Fótbolti

Eyjamenn lágu gegn St. Patrick's 1-0 ytra | Myndasyrpa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eyjamenn fyrir leikinn á Richmond Park í Dublin í kvöld.
Eyjamenn fyrir leikinn á Richmond Park í Dublin í kvöld. INPHO/James Crombie
ÍBV tapaði 1-0 gegn St. Patrick's Athletic í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en leikið var í Dublin í kvöld.

Eyjamenn áttu undir högg að sækja lengst af en fengu þó frábært færi í fyrri hálfleik. Markvörður Íranna fór þá í skógarferð en Christian Olsen, danski framherji Eyjamanna, setti boltann í slána úr dauðafæri.

Það voru heimamenn frá Dublin sem náðu forystunni á 39. mínútu þegar framherji þeirra, Christy Fagan, skoraði. Skömmu síðar fór Olsen útaf vegna tognunar aftan í læri.

Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik og úrslitin 1-0. Eyjamenn áttu ekki skot sem hitti markið í leiknum og úrslitin því líklega þokkaleg miðað við hvernig leikurinn þróaðist.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: FH - Eschen-Mauren 2-1

Þrátt fyrir töluverða yfirburði á vellinum náði FH aðeins 2-1 sigri á USV Eschen-Mauren í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og taka því Hafnfirðingarnir eins marks forystu út í seinni leik liðanna sem fer fram í Liechtenstein eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×