Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grindavík 0-3 Stefán Hirst Friðriksson í Víkinni skrifar 8. júlí 2012 18:40 Grindvíkingar komust í kvöld í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á heimamönnum í Víking. Pape Mamadou Faye, Alexander Magnússon og Ray Anthony Jónsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Það var blautt og kalt í Víkinni og leikurinn fór nokkuð hægt af stað í samræmi við það. Víkingar voru nálægt því að komast yfir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Hjalti Már Hauksson var kominn í dauðafæri en Óskar Pétursson í marki Grindavíkur sá við honum. Illa farið með gott færi. Leikurinn dofnaði aðeins á næstu mínútum en það voru gestirnir úr Grindavík sem náðu forystunni í leiknum á 33. mínútu. Þá fékk Pape Mamadou Faye boltann í teignum eftir stutta hornspyrnu og gat ekki annað en rennt boltanum í netið. Grindvíkingar voru nálægt því að auka við forystuna tíu mínútum síðar þegar Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett inn á teig heimamanna en gott skot hans endaði í stönginni fjær. Grindvík byrjaði síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og voru þeir búnir að bæta við forystuna á 47.mínútu. Þá átti Pape Mamadou Faye frábæran sprett upp vinstri kantinn og átti góða fyrirgjöf sem endaði fyrir fótum Alexanders Magnússonar sem hamraði boltanum í netið. Gestirnir því komnir með fulla stjórn á leiknum þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum. Víkingar voru nálægt því að minnka muninn á 69.mínútu en skalli Þorvaldar Sveins fór hárfínt framhjá markinu og gestirnir því ennþá með þægilega forystu í leiknum. Gestirnir úr Grindavík gerðu svo endanlega útum leikinn á 78.mínútu. Ray Anthony átti þá langskot sem söng í netinu. Glæsilegt mark. Leikurinn fjaraði út og Grindvíkingar uppskáru því nokkuð auðveldan 3-0 sigur á döpru liði heimamanna.Pape: Þarf fimm leiki til þess að vinna bikarinn „Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel en sem betur fer tókst okkur að skora í fyrri hálfleiknum og klára leikinn í kjölfarið. 3-0 sigur í bikarnum er bara mjög fínt," sagði Pape. Athygli vakti að Pape fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleiknum en hann vildi ekki meina að meiðslin væru of alvarleg. „Mjöðmin er eitthvað að stríða mér og er ekkert sem ég get gert í því. Ég er búinn að spila níutíu mínútur tvisvar núna á stuttum kafla og ég fann virkilega mikið til í mjöðminni," bætti Pape við. „Mér er alveg sama hverjum við mætum. Það væri ekkert leiðinlegt að fá Þrótt en annars er mér alveg sama. „Það þarf bara að vinna fimm leiki til þess að vinna bikarinn. Nú erum við einum leik frá úrslitaleiknum og þangað ætlum við að fara," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok. Guðjón: Stefnan sett á úrslitaleikinn „Við vissum að Víkingarnir myndu koma sterkir inn í leikinn. Við þurftum að halda haus og spila varnarleikinn vel. Leikurinn breytist svo gjörsamlega þegar við náum öðru markinu í seinni hálfleiknum. Þetta var í rauninni vinnuatriði eftir það að klára þennan leik, úrvinnsla af okkar hálfu,” sagði Guðjón. „Stefnan er að sjálfsögðu sett á úrslitaleikinn. Ég væri alveg til í að fá Þrótt í undanúrslitunum, það liggur í augum uppi. Við teljum okkur samt eiga fulla möguleika í öll liðin sem eru í pottinum," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Annað markið drepur leikinn „Ég er ósáttur eftir að við stjórnuðum öllum fyrri hálfleiknum en náum ekki að skapa okkur almennileg færi. Það var mjög dapurt að fara inn í hálfleikinn 1-0 undir eftir að hafa verið miklu betri," sagði Ólafur „Við ætluðum að reyna að leiðrétta það í síðari hálfleiknum en þeir skora á okkur strax í upphafi hálfleiksins þegar við erum ekki vaknaðir og það mark drepur leikinn," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Grindvíkingar komust í kvöld í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á heimamönnum í Víking. Pape Mamadou Faye, Alexander Magnússon og Ray Anthony Jónsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Það var blautt og kalt í Víkinni og leikurinn fór nokkuð hægt af stað í samræmi við það. Víkingar voru nálægt því að komast yfir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Hjalti Már Hauksson var kominn í dauðafæri en Óskar Pétursson í marki Grindavíkur sá við honum. Illa farið með gott færi. Leikurinn dofnaði aðeins á næstu mínútum en það voru gestirnir úr Grindavík sem náðu forystunni í leiknum á 33. mínútu. Þá fékk Pape Mamadou Faye boltann í teignum eftir stutta hornspyrnu og gat ekki annað en rennt boltanum í netið. Grindvíkingar voru nálægt því að auka við forystuna tíu mínútum síðar þegar Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett inn á teig heimamanna en gott skot hans endaði í stönginni fjær. Grindvík byrjaði síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og voru þeir búnir að bæta við forystuna á 47.mínútu. Þá átti Pape Mamadou Faye frábæran sprett upp vinstri kantinn og átti góða fyrirgjöf sem endaði fyrir fótum Alexanders Magnússonar sem hamraði boltanum í netið. Gestirnir því komnir með fulla stjórn á leiknum þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum. Víkingar voru nálægt því að minnka muninn á 69.mínútu en skalli Þorvaldar Sveins fór hárfínt framhjá markinu og gestirnir því ennþá með þægilega forystu í leiknum. Gestirnir úr Grindavík gerðu svo endanlega útum leikinn á 78.mínútu. Ray Anthony átti þá langskot sem söng í netinu. Glæsilegt mark. Leikurinn fjaraði út og Grindvíkingar uppskáru því nokkuð auðveldan 3-0 sigur á döpru liði heimamanna.Pape: Þarf fimm leiki til þess að vinna bikarinn „Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel en sem betur fer tókst okkur að skora í fyrri hálfleiknum og klára leikinn í kjölfarið. 3-0 sigur í bikarnum er bara mjög fínt," sagði Pape. Athygli vakti að Pape fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleiknum en hann vildi ekki meina að meiðslin væru of alvarleg. „Mjöðmin er eitthvað að stríða mér og er ekkert sem ég get gert í því. Ég er búinn að spila níutíu mínútur tvisvar núna á stuttum kafla og ég fann virkilega mikið til í mjöðminni," bætti Pape við. „Mér er alveg sama hverjum við mætum. Það væri ekkert leiðinlegt að fá Þrótt en annars er mér alveg sama. „Það þarf bara að vinna fimm leiki til þess að vinna bikarinn. Nú erum við einum leik frá úrslitaleiknum og þangað ætlum við að fara," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok. Guðjón: Stefnan sett á úrslitaleikinn „Við vissum að Víkingarnir myndu koma sterkir inn í leikinn. Við þurftum að halda haus og spila varnarleikinn vel. Leikurinn breytist svo gjörsamlega þegar við náum öðru markinu í seinni hálfleiknum. Þetta var í rauninni vinnuatriði eftir það að klára þennan leik, úrvinnsla af okkar hálfu,” sagði Guðjón. „Stefnan er að sjálfsögðu sett á úrslitaleikinn. Ég væri alveg til í að fá Þrótt í undanúrslitunum, það liggur í augum uppi. Við teljum okkur samt eiga fulla möguleika í öll liðin sem eru í pottinum," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Annað markið drepur leikinn „Ég er ósáttur eftir að við stjórnuðum öllum fyrri hálfleiknum en náum ekki að skapa okkur almennileg færi. Það var mjög dapurt að fara inn í hálfleikinn 1-0 undir eftir að hafa verið miklu betri," sagði Ólafur „Við ætluðum að reyna að leiðrétta það í síðari hálfleiknum en þeir skora á okkur strax í upphafi hálfleiksins þegar við erum ekki vaknaðir og það mark drepur leikinn," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira