Reiknar með að Einar "Boom" fari í skaðabótamál Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. júní 2012 18:45 Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Fólkið var allt ákært fyrir líkamsárás í desember á síðasta ári. Ráðist var inn á heimili konu í Hafnarfirði og hún beitt grófu ofbeldi. Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi forseti Vítisengla var sakaður um að hafa skipulagt árásina en fólkið var allt talið tengjast Vítisenglum með einum eða öðrum hætti. Einar var hinsvegar sýknaður af sínum þætti í málinu í dag. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamenn en það gerði lögfræðingur hans. „Skjólstæðingur minn fangar niðurstöðunni. Hann er saklaus af því sem honum er gefið að sök," segir Oddgeir Einarsson, héraðsdómslögmaður. Oddgeir segist reikna með því að Einar fari í skaðabótamál við ríkið vegna málsins, staðfesti Hæstiréttur sýknudóminn. „Hann og fjölskylda hans hefur þurft að þola mikið vegna þessa máls," segir Oddgeir. Andrea Unnarsdóttir, fékk þyngsta dóminn, fjögur og hálft ár. Þeir Jón Ólafsson og Elías Valdimar Jónsson fengu fjögurra ára fangelsisdóm og Óttar Gunnarsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Sjötti maðurinn sem ákærður var fyrir aðkomu sína að málinu var sýknaður. Eftir að dómur féll sagði Jón Egilsson verjandi Elíasar að hann ætli að áfrýja málinu en hann var ásamt Andreu og Jóni sakfelldur fyrir ofbeldi og kynferðisbrot. Fólkið var hinsvegar allt sýknað af því að tengjast alþjóðlegum glæpasamtökum. „Umbjóðandi minn er sáttur við að vera sýknaður af því að vera hluti af einhverri alþjóðlegri glæpaklíku," segir. „En hann sættir sig ekki við að vera sakfelldur í kynferðisbroti sem hann er saklaus af. Þess vegna ætlar hann að áfrýja." Jón segir að umbjóðandi sinn sé ósáttur við að framburður brotaþola skuli hafa svo mikið vægi gegn öllum öðrum framburðum og gögnum sem raunin varð. Saksóknari segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun, fyrst verði að fara vel yfir dóminn , sem telur 118 síður. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Fólkið var allt ákært fyrir líkamsárás í desember á síðasta ári. Ráðist var inn á heimili konu í Hafnarfirði og hún beitt grófu ofbeldi. Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi forseti Vítisengla var sakaður um að hafa skipulagt árásina en fólkið var allt talið tengjast Vítisenglum með einum eða öðrum hætti. Einar var hinsvegar sýknaður af sínum þætti í málinu í dag. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamenn en það gerði lögfræðingur hans. „Skjólstæðingur minn fangar niðurstöðunni. Hann er saklaus af því sem honum er gefið að sök," segir Oddgeir Einarsson, héraðsdómslögmaður. Oddgeir segist reikna með því að Einar fari í skaðabótamál við ríkið vegna málsins, staðfesti Hæstiréttur sýknudóminn. „Hann og fjölskylda hans hefur þurft að þola mikið vegna þessa máls," segir Oddgeir. Andrea Unnarsdóttir, fékk þyngsta dóminn, fjögur og hálft ár. Þeir Jón Ólafsson og Elías Valdimar Jónsson fengu fjögurra ára fangelsisdóm og Óttar Gunnarsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Sjötti maðurinn sem ákærður var fyrir aðkomu sína að málinu var sýknaður. Eftir að dómur féll sagði Jón Egilsson verjandi Elíasar að hann ætli að áfrýja málinu en hann var ásamt Andreu og Jóni sakfelldur fyrir ofbeldi og kynferðisbrot. Fólkið var hinsvegar allt sýknað af því að tengjast alþjóðlegum glæpasamtökum. „Umbjóðandi minn er sáttur við að vera sýknaður af því að vera hluti af einhverri alþjóðlegri glæpaklíku," segir. „En hann sættir sig ekki við að vera sakfelldur í kynferðisbroti sem hann er saklaus af. Þess vegna ætlar hann að áfrýja." Jón segir að umbjóðandi sinn sé ósáttur við að framburður brotaþola skuli hafa svo mikið vægi gegn öllum öðrum framburðum og gögnum sem raunin varð. Saksóknari segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun, fyrst verði að fara vel yfir dóminn , sem telur 118 síður.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira