Upplýst að Havelange og Teixeira þáðu mútur í starfi hjá FIFA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2012 18:41 Joao Havelange og Ricardo Teixeira þáðu fúlgur fjár í mútur í starfi sínu á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent var fjölmiðlum í dag. Havelange gegndi stöðu forseta FIFA frá árinu 1974 allt til ársins 1998. Staðfest er að Brasilíumaðurinn hafi þegið 1,5 milljónir svissneskra franka í mútur árið 1997 frá svissneska markaðsfyrirtækinu ISL sem síðar varð gjaldþrota. Upphæðin nemur rúmum tvö hundruð milljónum íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag (72 milljónir íslenskra króna á þávirði). ISL var í miklu samstarfi við FIFA á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Fyrirtækið sá um markaðssetningu heimsmeistaramótanna í knattspyrnu en dæmi voru um að fyrirtækinu væri úthlutað heimsmeistaramóti án þess að tilboð þess væri það hagstæðasta fyrir FIFA. Blatter vissi af mútugreiðslunniÍ skýrslunni kemur ennfremur fram að Sepp Blatter, núverandi forseti FIFA sem tók við embætti af Havelange árið 1998, hafi vitað af mútugreiðslunni til Brasilíumannsins árið 1997. Blatter gegndi stöðu framkvæmdarstjóra FIFA áður en hann tók við forsetaembættinu. Greiðslan var líkast til fyrir mistök lögð inn á reikning FIFA en nafn Havelange, þáverandi forseta, var sett sem skýring við greiðsluna. Hávær orðrómur hefur verið um spillingu innan FIFA undanfarin ár. Í fréttaskýringaþættinum Panorama sem BBC heldur úti hafa Havelange og Teixeira ásamt fleirum háttsettum embættismönnum innan FIFA verið ásakaðir um mútuþægni. Þátturinn sem sendur var út 2010 er aðgengilegur hér og sá síðari frá 2011 hér. Skýrslan sem birtist í dag er tveggja ára gömul og á rætur sínar að rekja til dómsmáls í Sviss. Ákærur á hendur tvímenningunum voru hins vegar felldar niður eftir að Havelange og Teixeira samþykktu að greiða skaðabætur. Skaðabótaupphæðin nam 5,5 milljónum svissneskra franka eða um 740 milljónir íslenskra króna sé miðað við gengi dagsins í dag. Gögnin höfðu til þessa ekki verið gerð opinberuð en sú varð loks raunin í dag þegar Hæstiréttur Sviss veitti fimm fjölmiðlum eintök af skýrslunni. Heildarupphæðin mögulega hærriTeixeira, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins frá árinu 1989 þar til fyrr á þessu ári er hann sagði af sér, er sagður hafa þegið 12,7 milljónir svissneskra franka í mútur á árunum 1992-1997. Upphæðin nemur 1,7 milljarði íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag. Upphæðirnar sem hér hafa verið nefndar eru þær einu sem hægt er að tengja Brasilíumönnunum með beinum hætti. Í skýrslunni kemur þó fram að möguleiki sé á að heildarupphæðin hafi verið 21,9 milljónir svissneskra franka. Havelange og Teixeira eru einu starfsmenn FIFA sem nafngreindir eru í skýrslunni. Teixeira, sem einnig er Brasilíumaður, er fyrrverandi tengdasonur Havelange. Havelange er heiðursforseti FIFA en hætti setu í Alþjóða Ólympíunefndinni (IOC) eftir 48 ára setu í desember síðastliðnum. Það gerði hann nokkrum dögum áður en setja átti hann úr embætti eftir sjálfstæða rannsókn IOC á tengslum Havelange við ISL. Teixeira hætti bæði sem forseti brasilíska knattspyrnusambandsins og gaf sæti sitt í skipulagsnefnd heimsmeistaramótsins í Brasilíu 2014 á sama tíma. Hann lét einnig nýlega af störfum í framkvæmdaráði FIFA vegna slæms heilsufars. Hinn 96 ára gamli Havelange er við slæma heilsu og var lagður inn á sjúkrahúsi í Ríó de Janeira í vetur vegna sýkingarliðbólgu. Fótbolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Joao Havelange og Ricardo Teixeira þáðu fúlgur fjár í mútur í starfi sínu á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent var fjölmiðlum í dag. Havelange gegndi stöðu forseta FIFA frá árinu 1974 allt til ársins 1998. Staðfest er að Brasilíumaðurinn hafi þegið 1,5 milljónir svissneskra franka í mútur árið 1997 frá svissneska markaðsfyrirtækinu ISL sem síðar varð gjaldþrota. Upphæðin nemur rúmum tvö hundruð milljónum íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag (72 milljónir íslenskra króna á þávirði). ISL var í miklu samstarfi við FIFA á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Fyrirtækið sá um markaðssetningu heimsmeistaramótanna í knattspyrnu en dæmi voru um að fyrirtækinu væri úthlutað heimsmeistaramóti án þess að tilboð þess væri það hagstæðasta fyrir FIFA. Blatter vissi af mútugreiðslunniÍ skýrslunni kemur ennfremur fram að Sepp Blatter, núverandi forseti FIFA sem tók við embætti af Havelange árið 1998, hafi vitað af mútugreiðslunni til Brasilíumannsins árið 1997. Blatter gegndi stöðu framkvæmdarstjóra FIFA áður en hann tók við forsetaembættinu. Greiðslan var líkast til fyrir mistök lögð inn á reikning FIFA en nafn Havelange, þáverandi forseta, var sett sem skýring við greiðsluna. Hávær orðrómur hefur verið um spillingu innan FIFA undanfarin ár. Í fréttaskýringaþættinum Panorama sem BBC heldur úti hafa Havelange og Teixeira ásamt fleirum háttsettum embættismönnum innan FIFA verið ásakaðir um mútuþægni. Þátturinn sem sendur var út 2010 er aðgengilegur hér og sá síðari frá 2011 hér. Skýrslan sem birtist í dag er tveggja ára gömul og á rætur sínar að rekja til dómsmáls í Sviss. Ákærur á hendur tvímenningunum voru hins vegar felldar niður eftir að Havelange og Teixeira samþykktu að greiða skaðabætur. Skaðabótaupphæðin nam 5,5 milljónum svissneskra franka eða um 740 milljónir íslenskra króna sé miðað við gengi dagsins í dag. Gögnin höfðu til þessa ekki verið gerð opinberuð en sú varð loks raunin í dag þegar Hæstiréttur Sviss veitti fimm fjölmiðlum eintök af skýrslunni. Heildarupphæðin mögulega hærriTeixeira, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins frá árinu 1989 þar til fyrr á þessu ári er hann sagði af sér, er sagður hafa þegið 12,7 milljónir svissneskra franka í mútur á árunum 1992-1997. Upphæðin nemur 1,7 milljarði íslenskra króna ef miðað er við gengi gjaldmiðlanna í dag. Upphæðirnar sem hér hafa verið nefndar eru þær einu sem hægt er að tengja Brasilíumönnunum með beinum hætti. Í skýrslunni kemur þó fram að möguleiki sé á að heildarupphæðin hafi verið 21,9 milljónir svissneskra franka. Havelange og Teixeira eru einu starfsmenn FIFA sem nafngreindir eru í skýrslunni. Teixeira, sem einnig er Brasilíumaður, er fyrrverandi tengdasonur Havelange. Havelange er heiðursforseti FIFA en hætti setu í Alþjóða Ólympíunefndinni (IOC) eftir 48 ára setu í desember síðastliðnum. Það gerði hann nokkrum dögum áður en setja átti hann úr embætti eftir sjálfstæða rannsókn IOC á tengslum Havelange við ISL. Teixeira hætti bæði sem forseti brasilíska knattspyrnusambandsins og gaf sæti sitt í skipulagsnefnd heimsmeistaramótsins í Brasilíu 2014 á sama tíma. Hann lét einnig nýlega af störfum í framkvæmdaráði FIFA vegna slæms heilsufars. Hinn 96 ára gamli Havelange er við slæma heilsu og var lagður inn á sjúkrahúsi í Ríó de Janeira í vetur vegna sýkingarliðbólgu.
Fótbolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira