Enski boltinn

Borini mættur á Anfield í læknisskoðun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Borini skoraði sex mörk í níu leikjum í Championship-deildinni með Swansea.
Borini skoraði sex mörk í níu leikjum í Championship-deildinni með Swansea. Nordicphotos/Getty
Ítalski framherjinn Fabio Borini er mættur á Anfield Road í Liverpool til þess að gangast undir læknisskoðun en Liverpool hefur komist að samkomulagi við Roma um kaupverðið á kappanum.

Gangi allt eftir verður Borini fyrsti leikmaðurinn sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool, Brendan Rodgers, fær til félagsins. Rodgers þekkir ágætlega til Borini sem lék með Swansea í Championship-deildinni hluta leiktímabilsins 2010-2011.

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Breskir fjölmiðlar telja það vera á bilinu 10-12 milljónir punda eða sem nemur 2-2,4 milljörðum íslenskra króna.

Borini skoraði níu mörk í 24 leikjum með Roma í Serie A á síðustu leiktíð. Hann var í leikmannahópi Ítala á Evrópumótinu í sumar en kom ekkert við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×