Innlent

Mótmæltu meðferðinni á Pussy Riot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hópur mótmælenda kom saman í dag.
Hópur mótmælenda kom saman í dag. mynd/ sigurjón ólason

Hópur fólks kom saman við rússneska sendiráðið við Garðastræti í Reykjavík í dag til að mótmæla því að þrír af meðlimum rússnensku pönksveitarinnar Pussy Riot hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Moskvu.

Fullyrt er að konurnar, sem voru handteknar í mars síðastliðnum, hafi verið í haldi fyrir þátt sinn í mótmælum gegn Vladimir Pútín, meðal annars með ólöglegum tónleikum í kirkju. Sveitin er skipuð femínistum sem að mótmæla stöðu kvenna í Rússlandi með kraftmiklu pönki, að fyrirmynd Bikini Kill.

Konurnar hafa verið í hungurverkfalli síðan á miðvikudaginn síðasta, en þá var þeim birt 2800 blaðsíðna ákæra og gert að undirbúa vörn sína á tveimur sólarhringum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×