Innlent

Alþingi greiðir líkamsrækt fyrir þingmenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mörður Árnason gerði athugasemdir við frumvarpið.
Mörður Árnason gerði athugasemdir við frumvarpið.
Alþingismenn munu fá greiddan ýmsan kostnað, svo sem við kaup á gleraugum eða heyrnartækjum, krabbameinsleit, líkamsrækt og fleira, samkvæmt frumvarpi að nýjum þingskapalögum sem samþykkt voru í gærkvöld. Í greinargerð með frumvarpinu segir að alþingismenn fái með þessu rétt sem er sambærilegur rétti embættismanna. Jafnframt felur þetta ákvæði í sér rétt alþingismanna til fæðingarstyrks eins og á við um embættismenn. Er fyrirhugað að forsætisnefnd Alþingis setji nánari reglur um hann.



Viðskiptablaðið
greinir frá því að Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði athugasemd í þingumræðum um málið í gærkvöldi og sagði að ekkert mat lægi fyrir um kostnað vegna þessa. Á almennum vinnumarkaði legðu atvinnurekendur og launþegar framlög í sjóði á vegum stéttarfélaga sem kæmu til móts við kostnað félagsmanna. Hins vegar stæði ekki til að stofna sérstakan sjóð á Alþingi heldur ætti ríkissjóður að mæta öllum kostnaði.

Birgir Ármannsson, sem flutti málið í fjarveru Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna og formanns þingskapanefndar, sagði þennan lið fela í sér óverulegan kostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×