Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna 12. júlí 2012 17:07 Snorri Óskarsson. Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. Svo skrifar Snorri: „Ég hef 5 mánaða rétt til launa, 3 mánaða rétt til að kæra málið til Innanríkisráðneytisins og 14 daga rétt til að fá frekari rökstuðning fyrir uppsögninni." Ástæðan fyrir uppsögninni er umdeilt blogg Snorra þar sem hann bloggar út frá strangkristnum skoðunum sínum, meðal annars um samkynhneigða. Það var vikublaðið Akureyri sem greindi frá því í febrúar á þessu ári að foreldrar nemanda Brekkuskóla væru æfir yfir því sem þau töldu fordóma og mannhatur Snorra. Kröfðust foreldrarnir því að honum yrði vikið frá störfum. Svo virðist sem Akureyrarbær hafi orðið við þeirri kröfu. Sjálfur greinir Snorri frá ástæðum uppsagnarinnar á bloggi sínu. „En hverjar voru þá ástæður uppsagnarinnar? Jú: "Uppsögn á rót að rekja til brota utan starfs sem samrýmist ekki starfi þínu sem grunnskólakennari." Og: "Akureyrarbær telur að með því að skrifa og tjá þig opinberlega á meiðandi hát um samkynhneigð og transfólk hafir þú brotið svo af þér að réttlæti viðbrögð af hálfu bæjarins." Síðan er vísað til skrifa minna á bloggi mbl.is undir heitinu :"Gildum er hægt að breyta" og "Leiðrétting" sem : "eru til þess fallin að vera meiðandi, m.a. gagnvart nemendum og ganga gegn lögum, reglum, samþykktum og skólastefnu." Hægt er að hlusta á viðtal við Snorra í Harmageddon á X-inu í dag hér fyrir ofan. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. Svo skrifar Snorri: „Ég hef 5 mánaða rétt til launa, 3 mánaða rétt til að kæra málið til Innanríkisráðneytisins og 14 daga rétt til að fá frekari rökstuðning fyrir uppsögninni." Ástæðan fyrir uppsögninni er umdeilt blogg Snorra þar sem hann bloggar út frá strangkristnum skoðunum sínum, meðal annars um samkynhneigða. Það var vikublaðið Akureyri sem greindi frá því í febrúar á þessu ári að foreldrar nemanda Brekkuskóla væru æfir yfir því sem þau töldu fordóma og mannhatur Snorra. Kröfðust foreldrarnir því að honum yrði vikið frá störfum. Svo virðist sem Akureyrarbær hafi orðið við þeirri kröfu. Sjálfur greinir Snorri frá ástæðum uppsagnarinnar á bloggi sínu. „En hverjar voru þá ástæður uppsagnarinnar? Jú: "Uppsögn á rót að rekja til brota utan starfs sem samrýmist ekki starfi þínu sem grunnskólakennari." Og: "Akureyrarbær telur að með því að skrifa og tjá þig opinberlega á meiðandi hát um samkynhneigð og transfólk hafir þú brotið svo af þér að réttlæti viðbrögð af hálfu bæjarins." Síðan er vísað til skrifa minna á bloggi mbl.is undir heitinu :"Gildum er hægt að breyta" og "Leiðrétting" sem : "eru til þess fallin að vera meiðandi, m.a. gagnvart nemendum og ganga gegn lögum, reglum, samþykktum og skólastefnu." Hægt er að hlusta á viðtal við Snorra í Harmageddon á X-inu í dag hér fyrir ofan.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira