Sveinbjörg Zophaníasdóttir bætti um helgina sinn besta árangur í sjöþraut þegar hún varð í öðru sæti á móti í Belgíu.
Sveinbjörg fékk alls 5.424 stig sem skaut sér þar með í annað sæti afrekalista yfir bestu sjöþrautarkonur landsins. Íslandsmet Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur frá 2009 er 5.878 stig.
Árangur Sveinbjargar í einstökum greinum:
100 m grindahlaup: 14,94 sek.
Hástökk: 1,69 m
Kúluvarp: 13,12 m
200 m hlaup: 26,10 ssek
Langstökk: 5,95 m
Spjótkast: 37,29 m
800 m hlaup: 2:24,70 mín
Samtals: 5.424 stig.
Sveinbjörg bætti sinn besta árangur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



