Fríverslunarsamningur við Kína kláraður fyrir lok næsta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. júlí 2012 20:17 Össur Skarphéðinsson segir mikið vináttusamband vera á milli Íslands og Kína. mynd/ gva. Raunhæft er að áætla að lokið verði við gerð fríverslunarsamnings fyrir lok næsta árs, að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Tvær lotur í samningaviðræðum um fríverslunarsamninginn fara fram á þessu ári. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Að sögn Össurar hefur verið ákveðið að það verða tvær viðræðulotur á þessu ári. Sú fyrri í september í Peking og sú síðari hér í Reykjavík fyrir árslok. Stefnt sé á að ljúka viðræðunum eins hratt og auðið er. „Þegar Wen Jiabao kom hér í heimsókn fyrir skömmu var það hans eindregna ósk að þessi yrði freistað að ljúka fríverslunarsamningum á næsta ári - hugsanlega áður en hann lætur af embætti," segir Össur. Síðan þá hafi verið haldnir óformlegir fundir til að undirbúa þessar viðræðulotur. Staðan í viðræðunum núna er sú að það sem ber út af er aðallega það að Íslendingar setja fram harðar kröfur um algert afnám tolla á sjávarafurðum, en því hefur ekki verið mætt. Á móti hafa Kínverjar verið með miklar kröfur um aukið svigrúm varðandi áritanir, dvalarleyfi og atvinnuleyfi sem Íslendingar hafa ekki getað sætt sig við vegna smæðar þjóðarinnar. „Þetta eru stærstu atriðin sem út af ber," segir Össur. Hann bætir við að hann sé vongóður um að samningaviðræðunum ljúki fyrir lok næsta árs, hugsanlega fyrr. Össur segir að með Íslandi og Kína ríki sérstakt vináttusamband sem hafi verið undirstrikað með heimsókn forsætisráðherrans. Össur segir samningaviðræður við Evrópusambandið ekki neinu breyta um þessar samningaviðræður við Kína. „Ekki nokkru," segir hann. Hann bætir við að Kína sé fyrst og fremst framtíðarmarkaður. Viðskiptin séu ekki svo mjög mikil núna. „Kína er vaxandi markaður og með aukinni velsæld verður þetta stærsti markaður sem hægt er að slást um á næstu árum. Þá skiptir máli að hafa það forskot sem felst í fríverslun," segir Össur að lokum. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Raunhæft er að áætla að lokið verði við gerð fríverslunarsamnings fyrir lok næsta árs, að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Tvær lotur í samningaviðræðum um fríverslunarsamninginn fara fram á þessu ári. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Að sögn Össurar hefur verið ákveðið að það verða tvær viðræðulotur á þessu ári. Sú fyrri í september í Peking og sú síðari hér í Reykjavík fyrir árslok. Stefnt sé á að ljúka viðræðunum eins hratt og auðið er. „Þegar Wen Jiabao kom hér í heimsókn fyrir skömmu var það hans eindregna ósk að þessi yrði freistað að ljúka fríverslunarsamningum á næsta ári - hugsanlega áður en hann lætur af embætti," segir Össur. Síðan þá hafi verið haldnir óformlegir fundir til að undirbúa þessar viðræðulotur. Staðan í viðræðunum núna er sú að það sem ber út af er aðallega það að Íslendingar setja fram harðar kröfur um algert afnám tolla á sjávarafurðum, en því hefur ekki verið mætt. Á móti hafa Kínverjar verið með miklar kröfur um aukið svigrúm varðandi áritanir, dvalarleyfi og atvinnuleyfi sem Íslendingar hafa ekki getað sætt sig við vegna smæðar þjóðarinnar. „Þetta eru stærstu atriðin sem út af ber," segir Össur. Hann bætir við að hann sé vongóður um að samningaviðræðunum ljúki fyrir lok næsta árs, hugsanlega fyrr. Össur segir að með Íslandi og Kína ríki sérstakt vináttusamband sem hafi verið undirstrikað með heimsókn forsætisráðherrans. Össur segir samningaviðræður við Evrópusambandið ekki neinu breyta um þessar samningaviðræður við Kína. „Ekki nokkru," segir hann. Hann bætir við að Kína sé fyrst og fremst framtíðarmarkaður. Viðskiptin séu ekki svo mjög mikil núna. „Kína er vaxandi markaður og með aukinni velsæld verður þetta stærsti markaður sem hægt er að slást um á næstu árum. Þá skiptir máli að hafa það forskot sem felst í fríverslun," segir Össur að lokum.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira