Hver er þessi Sveddi tönn? Þræðir liggja víða 5. júlí 2012 15:55 Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn, eins og hann er oft kallaður. Mynd/ G1 Ríó de Janeiro Það er óhætt að segja að Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn, eins og hann er kallaður, sé nokkurskonar huldumaður undirheima Íslands. Eins og fram hefur komið var hann handtekinn í Ríó de Janeiro í vikunni eftir að unnusta hans var handtekin á alþjóðaflugvelli þar í borg með hátt í 50 þúsund E töflur. Sverrir er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst þegar hann var sextán ára gamall. Þá voru brot hans nokkuð hefðbundin, ef svo má að orði komast, hann var dæmdur fyrir minniháttar fíkniefnabrot og umferðalagabrot. Sverrir fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. Athugasemd ritstjórnar: Þessi samantekt var unnin árið 2012 eftir að Sverrir var handtekinn. Hann var síðar dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir aðild að E-töflu smyglinu. Sverrir var aftur handtekinn 12. apríl 2023 í umfangsmiklum aðgerðum alríkislögreglunnar í Brasilíu. Stóra fíkniefnamálið Það var svo árið 2000 sem Sverrir var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að stóra fíkniefnamálinu. Þjóðin var slegin óhug þegar fréttir bárust af málinu en það var í fyrsta skiptið sem það mátti finna vísi að mikilli skipulagningu innan fíkniefnaheimsins og aukinni hörku. Á endanum fengu þrettán menn tugi ára fangelsisdóma fyrir smygl á um tugum kílóa af fíkniefnum. Nítján manns voru ákærðir í málinu en við rannsókn málsins lagði lögreglan í Reykjavík hald á 24 kíló af hassi, 4 kíló af amfetamíni, 1 kíló af kókaíni og 6000 e-töflur. Þá ber að geta þess að um tólf ár eru síðan upp komst um glæpina og magn efnanna töluvert, jafnvel þó það sé borið saman við það sem gengur og gerist í dag. Þá lagði lögreglan einnig hald á tæplega 25 milljónir króna í eigu Sverris í reiðufé vegna málsins. Tveir hlutu þyngstu refsingarnar, það var Sverri Þór sem fékk sjö og hálft ár fyrir sinn þátt í brotinu eins og greint hefur verið frá. Félagi hans, Ólafur Ágúst Ægisson, var dæmdur í níu ára fangelsi vegna málsins, sem var þyngsti fíkniefnadómur sem hafði fallið hér á landi þá, og er enn með þeim þyngstu. Tannlæknir dæmdur fyrir peningaþvætti Ári eftir að Sverrir var dæmdur var höfðað sakamál gegn þremur mönnum fyrir að hafa annarsvegar keypt fíkniefni af Sverri og svo fyrir peningaþvætti. Þannig var tannlæknir dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Sá tók við milljónum frá Sverri, sem var augljóslega illa fengið fé. Það rann inn í kjötvinnsluna Rimax sem reyndist nokkurskonar skálkaskjól fyrir peningaþvætti Sverris. Þetta reyndist vera fyrsta peningaþvættismálið sem var sakfellt fyrir hér á landi. Eftir að Sverrir var látinn laus virðist hann hafa flutt af landi brott. Þar með urðu tengsl hans við undirheima Reykjavíkur ógreinilegri. Fingrafar á kókaíninnflutningi Það þýðir þó ekki að hann hafi horfið frá fíkniefnaglæpum. Nýjasta málið, þar sem nafn hans var nefnt, var í fíkniefnamáli gegn fimm karlmönnum sem réttað var yfir árið 2010. Þeir voru ákærðir fyrir að flytja 1,6 kíló af kókaíni til landsins. Þá bendluðu þeir Davíð Garðarson við málið, en sá er góðvinur Sverris Þórs. Í frétt Vísis af því máli kom fram að framburður tveggja hinna ákærðu hafi bendlaði Davíð við málið sem einn af höfuðpaurunum í skipulagi og fjármögnun smyglsins. Framburður mannanna var nánast samhljóða við skýrslutökur hjá lögreglunni þrátt fyrir að þeir væru ekki í samskiptum. Eftir að þeir losnuðu úr einangrun breyttist framburður beggja og lögðu þeir báðir mikla áherslu á við aðalmeðferðina að Davíð hefði ekkert með málið að gera. Saksóknarinn spurði Davíð út í þessa skyndilegu breytingu á framburði þeirra félaga og spurði Davíð hvernig samskiptum hans við meðákærðu hefði verið háttað frá því þeir losnuðu úr einangrun. „...að sjálfsögðu erum við búnir að tala saman. Við erum ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl," sagði Davíð. Saksóknarinn spurði þá: „Er ekkert undarlegt að eftir að einangrun lýkur og þið byrjið að tala saman þá snarbreytist framburður þeirra í málinu?" Þeirri spurningu svaraði Davíð ekki. Einn sakborningur í málinu bar fyrir dómi að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna. Lögreglan reyndi að hafa uppi á honum en án árangurs. Fingrafar Sverrir var þó á málinu. Ein af umfjöllunum DV brasilísku kynlífsþrælana árið 2006. Þess má geta að Davíð Garðarsson var dæmdur fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni en hann var dæmdur árið 2005 fyrir glæpinn. Hann flúði land áður en hann átti að afplána refsingu sína og var á flótta í um tvö ár. Líklegt þótti að hann væri þá hjá félaga sínum Sverri á Spáni eða í Brasilíu. Íslendingar handteknir í Brasilíu Þá hefur það líklega ekki farið framhjá neinum að ungir Íslendingar hafa ítrekað síðustu ár verið handteknir við að flytja fíkniefni til eða frá Brasilíu. Málin hafa eðlilega vakið mikla athygli í fjölmiðlum hérlendis, enda er fangelsiskerfið í Brasilíu vægast sagt frumstætt. Án þess að nokkrar sannanir liggi þar fyrir, þá hafa þeir sem til þekkja í undirheimum hér á landi, verið nokkuð vissir um að Íslendingarnir væru að vinna fyrir Sverri Þór. Flestir þeirra gegn sínum vilja. Brasilískir kynlífsþrælar í Ármúlanum Sverrir var einnig tengdur við vændishús í Ármúlanum. Þar kom í ljós að brasilískar konur seldu líkama sína Íslendingum en fíkniefnalögreglan fann einnig fíkniefni á staðnum. Húsnæðið reyndist vera í eigu Sverris Þórs, því ályktuðu menn sem svo að hann gæti mögulega staðið á bak við starfsemina, eða einhver honum tengdur. DV greindi frá því árið 2006 að brasilísku stúlkurnar væru kynlífsþrælar og þeim væri ekið manna á milli sem voru tilbúnir til þess að greiða fyrir blíðu þeirra. Aldrei var ákært í vændismáli tengdu húsnæðinu. Hinsvegar var íslenskt par sakfellt fyrir fíkniefnabrot þegar þau héldu til í húsnæðinu. Þau voru meðal annars dæmd fyrir að flytja inn fíkniefni frá Spáni en fíkniefni fundust í húsnæði Sverris. Karlmaðurinn var vinur Sverris og fékk leyfi hans til afnota af húsnæðinu. Það er því margt sem bendir til þess að starfsemi Sverris hafi náð frá Brasilíu til Íslands, þó hann hafi aldrei verið ákærður eða dæmdur fyrir afbrot frá árinu 2000. Lögreglumál Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Benti á Svedda tönn Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. 16. júlí 2010 00:01 Grunuðum fíkniefnakóngi stefnt vegna barnsfaðernismáls Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. 8. júlí 2010 10:30 Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. 5. júlí 2012 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Það er óhætt að segja að Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn, eins og hann er kallaður, sé nokkurskonar huldumaður undirheima Íslands. Eins og fram hefur komið var hann handtekinn í Ríó de Janeiro í vikunni eftir að unnusta hans var handtekin á alþjóðaflugvelli þar í borg með hátt í 50 þúsund E töflur. Sverrir er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst þegar hann var sextán ára gamall. Þá voru brot hans nokkuð hefðbundin, ef svo má að orði komast, hann var dæmdur fyrir minniháttar fíkniefnabrot og umferðalagabrot. Sverrir fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. Athugasemd ritstjórnar: Þessi samantekt var unnin árið 2012 eftir að Sverrir var handtekinn. Hann var síðar dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir aðild að E-töflu smyglinu. Sverrir var aftur handtekinn 12. apríl 2023 í umfangsmiklum aðgerðum alríkislögreglunnar í Brasilíu. Stóra fíkniefnamálið Það var svo árið 2000 sem Sverrir var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að stóra fíkniefnamálinu. Þjóðin var slegin óhug þegar fréttir bárust af málinu en það var í fyrsta skiptið sem það mátti finna vísi að mikilli skipulagningu innan fíkniefnaheimsins og aukinni hörku. Á endanum fengu þrettán menn tugi ára fangelsisdóma fyrir smygl á um tugum kílóa af fíkniefnum. Nítján manns voru ákærðir í málinu en við rannsókn málsins lagði lögreglan í Reykjavík hald á 24 kíló af hassi, 4 kíló af amfetamíni, 1 kíló af kókaíni og 6000 e-töflur. Þá ber að geta þess að um tólf ár eru síðan upp komst um glæpina og magn efnanna töluvert, jafnvel þó það sé borið saman við það sem gengur og gerist í dag. Þá lagði lögreglan einnig hald á tæplega 25 milljónir króna í eigu Sverris í reiðufé vegna málsins. Tveir hlutu þyngstu refsingarnar, það var Sverri Þór sem fékk sjö og hálft ár fyrir sinn þátt í brotinu eins og greint hefur verið frá. Félagi hans, Ólafur Ágúst Ægisson, var dæmdur í níu ára fangelsi vegna málsins, sem var þyngsti fíkniefnadómur sem hafði fallið hér á landi þá, og er enn með þeim þyngstu. Tannlæknir dæmdur fyrir peningaþvætti Ári eftir að Sverrir var dæmdur var höfðað sakamál gegn þremur mönnum fyrir að hafa annarsvegar keypt fíkniefni af Sverri og svo fyrir peningaþvætti. Þannig var tannlæknir dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Sá tók við milljónum frá Sverri, sem var augljóslega illa fengið fé. Það rann inn í kjötvinnsluna Rimax sem reyndist nokkurskonar skálkaskjól fyrir peningaþvætti Sverris. Þetta reyndist vera fyrsta peningaþvættismálið sem var sakfellt fyrir hér á landi. Eftir að Sverrir var látinn laus virðist hann hafa flutt af landi brott. Þar með urðu tengsl hans við undirheima Reykjavíkur ógreinilegri. Fingrafar á kókaíninnflutningi Það þýðir þó ekki að hann hafi horfið frá fíkniefnaglæpum. Nýjasta málið, þar sem nafn hans var nefnt, var í fíkniefnamáli gegn fimm karlmönnum sem réttað var yfir árið 2010. Þeir voru ákærðir fyrir að flytja 1,6 kíló af kókaíni til landsins. Þá bendluðu þeir Davíð Garðarson við málið, en sá er góðvinur Sverris Þórs. Í frétt Vísis af því máli kom fram að framburður tveggja hinna ákærðu hafi bendlaði Davíð við málið sem einn af höfuðpaurunum í skipulagi og fjármögnun smyglsins. Framburður mannanna var nánast samhljóða við skýrslutökur hjá lögreglunni þrátt fyrir að þeir væru ekki í samskiptum. Eftir að þeir losnuðu úr einangrun breyttist framburður beggja og lögðu þeir báðir mikla áherslu á við aðalmeðferðina að Davíð hefði ekkert með málið að gera. Saksóknarinn spurði Davíð út í þessa skyndilegu breytingu á framburði þeirra félaga og spurði Davíð hvernig samskiptum hans við meðákærðu hefði verið háttað frá því þeir losnuðu úr einangrun. „...að sjálfsögðu erum við búnir að tala saman. Við erum ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl," sagði Davíð. Saksóknarinn spurði þá: „Er ekkert undarlegt að eftir að einangrun lýkur og þið byrjið að tala saman þá snarbreytist framburður þeirra í málinu?" Þeirri spurningu svaraði Davíð ekki. Einn sakborningur í málinu bar fyrir dómi að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna. Lögreglan reyndi að hafa uppi á honum en án árangurs. Fingrafar Sverrir var þó á málinu. Ein af umfjöllunum DV brasilísku kynlífsþrælana árið 2006. Þess má geta að Davíð Garðarsson var dæmdur fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni en hann var dæmdur árið 2005 fyrir glæpinn. Hann flúði land áður en hann átti að afplána refsingu sína og var á flótta í um tvö ár. Líklegt þótti að hann væri þá hjá félaga sínum Sverri á Spáni eða í Brasilíu. Íslendingar handteknir í Brasilíu Þá hefur það líklega ekki farið framhjá neinum að ungir Íslendingar hafa ítrekað síðustu ár verið handteknir við að flytja fíkniefni til eða frá Brasilíu. Málin hafa eðlilega vakið mikla athygli í fjölmiðlum hérlendis, enda er fangelsiskerfið í Brasilíu vægast sagt frumstætt. Án þess að nokkrar sannanir liggi þar fyrir, þá hafa þeir sem til þekkja í undirheimum hér á landi, verið nokkuð vissir um að Íslendingarnir væru að vinna fyrir Sverri Þór. Flestir þeirra gegn sínum vilja. Brasilískir kynlífsþrælar í Ármúlanum Sverrir var einnig tengdur við vændishús í Ármúlanum. Þar kom í ljós að brasilískar konur seldu líkama sína Íslendingum en fíkniefnalögreglan fann einnig fíkniefni á staðnum. Húsnæðið reyndist vera í eigu Sverris Þórs, því ályktuðu menn sem svo að hann gæti mögulega staðið á bak við starfsemina, eða einhver honum tengdur. DV greindi frá því árið 2006 að brasilísku stúlkurnar væru kynlífsþrælar og þeim væri ekið manna á milli sem voru tilbúnir til þess að greiða fyrir blíðu þeirra. Aldrei var ákært í vændismáli tengdu húsnæðinu. Hinsvegar var íslenskt par sakfellt fyrir fíkniefnabrot þegar þau héldu til í húsnæðinu. Þau voru meðal annars dæmd fyrir að flytja inn fíkniefni frá Spáni en fíkniefni fundust í húsnæði Sverris. Karlmaðurinn var vinur Sverris og fékk leyfi hans til afnota af húsnæðinu. Það er því margt sem bendir til þess að starfsemi Sverris hafi náð frá Brasilíu til Íslands, þó hann hafi aldrei verið ákærður eða dæmdur fyrir afbrot frá árinu 2000.
Lögreglumál Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Benti á Svedda tönn Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. 16. júlí 2010 00:01 Grunuðum fíkniefnakóngi stefnt vegna barnsfaðernismáls Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. 8. júlí 2010 10:30 Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. 5. júlí 2012 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Benti á Svedda tönn Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. 16. júlí 2010 00:01
Grunuðum fíkniefnakóngi stefnt vegna barnsfaðernismáls Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. 8. júlí 2010 10:30
Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. 5. júlí 2012 06:00