulegum leiðangri yfir Atlantshaf. Vélin lagði upp frá Köln í Þýskalandi í fyrradag, með viðkomu á Bretlandseyjum og í Færeyjum, og er í leiðangri til Bandaríkjanna þar sem hún mun taka þátt í flugsýningum næstu vikur en um borð eru 17 farþegasæti. Vélar af þessari tegund, JU-52, voru upphaflega smíðaðar sem farþegavélar upp úr 1930 en þýski herinn nýtti þær síðan til að flytja fallhlífahermenn, til birgðaflutninga og sem sprengjuvélar en einnig til að flytja Adolf Hitler og fleiri leiðtoga Nasistaflokksins. Miðhreyfillinn á nefinu er helsta sérkenni þeirra. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1937, eða í 75 ár, sem flugvél af þessari tegund, með leyfi til farþegaflugs, flýgur fram og til baka yfir Atlantshaf, milli Þýskalands og Bandaríkjanna. Nærri fimmþúsund voru smíðaðar en nú eru aðeins átta eftir flughæfar í heiminum. Vélin sem nú er lent í Reykjavík var smíðuð árið 1939 í Þýskalandi en er nú í eigu svissnesk félags sem sérhæfir sig í varðveislu sögulegra flugvéla. Brottför héðan er áætluð klukkan átta í fyramálið, að því gefnu að varahlutur berist í tæka tíð, en annars verður flugvélin í Reykjavík í tvo daga. Næstu áfangastaðir eru Kulusuk á Grænlandi og Iqaluit í Nunavut í Kanada. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Þriggja hreyfla þýsk Junkers-flugvél frá stríðsárunum, samskonar og Hitler notaði sem einkavél, lenti á Reykjavíkurflugvelli undir kvöld í sögulegum leiðangri yfir Atlantshaf. Vélin lagði upp frá Köln í Þýskalandi í fyrradag, með viðkomu á Bretlandseyjum og í Færeyjum, og er í leiðangri til Bandaríkjanna þar sem hún mun taka þátt í flugsýningum næstu vikur en um borð eru 17 farþegasæti. Vélar af þessari tegund, JU-52, voru upphaflega smíðaðar sem farþegavélar upp úr 1930 en þýski herinn nýtti þær síðan til að flytja fallhlífahermenn, til birgðaflutninga og sem sprengjuvélar en einnig til að flytja Adolf Hitler og fleiri leiðtoga Nasistaflokksins. Miðhreyfillinn á nefinu er helsta sérkenni þeirra. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1937, eða í 75 ár, sem flugvél af þessari tegund, með leyfi til farþegaflugs, flýgur fram og til baka yfir Atlantshaf, milli Þýskalands og Bandaríkjanna. Nærri fimmþúsund voru smíðaðar en nú eru aðeins átta eftir flughæfar í heiminum. Vélin sem nú er lent í Reykjavík var smíðuð árið 1939 í Þýskalandi en er nú í eigu svissnesk félags sem sérhæfir sig í varðveislu sögulegra flugvéla. Brottför héðan er áætluð klukkan átta í fyramálið, að því gefnu að varahlutur berist í tæka tíð, en annars verður flugvélin í Reykjavík í tvo daga. Næstu áfangastaðir eru Kulusuk á Grænlandi og Iqaluit í Nunavut í Kanada.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira